Bókmenntir
Vinnubrögð sem enginn ætti að sjá
Þórarinn Eldjárn er tvímælalaust einhver ástsælasti höfundur þjóðarinnar. Rithöfundarferill hans fer að teygja sig upp í fimmtíu árin og í ár, á fjörutíu ára afmæli fyrsta smásagnasafns hans, Ofsögum sagt, gefur hann út sitt áttunda smásagnasafn, Umfjöllun.
Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út
Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út.
Bragi Páll og Guðmundur Andri í hár saman vegna „dráps“ á Arnaldi Indriðasyni
Bragi Páll, sem nýverið sendi frá sér bókina „Arnaldur Indriðason deyr“, hefur efnt til hálfgildings ritdeilu um bók sína við Guðmund Andra Thorsson rithöfund og ritstjóra á Forlaginu. En bókina hefur Guðmundur Andri ekki lesið og ætlar sér ekki að gera.
Glæpafélagið tilnefnir krimmahöfunda ársins
Fimm glæpasagnahöfundar hafa verið tilnefndir til Blóðdropans fyrir glæpasögur sínar en krimmarnir halda sínu meðal íslenskra lesenda.
Skopstælingar?
„Ég veit að þetta er um margt óvenjuleg skáldsaga í samhengi íslenskrar bókmenntasögu,“ segir Guðni Elísson, höfundur skáldsögunnar Ljósgildran, í viðtali við Jakob Bjarnar Grétarsson og gerir lýðum ljóst að hann búist við að geta reitt marga til reiði með bók sinni
Útilokar ekki málsókn vegna meints ritstuldar
Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðamaður, segist munu bíða niðurstöðu siðanefndar Háskóla Íslands áður en hann tekur ákvörðun um mögulega málshöfðun á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra, sem hann hefur sakað um ritstuld.
Tuttugu og fimm íslenskir krimmar komu út í ár
Hið íslenska glæpafélag tilnefnir fimm glæpasögur til blóðdropans á fimmtudaginn.
Höfundur Hansdætra sendir frá sér nýja bók
Djúpið eftir Benný Sif Ísleifsdóttur er bók vikunnar á Vísi
Stefna á að safna milljón fyrir Barnaspítalann með bóksölu um jólin
Næst segjum við ykkur frá ofurhetjum sem stefna á að safna einni milljón fyrir Barnaspítala hringsins með bóksölu um jólin.
Ekki Alþingis að eigna Snorra Egils sögu
Alþingi fer ekki með úrskurðarvald þegar kemur að því að eigna nafnþekktum miðaldamönnum okkar glæstustu bókmenntaverk fyrri alda, að mati Sverris Jakobssonar miðaldasagnfræðings. Hann telur Snorra Sturluson lélegan liðsmann frjálshyggjumanna sem aðhyllast þá stefnu sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor fjallar um í nýjustu bók sinni sem kom út í fyrra.
Konur eru áhugasamari um glæpi en karlar
Eva Björg Ægisdóttir er næsta stórstjarna á sviði íslenskrar glæpasagnagerðar. Nýr krimmi hennar, Þú sérð mig ekki, er glæsilega ofinn og nýstárleg saga innan þess ramma sem skilgreinir glæpasöguna.
Bókaþjóðin elskar sinn Arnald
Glæpasagnakóngurinn hefur komið sér makindalega fyrir á toppi bóksölulistans þó ekki sé það reifari sem hann sendir frá sér núna.
Veit ekki neitt og bíður spenntur eins og aðrir
Jólabókaflóðið er í fullum gangi nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til aðfangadags. Aldrei hafa fleiri konur verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en þar eru 17 konur á móti fimm körlum.
Fimm karlar og sautján konur tilnefndar
Hallgrímur Helgason og Þórunn Jarla hljóta sína 6. tilnefningu hvort til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Fátækt, stjórnleysi og svall í villta vestri norðursins
Sextíu kíló af kjaftshöggum eftir Hallgrím Helgason er bók vikunnar á Vísi.
Bestu, verstu & umdeildustu bókatitlarnir: „Gefið þessum manni Nóbel svo hann geti slakað á“
„Þurfa forlögin ekki að fara að ráða eitthvert skapandi fólk í titlasmíðina?“ spyr einn viðmælandi Vísis og dæsir: „Úti, Sigurverkið, Lok, lok og læs, Skollaleikur, Stórfiskur – í alvöru? Ef titlarnir segja eitthvað um ástand íslenskra bókmennta þá eru þær í slæmum málum. Þvílík hugmyndafátækt!“
Það er svo margt galið á Íslandi
Þorgrímur Þráinsson er einn vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar. Honum blöskrar aðgerðarleysið gagnvart þeim vanda sem blasir við ólæsi ungmenna og telur kerfið drepa allt í dróma. Í þessu höfundatali er einnig tekið á hinni heitu kartöflu sem eru listamannalaunin.
„Ósjaldan sem siðblindan lætur á sér kræla“
Rannveig Borg Sigurðardóttir er lögfræðingur sem býr og starfar í Sviss en hún hefur verið að vekja athygli hér á landi undanfarnar vikur fyrir sína fyrstu skáldsögu, Fíkn en bókin hefur verið að fá rífandi góðar viðtökur sérstaklega á hljóðbókaveitunni Storytel.
Þjóðin klofin vegna Instagram-færslu en Gísli er efstur á blaði hjá Katrínu
Hvort er mikilvægara í menntun hvers manns, fjármálalæsi eða Gísla saga Súrssonar? Þetta er alls ekki á hreinu, og þegar frumkvöðlarnir hjá Fortuna Invest veltu þessu álitamáli upp á Instagram-síðu sinni um helgina sprakk það í loft upp á samfélagsmiðlum.
Hægt að finna fyrir töfrunum á ævintýralegu skólabókasafni
Krakkar í Seljaskóla eru himinlifandi með bókasafnsfræðinginn sinn sem leggur allt í skreytingar fyrir hátíðirnar. Jólabókahornið kemur krökkunum í jólaskap og eykur lestraráhuga í leiðinni.
Von á þremur bókum til viðbótar um Lisbeth Salander
Sænski bókaútgefandinn Polaris hefur tilkynnt að von sé á þremur bókum til viðbótar um Lisbeth Salander og blaðamanninn Mikael Blomkvist í Millenium-seríunni sem höfundurinn Stieg Larsson skapaði.
„Það hringir enginn með feita bitann“
Guðmundur Andri Thorsson fráfarandi þingmaður er byrjaður aftur á Forlaginu, sínum gamla vinnustað.
Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar
Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi.
Svona lítur barnabók Anníe Mistar og Katrínar Tönju út
CrossFit stjörnurnar og vinkonurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru nú orðnar barnabókahöfundar og fyrsta bókin þeirra er að verða að veruleika.
Loksins í smá viðtali: Arnaldur Indriðason kveðst ekki nörd og gefur lítið fyrir hrakspár um íslenskuna
Það er ekki á hverjum degi sem blaðamenn ná tali af ástsælasta núlifandi rithöfundi þjóðarinnar, Arnaldi Indriðasyni. Í dag gaf maðurinn færi á sér enda nýjasti handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu.
Arnaldur hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Arnaldur Indriðason rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Verðlaunin eru veitt árlega, á degi íslenskrar tungu. Vera Illugadóttur hlaut sérstaka viðurkenningu íslenskrar tungu.
Kaldar kveðjur til Brynjars í nýrri ljóðabók Bubba
Brynjar Níelsson fyrrverandi alþingismaður veltir því fyrir sér að svara kveðskap um sig eftir tónlistarmanninn og ljóðskáldið Bubba Morthens með ljóði.
Gátu loksins lesið saman eftir átján mánaða bið
Verkið Blóðuga kanínan verður frumsýnt 27. janúar næstkomandi en leikhópurinn er aðeins nýbyrjaður að hittast. Miðasala er nú þegar hafin og verður sýningin sett upp í Tjarnarbíói.
Metsöluhöfundurinn Wilbur Smith er látinn
Suður-afríski metsöluhöfundurinn Wilbur Smith er látinn, 88 ára að aldri. Útgefandi Smith segir hann hafa andast á heimili sínu í Höfðaborg á laugardag.
Landabruggið á Ísólfsskála breytti örlögum Guðbergs
Uppræting bruggverksmiðju í helli við Ísólfsskála á fjórða áratugnum varð til þess að foreldrar Guðbergs Bergssonar rithöfundar ákváðu að flytja þaðan þegar Guðbergur var þriggja ára. Hann ólst því upp í Grindavík en ekki sem bóndasonur á Ísólfsskála, þar sem hann er fæddur.