Orkumál

Fréttamynd

Um orku­skort, auð­lindir og endur­vinnslu

Síðustu daga hefur eitt og annað verið ritað á vefmiðla gegn yfirvofandi orkuskorti í landinu. Þar eru færð ýmis rök fyrir því að orkuskortur sé ástæðulaus áróður og Íslendingar séu „orkusóðar“

Skoðun
Fréttamynd

Að kjarna orku þjóðar

Stuttu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst árið 2022 varð ljóst að orkumál í Evrópu stóðu höllum fæti. Þjóðverjar höfðu til að mynda sett sífellt fleiri egg í körfu Rússlands með sívaxandi innflutningi á gasi úr austri.

Skoðun
Fréttamynd

Flogið á milli landa á endur­nýjan­legri orku: Draum­sýn eða Raun­veru­leiki?

Árlega flytjum við Íslendingar inn yfir milljón tonn af bensíni og olíu til að knýja flota okkar af bílum, skipum og flugvélum. Orkan sem býr í þessu jarðefnaeldsneyti slagar hátt í þá orku sem við fáum frá öllum vatnsaflsvirkjunum okkar samanlagt og við þurfum að punga út vel yfir 100 milljörðum á hverju ári til að borga fyrir þetta.

Skoðun
Fréttamynd

Skerða orku til stórnotenda

Orka verður skert til stórnotenda á suðvesturhluta landsins. Skerðingarnar eiga að hefjast þann 24. október, nema eitthvað breytist, og eru þær tilkomnar vegna slæmrar stöðu miðlunarlóna á Þjórsársvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenski skorturinn

Fótspor Íslendinga er risavaxið. Við mengum mest allra í Evrópu, losum meira af gróðurhúsalofttegundum en aðrar þjóðir. Framleiðum við meiri orku á mann en allar þjóðir.

Skoðun
Fréttamynd

Beðið eftir orku­mála­ráð­herra

Í maí 2024 hófst vinna sveitarstjórnar Rangárþings ytra við að leita svara við matsspurningum um hagræn áhrif vindorkuvers við Vaðöldu (Búrfellslund). Spurningarnar voru sendar til Landsvirkjunar, Fjármálaráðuneytisins, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Skoðun
Fréttamynd

Orkunýlendan Ís­land?

Kapphlaupið um Ísland er í algleymingi, náttúru og auðlindir þjóðarinnar. Um landið sveima lukkuriddarar og leppar erlendra stórfyrirtækja og ríkjasambanda, ásamt fleira landsölufólki og íslenskum meðhlauppsmönnum.

Skoðun
Fréttamynd

Grímulaus grænþvottur

SA keyptu sér skoðanakönnun. Spurt var: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“ Að sögn, var hugtakið „græn orkuframleiðsla“ notað að aðgreina virkjun umhverfisvænna og endurnýjanlegra orkuauðlinda frá raforkuframleiðslu með bruna jarðefnaeldsneytis.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­mark­tæk skoðana­könnun

Með fullri virðingu fyrir Gallup, þá er ekkert hægt að lesa út úr svörum við spurningunni „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“

Skoðun
Fréttamynd

Á­herslur ráð­herra skipta máli

Ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að höfuðstöðvar nýrrar umhverfis- og orkustofnunar verði staðsettar á Akureyri felur í sér mikil tækifæri ekki aðeins fyrir okkur íbúa Norðurlands heldur einnig fyrir landsbyggðina alla og íslenskt samfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Dansaðu vindur

Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu. Til mikils er að vinna svo hugmyndir og tækifæri renni ekki úr greipum okkar.

Skoðun
Fréttamynd

For­gangs­orkan verður ekki skert

Landsvirkjun hefur aldrei skert forgangsorku þau tæpu 60 ár sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur starfað. Ekkert bendir heldur til að við skerðum afhendingu forgangsorku á komandi vetri. Við höfum ávallt gætt þess að lofa ekki meiri forgangsorku en við ráðum við að selja, jafnvel þegar vatnsár eru með erfiðasta móti.

Skoðun
Fréttamynd

Ýmis­legt um rafmagnsbíla og reið­hjól

Flokka má útblástur einkabíla í beinan og óbeinan útblástur. Enginn beinn útblástur hlýst af rafmagnsbílum þar sem þeir nota ekkert jarðefnaeldsneyti. Óbeinn útblástur einkabílsins kemur að mestu vegna framleiðslu bílsins.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­tíðin liggur í bættri nýtingu auð­linda

Nýsköpun og hringrásarhugsun eru gríðarlega mikilvæg fyrir samfélagið okkar. Hvoru tveggja leika lykilhlutverk í því að skapa okkur sjálfbæra framtíð og stuðla bæði að tækniframförum og efnahagslegum vexti. Með því að einblína á nýjar lausnir og umhverfisvænar leiðir getum við dregið úr sóun, aukið nýtni auðlinda okkar og tryggt betri lífsskilyrði fyrir komandi kynslóðir.

Skoðun
Fréttamynd

Odd­viti segist ekki geta gengið gegn á­kvörðun Al­þingis

Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, segir sveitarfélagið ekki geta gengið gegn ákvörðun Alþingis um að setja Búrfellslund í orkuvirkjanakost. Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða segir málið ekki svo einfalt. Ákvörðun Alþingis sé ekki endanleg. Eggert og Snæbjörn ræddu orkumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Um­hverfis-, orku- og loftslagsráðherra ber fulla á­byrgð á stöðunni!

Á mbl.is birtist í gær frétt undir fyrirsögninni „Þjóðin ber skaðann af þessari framgöngu“ (mbl.is). Þar segir um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra að þjóðin beri skaða af fram­göngu þeirra sem reyni að tefja fyr­ir grænni orku­öfl­un. Einnig segir ráðherrann að það sé ekki hugmynd­in með kæru­leiðum að menn séu að ná fram ein­hverj­um póli­tísk­um mark­miðum.

Skoðun
Fréttamynd

Raf­magns­laust í Laugar­dal í nótt

Rafmagnslaust var í Laugardal og nágrenni í nótt á milli klukkan 02:41 og 04:59 vegna bilunar. Í tilkynningu frá Veitum kemur fram að rafmagnsleysið hafi haft áhrif á póstnúmer 104, 105 og 108.

Innlent
Fréttamynd

Hafa veitt virkjunar­leyfi fyrir Hvamms­virkjun

Orkustofnun gaf í dag út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Landsvirkjun mun í kjölfarið sækja um framkvæmdaleyfi til bæði Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, en mannvirki tengd virkjuninni verða í báðum sveitarfélögunum. Enn er stefnt að því að Hvammsvirkjun taki til starfa fyrir árslok 2028.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Virkjanaleyfið kært aftur

Önnur kæra hefur borist úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna veitingar Orkustofnunar á virkjanaleyfi fyrir vindorkuver í Búrfellslundi. Að þessu sinni eru það náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið sem kæra.

Innlent
Fréttamynd

Að skapa sér stöðu og heimta pening!

Á forsíðu Morgunblaðsins í dag er því slegið upp að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé að skapa sér stöðu og að sveitarfélagið hafi heimtað greiðslu frá Landsvirkjun til þess að Landsvirkjun fengi að byggja Búrfellslund.

Skoðun