Orkumál Að venju er varist Nú í sumar sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi frá Orkustofnun vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Skoðun 16.9.2021 16:31 Landtenging Hafnarfjarðarhafnar, framarlega í orkuskiptum Árið 2017 var aðgerðaáætlun um orkuskipti samþykkt af Alþingi þar sem markmiðið er m.a. að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum. Skoðun 16.9.2021 15:30 Saga um glötuð tækifæri Í morgunfréttum Ríkisútvarpsins 13. september var greint frá því að fjórðungur fyrirspurna sem Landsnet fékk um orkuafhendingu síðastliðin ár hefðu komið frá Suðurnesjum. Í öllum tilvikum var óskum um tengingu hafnað því flutningskerfi raforku ræður ekki við það. Skoðun 16.9.2021 11:30 Hringrásarhagkerfið og grænir iðngarðar Áskoranir gagnvart þeirri ógn sem stafar af ósjálfbærum lifnaðarháttum mannkyns eru bæði stórar og viðamiklar. Lausnirnar eru hvorki einfaldar né ódýrar, en nauðsynlegar. Skoðun 15.9.2021 13:16 Hefja samstarf um nýja leið til að fanga koldíoxíð Þrír ráðherrar undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf ráðuneyta og fyrirtækjanna Ocean Geoloop AS og North Tech Energy ehf. Fyrirtækin hafa kynnt stjórnvöldum hugmyndir að nýjum leiðum við að fanga koldíoxíð (CO2) úr andrúmsloftinu. Viðskipti innlent 14.9.2021 20:31 Bein útsending: Grænir iðngarðar á Íslandi Niðurstöður vinnu og næstu skref þegar kemur að uppsetningu grænna iðngarða á Íslandi verða kynnt á fundi sem streymt verður úr Hörpu klukkan 13 í dag. Viðskipti innlent 14.9.2021 12:31 Hugrekki til að vera græn! Ef þjóðin heldur rétt á spilunum eru mikil tækifæri á Íslandi falin í öflun á grænni orku, umhverfisvænum samgöngum og grænu atvinnulífi. Traustir innviðir um land allt eru lykillinn að slíkri umbreytingu og þeim árangri í loftlagsmálum sem við viljum ná. Skoðun 14.9.2021 07:01 Hið skítuga leyndarmál vindorkunnar Eru vindmyllur grænar og hagkvæmur orkukostur? Skoðun 11.9.2021 13:00 Loftslagsboðorðin þrjú: Minni neysla, bætt nýting og endurvinnsla Öll höfum við hlutverki að gegna í baráttunni gegn loftslagsvánni, en aðstæður og efni eru ekki alls staðar hin sömu. Parísarsamkomulagið kveður á um breytta hegðun ríkja og einstaklinga eigi markmiðin sem við höfum sett okkur að nást. Skoðun 11.9.2021 12:00 Stefna fimm flokka í orkuskiptamálum standast ekki kröfur fulltrúa náttúruverndarsamtaka Þrenn náttúruverndarsamtök gefa fimm þeirra flokka sem bjóða fram til þings falleinkunn hvað varðar stefnu þeirra þegar kemur að orkuskiptum. Innlent 10.9.2021 16:00 Sebastian Vettel kom við á Íslandi á leiðinni á Monza Formúlu 1 ökuþórinn Sebastian Vettvel var staddur á Íslandi á miðvikudag þegar starfsemi hófst í fyrstu og stærstu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum við Hellisheiðarvirkjun. Viðskipti innlent 10.9.2021 15:55 Pólitískur skrípaleikur komi í veg fyrir nýtingu umhverfisvænnar orku Bæjarstjóri Ölfuss segir pólitískan skrípaleik koma í veg fyrir að ráðast megi í risastór atvinnuskapandi og loftslagsvæn verkefni. Ölfus sé eitt orkuríkasta sveitarfélag landsins en verndun lands komi í veg fyrir nýtingu á grænni orku. Innlent 9.9.2021 21:06 Hvernig verða orkuskiptin í sjávarútvegi? Nú í kjölfar nýjustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna blasir við öllum sem einhver áhrif geta haft á loftslag jarðar, að bregðast verður við hratt og af öryggi. Hlutverk stjórnvalda er auðvitað mikilvægast, þeirra er að túlka vilja kjósenda og móta stefnuna. Málefnið er hins vegar svo áríðandi að það krefst þess að allir sem eitthvað geta haft um það að segja bregðist við og leggist saman á árarnar. Skoðun 9.9.2021 09:01 Gætu annað 40% af raforkuþörf Bandaríkjanna með sólarorku Mögulegt er að framleiða allt að 40% alls rafmagns í Bandaríkjunum með sólarorku innan fimmtán ára samkvæmt nýrri skýrslu Bandaríkjastjórnar. Til þess þyrfti þó meiriháttar fjárfestingu í raforkukerfinu. Erlent 8.9.2021 23:44 Samofin samfélög Ég, eins og mjög margir aðrir Íslendingar, hangi of mikið á internetinu og samfélagsmiðlum á hverjum degi. Þar skrunar maður í gegnum afmæliskveðjur og aðrar tilkynningar dagsins. Skoðun 8.9.2021 21:51 Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin. Innlent 8.9.2021 20:02 Framlag grænu orkunnar í hringrásarhagkerfinu Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem framleiðir yfir 70% af allri raforku í landinu. Við framleiðum rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum sem hefur eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu. Losun koldíoxíðs á kílóvattstund var í fyrra einungis 3,7 g, en almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu er 100 g. Skoðun 8.9.2021 12:31 Skilja ekkert í orðum Katrínar um Hvalárvirkjun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonar að Hvalárvirkjun verði ekki að veruleika og segir framkvæmdina eins og hún líti út í dag umtalsvert stærri en þá sem var á teikniborðinu þegar hún var færð í nýtingarflokk rammaáætlunar. Talsmenn VesturVerks skilja ekkert í orðum forsætisráðherrans. Innlent 8.9.2021 07:01 Græn orka er lausnin Í leiðtogaumræðum á RÚV þann 31. ágúst sl. sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, frambjóðandi Pírata, að ekki þyrfti að virkja meira á Íslandi til að ná árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Skoðun 4.9.2021 08:00 Við styðjum aukna samkeppni á raforkumarkaði Ný fyrirtæki hafa haslað sér völl á raforkumarkaði hér á landi á undanförnum árum og samkeppnin þar með aukist hröðum skrefum. Heimili og fyrirtæki hafa notið góðs af lækkandi raforkuverði, sem fylgt hefur þessari jákvæðu þróun. Skoðun 1.9.2021 10:01 Þessi flugvél gæti orðið sú fyrsta rafknúna í íslensku atvinnuflugi Flugskóli Reykjavíkur hefur samið um kaup á þremur eFlyer-kennsluflugvélum sem knúnar eru rafmagni. Áætlað er að þær verði afhentar skólanum eftir tvö til þrjú ár og gætu þær þá orðið fyrstu rafmagnsflugvélarnar í atvinnuflugi hérlendis. Innlent 31.8.2021 22:44 Græn orkubylting í landi tækifæranna Loftslagsmál og orkumál eru óaðskiljanlegir málaflokkar. Ísland stendur frammi fyrir einstöku og öfundsverðu tækifæri til að vera áfram leiðandi í grænu orkubyltingunni sem felst í viðleitni þjóða heims til að hverfa frá olíunotkun og taka upp umhverfisvæna orkugjafa. Við getum þó hæglega glatað forystu okkar ef við höfum ekki skýra sýn og látum hug fylgja máli. Skoðun 28.8.2021 14:30 Telja „blátt“ vetni enn meira mengandi en kol eða gas Losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af vinnslu vetnis úr jarðgasi er enn meiri en ef gasinu eða kolum væri brennt til að framleiða orku. Svonefndu „bláu“ vetni hefur verið hampað sem umhverfisvænu eldsneyti. Erlent 28.8.2021 08:02 „Það er og verður nóg til ef...“ Það þarf ekkert að fjölyrða um mikilvægi þess að íslenskt samfélag verður að eiga og tryggja öflugar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Skoðun 27.8.2021 12:30 Stefna borginni og vilja að bíleigendur fái að nota stöðvarnar Orka náttúrunnar (ON) hefur stefnt Ísorku og Reykjavíkurborg til að freista þess að fá niðurstöðu kærunefndar útboðsmála fellda úr gildi. Vonast fyrirtækið til að geta opnað 156 götuhleðslur fyrir rafbíla á ný. Viðskipti innlent 26.8.2021 15:44 Arður af orku til þjóðar Orkufyrirtæki þjóðarinnar er óðum að leggja erfiðleika heimsfaraldursins að baki. Afkoma Landsvirkjunar fyrstu 6 mánuði ársins ber þess glöggt vitni. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hækkaði um tæp 36% frá sama tíma í fyrra og skuldir lækkuðu jafnframt um 10,4 milljarða króna. Skoðun 26.8.2021 10:30 Það sem enginn þorir að ræða! Grænir orkugjafar hafa verið grundvöllur lífsskilyrða í landinu og knúið efnahagslífið áfram. Við Íslendingar höfum náð eftirtektarverðum árangri við útskiptum jarðefnaeldsneytis fyrir hreina orkugjafa og nú liggur fyrir að taka þarf enn stærri skref. Skoðun 20.8.2021 11:31 Féll í sjóinn við affall Reykjanesvirkjunar og lést Karlmaður á fertugsaldri lést á sunnudaginn eftir að hann féll í sjóinn við affall frá Reykjanesvirkjun. Lögregla ítrekar að sjóböð við affallið eru stranglega bönnuð. Innlent 18.8.2021 17:22 Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann. Erlent 18.8.2021 09:45 Telja skjálftana tengjast niðurdælingu jarðhitavatns Vísindafólk Orku náttúrunnar telur líklegt að röð jarðskjálfta við Húsmúla, vestan undir Hengli, frá því um tíuleytið í gærkvöldi tengist niðurrennsli jarðhitavatns frá Hellisheiðarvirkjun. Innlent 17.8.2021 11:15 « ‹ 37 38 39 40 41 42 43 44 45 … 61 ›
Að venju er varist Nú í sumar sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi frá Orkustofnun vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Skoðun 16.9.2021 16:31
Landtenging Hafnarfjarðarhafnar, framarlega í orkuskiptum Árið 2017 var aðgerðaáætlun um orkuskipti samþykkt af Alþingi þar sem markmiðið er m.a. að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum. Skoðun 16.9.2021 15:30
Saga um glötuð tækifæri Í morgunfréttum Ríkisútvarpsins 13. september var greint frá því að fjórðungur fyrirspurna sem Landsnet fékk um orkuafhendingu síðastliðin ár hefðu komið frá Suðurnesjum. Í öllum tilvikum var óskum um tengingu hafnað því flutningskerfi raforku ræður ekki við það. Skoðun 16.9.2021 11:30
Hringrásarhagkerfið og grænir iðngarðar Áskoranir gagnvart þeirri ógn sem stafar af ósjálfbærum lifnaðarháttum mannkyns eru bæði stórar og viðamiklar. Lausnirnar eru hvorki einfaldar né ódýrar, en nauðsynlegar. Skoðun 15.9.2021 13:16
Hefja samstarf um nýja leið til að fanga koldíoxíð Þrír ráðherrar undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf ráðuneyta og fyrirtækjanna Ocean Geoloop AS og North Tech Energy ehf. Fyrirtækin hafa kynnt stjórnvöldum hugmyndir að nýjum leiðum við að fanga koldíoxíð (CO2) úr andrúmsloftinu. Viðskipti innlent 14.9.2021 20:31
Bein útsending: Grænir iðngarðar á Íslandi Niðurstöður vinnu og næstu skref þegar kemur að uppsetningu grænna iðngarða á Íslandi verða kynnt á fundi sem streymt verður úr Hörpu klukkan 13 í dag. Viðskipti innlent 14.9.2021 12:31
Hugrekki til að vera græn! Ef þjóðin heldur rétt á spilunum eru mikil tækifæri á Íslandi falin í öflun á grænni orku, umhverfisvænum samgöngum og grænu atvinnulífi. Traustir innviðir um land allt eru lykillinn að slíkri umbreytingu og þeim árangri í loftlagsmálum sem við viljum ná. Skoðun 14.9.2021 07:01
Hið skítuga leyndarmál vindorkunnar Eru vindmyllur grænar og hagkvæmur orkukostur? Skoðun 11.9.2021 13:00
Loftslagsboðorðin þrjú: Minni neysla, bætt nýting og endurvinnsla Öll höfum við hlutverki að gegna í baráttunni gegn loftslagsvánni, en aðstæður og efni eru ekki alls staðar hin sömu. Parísarsamkomulagið kveður á um breytta hegðun ríkja og einstaklinga eigi markmiðin sem við höfum sett okkur að nást. Skoðun 11.9.2021 12:00
Stefna fimm flokka í orkuskiptamálum standast ekki kröfur fulltrúa náttúruverndarsamtaka Þrenn náttúruverndarsamtök gefa fimm þeirra flokka sem bjóða fram til þings falleinkunn hvað varðar stefnu þeirra þegar kemur að orkuskiptum. Innlent 10.9.2021 16:00
Sebastian Vettel kom við á Íslandi á leiðinni á Monza Formúlu 1 ökuþórinn Sebastian Vettvel var staddur á Íslandi á miðvikudag þegar starfsemi hófst í fyrstu og stærstu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum við Hellisheiðarvirkjun. Viðskipti innlent 10.9.2021 15:55
Pólitískur skrípaleikur komi í veg fyrir nýtingu umhverfisvænnar orku Bæjarstjóri Ölfuss segir pólitískan skrípaleik koma í veg fyrir að ráðast megi í risastór atvinnuskapandi og loftslagsvæn verkefni. Ölfus sé eitt orkuríkasta sveitarfélag landsins en verndun lands komi í veg fyrir nýtingu á grænni orku. Innlent 9.9.2021 21:06
Hvernig verða orkuskiptin í sjávarútvegi? Nú í kjölfar nýjustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna blasir við öllum sem einhver áhrif geta haft á loftslag jarðar, að bregðast verður við hratt og af öryggi. Hlutverk stjórnvalda er auðvitað mikilvægast, þeirra er að túlka vilja kjósenda og móta stefnuna. Málefnið er hins vegar svo áríðandi að það krefst þess að allir sem eitthvað geta haft um það að segja bregðist við og leggist saman á árarnar. Skoðun 9.9.2021 09:01
Gætu annað 40% af raforkuþörf Bandaríkjanna með sólarorku Mögulegt er að framleiða allt að 40% alls rafmagns í Bandaríkjunum með sólarorku innan fimmtán ára samkvæmt nýrri skýrslu Bandaríkjastjórnar. Til þess þyrfti þó meiriháttar fjárfestingu í raforkukerfinu. Erlent 8.9.2021 23:44
Samofin samfélög Ég, eins og mjög margir aðrir Íslendingar, hangi of mikið á internetinu og samfélagsmiðlum á hverjum degi. Þar skrunar maður í gegnum afmæliskveðjur og aðrar tilkynningar dagsins. Skoðun 8.9.2021 21:51
Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin. Innlent 8.9.2021 20:02
Framlag grænu orkunnar í hringrásarhagkerfinu Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem framleiðir yfir 70% af allri raforku í landinu. Við framleiðum rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum sem hefur eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu. Losun koldíoxíðs á kílóvattstund var í fyrra einungis 3,7 g, en almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu er 100 g. Skoðun 8.9.2021 12:31
Skilja ekkert í orðum Katrínar um Hvalárvirkjun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonar að Hvalárvirkjun verði ekki að veruleika og segir framkvæmdina eins og hún líti út í dag umtalsvert stærri en þá sem var á teikniborðinu þegar hún var færð í nýtingarflokk rammaáætlunar. Talsmenn VesturVerks skilja ekkert í orðum forsætisráðherrans. Innlent 8.9.2021 07:01
Græn orka er lausnin Í leiðtogaumræðum á RÚV þann 31. ágúst sl. sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, frambjóðandi Pírata, að ekki þyrfti að virkja meira á Íslandi til að ná árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Skoðun 4.9.2021 08:00
Við styðjum aukna samkeppni á raforkumarkaði Ný fyrirtæki hafa haslað sér völl á raforkumarkaði hér á landi á undanförnum árum og samkeppnin þar með aukist hröðum skrefum. Heimili og fyrirtæki hafa notið góðs af lækkandi raforkuverði, sem fylgt hefur þessari jákvæðu þróun. Skoðun 1.9.2021 10:01
Þessi flugvél gæti orðið sú fyrsta rafknúna í íslensku atvinnuflugi Flugskóli Reykjavíkur hefur samið um kaup á þremur eFlyer-kennsluflugvélum sem knúnar eru rafmagni. Áætlað er að þær verði afhentar skólanum eftir tvö til þrjú ár og gætu þær þá orðið fyrstu rafmagnsflugvélarnar í atvinnuflugi hérlendis. Innlent 31.8.2021 22:44
Græn orkubylting í landi tækifæranna Loftslagsmál og orkumál eru óaðskiljanlegir málaflokkar. Ísland stendur frammi fyrir einstöku og öfundsverðu tækifæri til að vera áfram leiðandi í grænu orkubyltingunni sem felst í viðleitni þjóða heims til að hverfa frá olíunotkun og taka upp umhverfisvæna orkugjafa. Við getum þó hæglega glatað forystu okkar ef við höfum ekki skýra sýn og látum hug fylgja máli. Skoðun 28.8.2021 14:30
Telja „blátt“ vetni enn meira mengandi en kol eða gas Losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af vinnslu vetnis úr jarðgasi er enn meiri en ef gasinu eða kolum væri brennt til að framleiða orku. Svonefndu „bláu“ vetni hefur verið hampað sem umhverfisvænu eldsneyti. Erlent 28.8.2021 08:02
„Það er og verður nóg til ef...“ Það þarf ekkert að fjölyrða um mikilvægi þess að íslenskt samfélag verður að eiga og tryggja öflugar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Skoðun 27.8.2021 12:30
Stefna borginni og vilja að bíleigendur fái að nota stöðvarnar Orka náttúrunnar (ON) hefur stefnt Ísorku og Reykjavíkurborg til að freista þess að fá niðurstöðu kærunefndar útboðsmála fellda úr gildi. Vonast fyrirtækið til að geta opnað 156 götuhleðslur fyrir rafbíla á ný. Viðskipti innlent 26.8.2021 15:44
Arður af orku til þjóðar Orkufyrirtæki þjóðarinnar er óðum að leggja erfiðleika heimsfaraldursins að baki. Afkoma Landsvirkjunar fyrstu 6 mánuði ársins ber þess glöggt vitni. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hækkaði um tæp 36% frá sama tíma í fyrra og skuldir lækkuðu jafnframt um 10,4 milljarða króna. Skoðun 26.8.2021 10:30
Það sem enginn þorir að ræða! Grænir orkugjafar hafa verið grundvöllur lífsskilyrða í landinu og knúið efnahagslífið áfram. Við Íslendingar höfum náð eftirtektarverðum árangri við útskiptum jarðefnaeldsneytis fyrir hreina orkugjafa og nú liggur fyrir að taka þarf enn stærri skref. Skoðun 20.8.2021 11:31
Féll í sjóinn við affall Reykjanesvirkjunar og lést Karlmaður á fertugsaldri lést á sunnudaginn eftir að hann féll í sjóinn við affall frá Reykjanesvirkjun. Lögregla ítrekar að sjóböð við affallið eru stranglega bönnuð. Innlent 18.8.2021 17:22
Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann. Erlent 18.8.2021 09:45
Telja skjálftana tengjast niðurdælingu jarðhitavatns Vísindafólk Orku náttúrunnar telur líklegt að röð jarðskjálfta við Húsmúla, vestan undir Hengli, frá því um tíuleytið í gærkvöldi tengist niðurrennsli jarðhitavatns frá Hellisheiðarvirkjun. Innlent 17.8.2021 11:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent