Leikhús Fjórtán frumsýningar í Borgarleikhúsinu Þeir tvö hundruð starfsmenn, sem vinna í Borgarleikhúsinu munu hafa meira en nóg að gera í vetur því þar verða fjórtán leikrit frumsýnd, auk verka, sem hafa verið i gangi eins og Emil í Kattholti og Níu líf. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir leikhúsið ekki vera í samkeppni við Þjóðleikhúsið né önnur leikhús. Innlent 4.9.2022 14:10 „Hausinn minn er eina heimilið sem ég mun búa í alla ævi“ Leikkonan Elín Sif Hall var að stíga sín fyrstu skref í Borgarleikhúsinu í leikritinu 9 líf en hún vakti meðal annars athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla fyrir nokkrum árum. Hún lýsir sér sem listamanni í mótun sem elskar að kaupa notuð föt og drekka kaffi. Auk þess reynir hún að finna innblástur í öllu en sköpunargleðin nærir andlega heilsu hennar hvað mest. Elín Hall er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Lífið 3.9.2022 11:30 Bótagreiðslur kirkjunnar fari í sjóð tileinkaðan hinsegin fólki Door Allen kirkjan í Texas sem sögð er hafa sýnt „Hamilton“ söngleikinn í leyfisleysi hefur nú formlega beðist afsökunar á gjörðum sínum og segist muna greiða bætur vegna þessa. Lífið 26.8.2022 08:32 Kirkja í Texas sögð hafa sýnt söngleikinn „Hamilton“ í leyfisleysi Kirkja í Texas er sögð hafa breytt og bætt við texta í uppsetningu á hinum geysi vinsæla Broadway söngleik „Hamilton.“ Kirkjan er sögð hafa bætt við atriði þar sem Alexander Hamilton iðrist synda sinna og biðji Guð fyrirgefningar. Lífið 16.8.2022 23:32 Ástríða fyrir hallærislegum og klisjukenndum kvikmyndum „Það er búið að rúlla út rauða dreglinum, ljóskastararnir lýsa upp innganginn að Bæjarbíói. Strandgate-kvikmyndahátíðin, aðeins þetta eina kvöld, og öllu er tjaldað til,“ segja viðburðarhaldarar sem standa að baki hinni svokölluðu Strandgate kvikmyndahátíð. Blaðamaður tók púlsinn á Kötlu Þórudóttur Njálsdóttur sem svaraði fyrir hönd teymisins. Menning 10.8.2022 14:01 Snillingarnir Elvar Logi og Samúel í Selárdal Elvar Logi Hannesson hjá Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í Dýrafirði hefur ekki setið auðum höndum í sumar því hann hefur verið að sýna einleik um Samúel í Selárdal, „Listamanninn með barnshjartað“, sem hefur vakið mikla athygli. Innlent 27.7.2022 21:04 Stranger Things stjarna snýr aftur á Broadway Gaten Matarazzo gjarnan þekktur sem Dustin Henderson í sjónvarpsþáttunum „Stranger things“ snéri aftur á Broadway á dögunum sem Jared Kleinman í söngleiknum „Dear Evan Hansen.“ Lífið 22.7.2022 12:19 Eitruð vinnustaðamenning krufin undir berum himni Hólmfríður Hafliðadóttir og Magnús Thorlacius sýna lokasýningu útileikhúsverksins Flokkstjórans klukkan átta í kvöld. Hugmyndin spratt út frá reynslu Hólmfríðar af vinnustað þar sem yfirmenn gripu ekki inn í eitraðan vinnustaðakúltúr og tóku ekki einu sinni barnaklámssendingar milli ungra starfsmanna alvarlega. Menning 21.7.2022 08:51 Lea Michele mun leika Fanny Brice Arftaki Beanie Feldstein sem Fanny Brice í Funny Girl á Broadway var kynntur í gær. Leikkonan Lea Michele tekur við hlutverkinu 6. september næstkomandi. Lífið 12.7.2022 11:20 „Hann er svolítið að skíta upp á bak í lífinu“ Haraldur Ari Stefánsson fer með hlutverk Ása í nýju hljóðseríunni Skerið sem kom út í sex pörtum hjá Storytel. Sjálfur ólst hann upp við að hlusta á útvarpsleikrit á kasettu með bræðum sínum fyrir svefninn en pabbi hans, Stefán Jónsson, hefur einnig leikið í nokkrum slíkum. Menning 7.7.2022 13:30 Emil í Kattholti er mættur á Spotify Aðdáendur Emils í Kattholti geta glaðst yfir þeim fregnum að tónlistin úr söngleiknum er komin á streymisveitur. Tónlistin er gefin út í samstarfi Borgarleikhússins og Öldu Music. Sýningin var valin barnasýning ársins á Grímuverðlaunahátíðinni og á Sögum, verðlaunahátíð barnanna. Lífið 4.7.2022 15:01 Guðný úr mjólkinni í leikhúsið Borgarleikhúsið hefur ráðið Guðnýju Steinsdóttur til starfa sem markaðsstjóra. Viðskipti innlent 28.6.2022 10:49 „Þarna eru „gamlir“ jaxlar og stórstjörnur ásamt leikurum framtíðarinnar“ Trölladans er frumsaminn rokksöngleikur, um Jonna sem lendir í tröllabyggð, eftir Guðmund Ólafsson en meðhöfundur og höfundur tónlistar er Friðrik Sturluson. Með aðalhlutverk fara Mikael Emil Kaaber, Birna Pétursdóttir, og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Lífið 23.6.2022 13:01 „Ég held að það sé ekki auðvelt að vera með mér“ „Já, já Dísa mín þú átt aldrei eftir að finna neinn betri en mig", segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir þegar hún minnist þess hvernig ástarsaga hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar byrjaði. Júlí og Þórdís hafa nú verið saman í rúm tvö ár og segja frá sögu sinni í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. Lífið 21.6.2022 22:00 Bassi tók alla athyglina í leiklistartíma hjá Þorsteini Bachmann Fjórða þáttaröðin af Æði er farin í loftið og eru þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum. Þar er fylgst með lífi Patreki Jaime, Binna Glee og Bassa Maraj. Lífið 20.6.2022 14:31 Sviðslista-elíta landsins geislaði á Grímunni Það er óhætt að segja að Þjóðleikhúsið hafi skartað sínum fegurstu fjöðrum síðasta þriðjudagskvöld þegar sviðslistafólk Íslands kom saman á Grímunni. Lífið 16.6.2022 11:52 „Hann langaði að þakka mér fyrir að hafa bjargað lífi sínu“ „Þetta er ekkert svo flókið, að vera til,“ segir Hallgrímur Ólafsson í hlaðvarpsþættinum Jákastið þegar þeir Kristján byrja að ræða um jákvæðnina. Lífið 16.6.2022 06:00 Gríman: Sjö ævintýri um skömm rakaði til sín verðlaunum Leikritið Sjö ævintýri um skömm fékk alls sex verðlaun á Grímunni og hlaut meðal annars verðlaun fyrir Leikrit og Leikara ársins í aðalhlutverki. Verðlaunin voru veitt í Þjóðleikhúsinu fyrir leiklistarárið 2022. Menning 14.6.2022 21:56 Sjö ævintýri um skömm hlaut flestar tilnefningar til Grímunnar Leiksýningin Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson varð hlutskörpust þegar tilkynnt var um tilnefningar til Grímuverðlauna í dag með tólf tilnefningar. Fast á hæla hennar kom sýningin 9 Líf eftir Ólaf Egil Egilsson með tíu tilnefningar. Menning 7.6.2022 20:47 Verk eftir Gunnar Helgason á stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason verður að fjölskyldusýningu í Þjóðleikhúsinu en þetta kemur fram í tilkynningu frá leikhúsinu. Menning 7.6.2022 10:30 Kveinuðu þegar Bubbi lofaði tíu árum í viðbót Sérstök hátíðarsýning á söngleiknum Níu líf fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld í tilefni af 66 ára afmæli Bubba Morthens. Tónlistarmaðurinn segir góða tilfinningu fylgja því að vera viðstaddur hana á þessum tímamótum en Bubbi hefur horft á hverja einustu sýningu söngleiksins sem hefur notið mikilla vinsælda. Lífið 6.6.2022 22:48 Hávaxnar undraverur og baðströnd í miðbænum Fimmtíu tonnum af sandi hefur verið komið fyrir inni í Listasafni Reykjavíkur þar sem tugir sóla sig á manngerðri baðströnd. Hávaxnar undraverur skálmuðu um miðbæinn í dag í tilefni af opnun listahátíðar. Innlent 3.6.2022 21:01 Leikhúsupplifun í húsbíl þar sem áhorfendur fá að gægjast inn í einkalíf annarra Heimferð (Moetvi Caravan) er einstæð ör-leikhúsupplifun í húsbíl fyrir lítinn áhorfendahóp í senn, en aðeins átta áhorfendur komast inn á hverja sýningu fyrir sig. Menning 1.6.2022 13:30 „Ég hef marg oft upplifað gjaldfellingu á mér sem leikara af því að ég er hinsegin“ Leikarinn Bjarni Snæbjörnsson segist hafa óskað sér þess að vera ekki samkynhneigður, þóst hafa áhuga á stelpum og bælt niður tilfinningar sínar í langan tíma áður en hann kom út úr skápnum. Lífið 31.5.2022 07:01 Hundraðasta sýningin á Kardemommubænum um helgina Laugardaginn 28. maí stíga leikarar í Þjóðleikhúsinu á svið í hundraðasta sinn í hlutverkum sínum í Kardemommubænum. Nú eru tæp tvö ár frá frumsýningu og á þeim tíma hafa ríflega 40.000 gestir komið að sjá sýninguna. En allt tekur enda og nú er komið að leiðarlokum að sinni. Þetta var sjötta uppsetning Þjóðleikhússins á Kardemommubænum, en sýningar Torbjörns Egners hafa notið ótrúlegra vinsælda frá árinu 1960 þegar Kardemommubærinn var settur upp í fyrsta sinn. Samstarf 27.5.2022 12:17 Segja lýðheilsumál að áhugaleikfélögin haldi velli Hlaðvarpið Samlestur - leikhúsvarp fór af stað nú á dögunum og er um að ræða skemmtiþátt sem í leiðinni veitir öllum áhugaleikfélögum verðskuldaða athygli. Þau Lilja Guðmundsdóttir og Viktor Ingi Jónsson standa fyrir framtakinu en blaðamaður tók á þeim púlsinn. Menning 22.5.2022 11:31 „Höfðum feimið fólk í huga þegar við vorum að semja sýninguna“ Fimmtudaginn 26. maí frumsýnir leikhópurinn Slembilukka leiksýninguna „Sjáið mig“ í Miðbæjarskólanum. Höfundarnir eru þær Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir og Laufey Haraldsdóttir en Eygló Höskuldsdóttir Viborg er tónskáld sýningarinnar ásamt því að koma fram í verkinu. Blaðamaður tók á þeim púlsinn og fékk að heyra nánar frá sýningunni. Menning 21.5.2022 09:00 Heimsþekktur og ögrandi einleikur frumfluttur á Íslandi Sviðslistahópurinn Fullorðið fólk frumflytur leikverkið Stelpur og strákar miðvikudaginn 25. maí í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Menning 19.5.2022 16:31 „Að búa til eitthvað fallegt úr einhverju ljótu“ Annalísa Hermannsdóttir starfar sem sviðshöfundur, leikstjóri og tónlistarkona. Hún vann tónlistarmyndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu fyrir myndband við lagið „Ég er bara að ljúga er það ekki?“ og vinnur nú að því að setja upp sýninguna Stelpur og Strákar, sem er frumsýnd 25. maí næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Önnulísu. Menning 18.5.2022 20:01 Næstum hundrað sýningar og 50 þúsund gestir á Níu líf Um helgina er von á fimmtíuþúsundasta gestinum á stórsöngleikinn Níu líf en hundraðasta sýningin verður sýnd í Borgarleikhúsinu í byrjun júní. Vinsældir söngleiksins virðast ekki vera að dvína en uppselt er á allar sýningar þessa leikárs. Lífið 13.5.2022 16:01 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 27 ›
Fjórtán frumsýningar í Borgarleikhúsinu Þeir tvö hundruð starfsmenn, sem vinna í Borgarleikhúsinu munu hafa meira en nóg að gera í vetur því þar verða fjórtán leikrit frumsýnd, auk verka, sem hafa verið i gangi eins og Emil í Kattholti og Níu líf. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir leikhúsið ekki vera í samkeppni við Þjóðleikhúsið né önnur leikhús. Innlent 4.9.2022 14:10
„Hausinn minn er eina heimilið sem ég mun búa í alla ævi“ Leikkonan Elín Sif Hall var að stíga sín fyrstu skref í Borgarleikhúsinu í leikritinu 9 líf en hún vakti meðal annars athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla fyrir nokkrum árum. Hún lýsir sér sem listamanni í mótun sem elskar að kaupa notuð föt og drekka kaffi. Auk þess reynir hún að finna innblástur í öllu en sköpunargleðin nærir andlega heilsu hennar hvað mest. Elín Hall er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Lífið 3.9.2022 11:30
Bótagreiðslur kirkjunnar fari í sjóð tileinkaðan hinsegin fólki Door Allen kirkjan í Texas sem sögð er hafa sýnt „Hamilton“ söngleikinn í leyfisleysi hefur nú formlega beðist afsökunar á gjörðum sínum og segist muna greiða bætur vegna þessa. Lífið 26.8.2022 08:32
Kirkja í Texas sögð hafa sýnt söngleikinn „Hamilton“ í leyfisleysi Kirkja í Texas er sögð hafa breytt og bætt við texta í uppsetningu á hinum geysi vinsæla Broadway söngleik „Hamilton.“ Kirkjan er sögð hafa bætt við atriði þar sem Alexander Hamilton iðrist synda sinna og biðji Guð fyrirgefningar. Lífið 16.8.2022 23:32
Ástríða fyrir hallærislegum og klisjukenndum kvikmyndum „Það er búið að rúlla út rauða dreglinum, ljóskastararnir lýsa upp innganginn að Bæjarbíói. Strandgate-kvikmyndahátíðin, aðeins þetta eina kvöld, og öllu er tjaldað til,“ segja viðburðarhaldarar sem standa að baki hinni svokölluðu Strandgate kvikmyndahátíð. Blaðamaður tók púlsinn á Kötlu Þórudóttur Njálsdóttur sem svaraði fyrir hönd teymisins. Menning 10.8.2022 14:01
Snillingarnir Elvar Logi og Samúel í Selárdal Elvar Logi Hannesson hjá Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í Dýrafirði hefur ekki setið auðum höndum í sumar því hann hefur verið að sýna einleik um Samúel í Selárdal, „Listamanninn með barnshjartað“, sem hefur vakið mikla athygli. Innlent 27.7.2022 21:04
Stranger Things stjarna snýr aftur á Broadway Gaten Matarazzo gjarnan þekktur sem Dustin Henderson í sjónvarpsþáttunum „Stranger things“ snéri aftur á Broadway á dögunum sem Jared Kleinman í söngleiknum „Dear Evan Hansen.“ Lífið 22.7.2022 12:19
Eitruð vinnustaðamenning krufin undir berum himni Hólmfríður Hafliðadóttir og Magnús Thorlacius sýna lokasýningu útileikhúsverksins Flokkstjórans klukkan átta í kvöld. Hugmyndin spratt út frá reynslu Hólmfríðar af vinnustað þar sem yfirmenn gripu ekki inn í eitraðan vinnustaðakúltúr og tóku ekki einu sinni barnaklámssendingar milli ungra starfsmanna alvarlega. Menning 21.7.2022 08:51
Lea Michele mun leika Fanny Brice Arftaki Beanie Feldstein sem Fanny Brice í Funny Girl á Broadway var kynntur í gær. Leikkonan Lea Michele tekur við hlutverkinu 6. september næstkomandi. Lífið 12.7.2022 11:20
„Hann er svolítið að skíta upp á bak í lífinu“ Haraldur Ari Stefánsson fer með hlutverk Ása í nýju hljóðseríunni Skerið sem kom út í sex pörtum hjá Storytel. Sjálfur ólst hann upp við að hlusta á útvarpsleikrit á kasettu með bræðum sínum fyrir svefninn en pabbi hans, Stefán Jónsson, hefur einnig leikið í nokkrum slíkum. Menning 7.7.2022 13:30
Emil í Kattholti er mættur á Spotify Aðdáendur Emils í Kattholti geta glaðst yfir þeim fregnum að tónlistin úr söngleiknum er komin á streymisveitur. Tónlistin er gefin út í samstarfi Borgarleikhússins og Öldu Music. Sýningin var valin barnasýning ársins á Grímuverðlaunahátíðinni og á Sögum, verðlaunahátíð barnanna. Lífið 4.7.2022 15:01
Guðný úr mjólkinni í leikhúsið Borgarleikhúsið hefur ráðið Guðnýju Steinsdóttur til starfa sem markaðsstjóra. Viðskipti innlent 28.6.2022 10:49
„Þarna eru „gamlir“ jaxlar og stórstjörnur ásamt leikurum framtíðarinnar“ Trölladans er frumsaminn rokksöngleikur, um Jonna sem lendir í tröllabyggð, eftir Guðmund Ólafsson en meðhöfundur og höfundur tónlistar er Friðrik Sturluson. Með aðalhlutverk fara Mikael Emil Kaaber, Birna Pétursdóttir, og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Lífið 23.6.2022 13:01
„Ég held að það sé ekki auðvelt að vera með mér“ „Já, já Dísa mín þú átt aldrei eftir að finna neinn betri en mig", segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir þegar hún minnist þess hvernig ástarsaga hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar byrjaði. Júlí og Þórdís hafa nú verið saman í rúm tvö ár og segja frá sögu sinni í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. Lífið 21.6.2022 22:00
Bassi tók alla athyglina í leiklistartíma hjá Þorsteini Bachmann Fjórða þáttaröðin af Æði er farin í loftið og eru þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum. Þar er fylgst með lífi Patreki Jaime, Binna Glee og Bassa Maraj. Lífið 20.6.2022 14:31
Sviðslista-elíta landsins geislaði á Grímunni Það er óhætt að segja að Þjóðleikhúsið hafi skartað sínum fegurstu fjöðrum síðasta þriðjudagskvöld þegar sviðslistafólk Íslands kom saman á Grímunni. Lífið 16.6.2022 11:52
„Hann langaði að þakka mér fyrir að hafa bjargað lífi sínu“ „Þetta er ekkert svo flókið, að vera til,“ segir Hallgrímur Ólafsson í hlaðvarpsþættinum Jákastið þegar þeir Kristján byrja að ræða um jákvæðnina. Lífið 16.6.2022 06:00
Gríman: Sjö ævintýri um skömm rakaði til sín verðlaunum Leikritið Sjö ævintýri um skömm fékk alls sex verðlaun á Grímunni og hlaut meðal annars verðlaun fyrir Leikrit og Leikara ársins í aðalhlutverki. Verðlaunin voru veitt í Þjóðleikhúsinu fyrir leiklistarárið 2022. Menning 14.6.2022 21:56
Sjö ævintýri um skömm hlaut flestar tilnefningar til Grímunnar Leiksýningin Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson varð hlutskörpust þegar tilkynnt var um tilnefningar til Grímuverðlauna í dag með tólf tilnefningar. Fast á hæla hennar kom sýningin 9 Líf eftir Ólaf Egil Egilsson með tíu tilnefningar. Menning 7.6.2022 20:47
Verk eftir Gunnar Helgason á stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason verður að fjölskyldusýningu í Þjóðleikhúsinu en þetta kemur fram í tilkynningu frá leikhúsinu. Menning 7.6.2022 10:30
Kveinuðu þegar Bubbi lofaði tíu árum í viðbót Sérstök hátíðarsýning á söngleiknum Níu líf fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld í tilefni af 66 ára afmæli Bubba Morthens. Tónlistarmaðurinn segir góða tilfinningu fylgja því að vera viðstaddur hana á þessum tímamótum en Bubbi hefur horft á hverja einustu sýningu söngleiksins sem hefur notið mikilla vinsælda. Lífið 6.6.2022 22:48
Hávaxnar undraverur og baðströnd í miðbænum Fimmtíu tonnum af sandi hefur verið komið fyrir inni í Listasafni Reykjavíkur þar sem tugir sóla sig á manngerðri baðströnd. Hávaxnar undraverur skálmuðu um miðbæinn í dag í tilefni af opnun listahátíðar. Innlent 3.6.2022 21:01
Leikhúsupplifun í húsbíl þar sem áhorfendur fá að gægjast inn í einkalíf annarra Heimferð (Moetvi Caravan) er einstæð ör-leikhúsupplifun í húsbíl fyrir lítinn áhorfendahóp í senn, en aðeins átta áhorfendur komast inn á hverja sýningu fyrir sig. Menning 1.6.2022 13:30
„Ég hef marg oft upplifað gjaldfellingu á mér sem leikara af því að ég er hinsegin“ Leikarinn Bjarni Snæbjörnsson segist hafa óskað sér þess að vera ekki samkynhneigður, þóst hafa áhuga á stelpum og bælt niður tilfinningar sínar í langan tíma áður en hann kom út úr skápnum. Lífið 31.5.2022 07:01
Hundraðasta sýningin á Kardemommubænum um helgina Laugardaginn 28. maí stíga leikarar í Þjóðleikhúsinu á svið í hundraðasta sinn í hlutverkum sínum í Kardemommubænum. Nú eru tæp tvö ár frá frumsýningu og á þeim tíma hafa ríflega 40.000 gestir komið að sjá sýninguna. En allt tekur enda og nú er komið að leiðarlokum að sinni. Þetta var sjötta uppsetning Þjóðleikhússins á Kardemommubænum, en sýningar Torbjörns Egners hafa notið ótrúlegra vinsælda frá árinu 1960 þegar Kardemommubærinn var settur upp í fyrsta sinn. Samstarf 27.5.2022 12:17
Segja lýðheilsumál að áhugaleikfélögin haldi velli Hlaðvarpið Samlestur - leikhúsvarp fór af stað nú á dögunum og er um að ræða skemmtiþátt sem í leiðinni veitir öllum áhugaleikfélögum verðskuldaða athygli. Þau Lilja Guðmundsdóttir og Viktor Ingi Jónsson standa fyrir framtakinu en blaðamaður tók á þeim púlsinn. Menning 22.5.2022 11:31
„Höfðum feimið fólk í huga þegar við vorum að semja sýninguna“ Fimmtudaginn 26. maí frumsýnir leikhópurinn Slembilukka leiksýninguna „Sjáið mig“ í Miðbæjarskólanum. Höfundarnir eru þær Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir og Laufey Haraldsdóttir en Eygló Höskuldsdóttir Viborg er tónskáld sýningarinnar ásamt því að koma fram í verkinu. Blaðamaður tók á þeim púlsinn og fékk að heyra nánar frá sýningunni. Menning 21.5.2022 09:00
Heimsþekktur og ögrandi einleikur frumfluttur á Íslandi Sviðslistahópurinn Fullorðið fólk frumflytur leikverkið Stelpur og strákar miðvikudaginn 25. maí í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Menning 19.5.2022 16:31
„Að búa til eitthvað fallegt úr einhverju ljótu“ Annalísa Hermannsdóttir starfar sem sviðshöfundur, leikstjóri og tónlistarkona. Hún vann tónlistarmyndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu fyrir myndband við lagið „Ég er bara að ljúga er það ekki?“ og vinnur nú að því að setja upp sýninguna Stelpur og Strákar, sem er frumsýnd 25. maí næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Önnulísu. Menning 18.5.2022 20:01
Næstum hundrað sýningar og 50 þúsund gestir á Níu líf Um helgina er von á fimmtíuþúsundasta gestinum á stórsöngleikinn Níu líf en hundraðasta sýningin verður sýnd í Borgarleikhúsinu í byrjun júní. Vinsældir söngleiksins virðast ekki vera að dvína en uppselt er á allar sýningar þessa leikárs. Lífið 13.5.2022 16:01