Leikhús

Fréttamynd

Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“

Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002.

Lífið
Fréttamynd

Fjórtán frumsýningar í Borgarleikhúsinu

Þeir tvö hundruð starfsmenn, sem vinna í Borgarleikhúsinu munu hafa meira en nóg að gera í vetur því þar verða fjórtán leikrit frumsýnd, auk verka, sem hafa verið i gangi eins og Emil í Kattholti og Níu líf. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir leikhúsið ekki vera í samkeppni við Þjóðleikhúsið né önnur leikhús.

Innlent
Fréttamynd

„Hausinn minn er eina heimilið sem ég mun búa í alla ævi“

Leikkonan Elín Sif Hall var að stíga sín fyrstu skref í Borgarleikhúsinu í leikritinu 9 líf en hún vakti meðal annars athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla fyrir nokkrum árum. Hún lýsir sér sem listamanni í mótun sem elskar að kaupa notuð föt og drekka kaffi. Auk þess reynir hún að finna innblástur í öllu en sköpunargleðin nærir andlega heilsu hennar hvað mest. Elín Hall er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

Ástríða fyrir hallærislegum og klisjukenndum kvikmyndum

„Það er búið að rúlla út rauða dreglinum, ljóskastararnir lýsa upp innganginn að Bæjarbíói. Strandgate-kvikmyndahátíðin, aðeins þetta eina kvöld, og öllu er tjaldað til,“ segja viðburðarhaldarar sem standa að baki hinni svokölluðu Strandgate kvikmyndahátíð. Blaðamaður tók púlsinn á Kötlu Þórudóttur Njálsdóttur sem svaraði fyrir hönd teymisins.

Menning
Fréttamynd

Snillingarnir Elvar Logi og Samúel í Selárdal

Elvar Logi Hannesson hjá Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í Dýrafirði hefur ekki setið auðum höndum í sumar því hann hefur verið að sýna einleik um Samúel í Selárdal, „Listamanninn með barnshjartað“, sem hefur vakið mikla athygli.

Innlent
Fréttamynd

Eitruð vinnu­staða­menning krufin undir berum himni

Hólmfríður Hafliðadóttir og Magnús Thorlacius sýna lokasýningu útileikhúsverksins Flokkstjórans klukkan átta í kvöld. Hugmyndin spratt út frá reynslu Hólmfríðar af vinnustað þar sem yfirmenn gripu ekki inn í eitraðan vinnustaðakúltúr og tóku ekki einu sinni barnaklámssendingar milli ungra starfsmanna alvarlega.

Menning
Fréttamynd

Lea Michele mun leika Fanny Brice

Arftaki Beanie Feldstein sem Fanny Brice í Funny Girl á Broadway var kynntur í gær. Leikkonan Lea Michele tekur við hlutverkinu 6. september næstkomandi.

Lífið
Fréttamynd

„Hann er svolítið að skíta upp á bak í lífinu“

Haraldur Ari Stefánsson fer með hlutverk Ása í nýju hljóðseríunni Skerið sem kom út í sex pörtum hjá Storytel. Sjálfur ólst hann upp við að hlusta á útvarpsleikrit á kasettu með bræðum sínum fyrir svefninn en pabbi hans, Stefán Jónsson, hefur einnig leikið í nokkrum slíkum.

Menning
Fréttamynd

Emil í Kattholti er mættur á Spotify

Aðdáendur Emils í Kattholti geta glaðst yfir þeim fregnum að tónlistin úr söngleiknum er komin á streymisveitur. Tónlistin er gefin út í samstarfi Borgarleikhússins og Öldu Music. Sýningin var valin barnasýning ársins á Grímuverðlaunahátíðinni og á Sögum, verðlaunahátíð barnanna.

Lífið
Fréttamynd

„Ég held að það sé ekki auðvelt að vera með mér“

„Já, já Dísa mín þú átt aldrei eftir að finna neinn betri en mig", segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir þegar hún minnist þess hvernig ástarsaga hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar byrjaði. Júlí og Þórdís hafa nú verið saman í rúm tvö ár og segja frá sögu sinni í  hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. 

Lífið
Fréttamynd

Kveinuðu þegar Bubbi lofaði tíu árum í við­bót

Sérstök hátíðarsýning á söngleiknum Níu líf fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld í tilefni af 66 ára afmæli Bubba Morthens. Tónlistarmaðurinn segir góða tilfinningu fylgja því að vera viðstaddur hana á þessum tímamótum en Bubbi hefur horft á hverja einustu sýningu söngleiksins sem hefur notið mikilla vinsælda.

Lífið