Skroll-Lífið

Fréttamynd

Þarna var sko stuð

Eins og myndirnar sýna var húsfyllir á konukvöldi BeMonroe Icelandic design og Tildur redesign á skemmtistaðnum Hvíta Riddaranum í Mosfellsbæ.

Lífið
Fréttamynd

Býr til skart úr íslenskri náttúru

Það er svo mikið til af fallegum steinum hérna við strendur Íslands og þeir eru allir með ofboðslega yndislegri orku, segir Henný Ásmundsdóttir skartgripahönnuður...

Lífið
Fréttamynd

Hvað í ósköpunum er í gangi hérna?

Fatahönnuðurinn Líber Íris Eggertsdóttir er konan á bak við skrautlegu hattana sem Sigríður Klingenberg er þekkt fyrir að nota. Íris selur hönnun sína á verkstæðinu sínu sem er einnig verslun á Hverfisgötu 50 í Reykjavík á fimmtudögum og föstudögum. Vinkonurnar sýna brotabrot af hönnun Írisar í meðfylgjandi myndskeiði sem við tókum í dag.

Lífið
Fréttamynd

Mikið rétt fræga liðinu var boðið

Kvikmyndahátíðin RIFF var opnuð með miklum látum á miðvikudagskvöld. Mörg þekkt andlit mættu í opnunarpartýið eins og sjá má á myndunum. Opnun hátíðarinnar var bæði fagnað á skemmtistaðnum NASA og gistiheimilinu KEX.

Lífið
Fréttamynd

Þrjár sýningar í Hafnarhúsinu

Það var mikið um dýrðir í Hafnarhúsinu í gær þegar þrjár sýningar voru opnaðar, D21 Hildigunnur Birgisdóttir, sýning Óskar Vilhjálmsdóttur - Tígrísdýrasmjör og Hraðari og hægari línur - Úr einkasafni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur. Fjöldi gesta var á staðnum og góð stemning eins og meðfylgjandi myndir sýna. Listasafnreykjavikur.is

Lífið
Fréttamynd

Baugafelari sem svínvirkar

Una Dögg Guðmundsdóttir förðunarfræðingur sýnir í meðfylgjandi myndskeiði hvað hyljarinn frá Bourjois er magnaður. Þessi umræddi hyljari, Healthy mix conceler, er olíulaus og rakagefandi. Hann sléttir húðina og fjarlægir þrotamerki þannig að húðin verður sléttari og frísklegri. Þá er ráðlegt að nota hyljarann á augnlokin undir augnskuggann þá helst hann betur á og skilur sig ekki. Einnig er snilldarráð að setja hyljarann rétt yfir augabrúnirnar. Í kvöld, fimmtudag, í Lyf og Heilsu Kringlunni verður hyljarinn á kynningarafslætti sem og fleiri vörur frá Bourjois.

Lífið
Fréttamynd

Gyðja Collection fagnar

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Gyðja Collection frumsýndi formlega nýju skó- og fylgihlutalínuna sem unnin er úr hágæða leðri, íslensku laxaroði, íslenskum hlýra og Swarovski kristöllum...

Lífið
Fréttamynd

Opnunarhátíð Full borg matar

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Norræna húsinu á opnun hátíðar sem ber yfirskriftina Full borg matar. Sjónvarpskonan Rikka, sem er formaður dómnefndar bollakökukeppni sem ber heitið Fröken Reykjavík, þar sem keppt verður um bestu og fallegustu bollakökuna, var gestgjafi á opnuninni. Bjarni Freyr framkvæmdastjóri Full borg matar setti hátíðina og íslenskir grænmetisbændur buðu upp í gómsætar veitingar. Sjá nánar Fullborgmatar.is.

Lífið
Fréttamynd

Sniðugar systur saman í fatabisness

Systurnar Sólveig og Edda Guðmundsdætur reka hönnunarfyrirtækið Shadow Creatures sem þær stofnuðu fyrir rúmu ári. Í fatahönnunarkeppninni Reykjavík Runway sem fram fór í Hafnarhúsinu i ágúst voru þær valdar í verkefnið að hanna útliti Coca cola light flösku. Systurnar segja frá samstarfinu, Coca cola verkefninu og hvað er framundan hjá þeim í meðfylgjandi myndskeiði.

Lífið
Fréttamynd

Greinilega gaman hjá þessum

Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru við opnun sýningarinnar Ný list verður til og smiðjunni Sérvizka Kjarvals á Kjarvalsstöðum í gær, laugardag...

Lífið
Fréttamynd

Mikið rétt sætu stelpurnar voru þarna

Meðfylgjandi myndir voru teknar á frumsýningu leikverksins Uppnám í Þjóðleikhúskjallaranum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum mættu sætu stelpurnar og skemmtu sér þetta líka stórvel. Um er að ræða tvöfalda síðkvölds-skemmtun með Pörupiltum og Viggó og Víólettu. - Sjá viðtal við Viggó og Víólettu hér. Uppnám á Facebook.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnufans á haustkynningu Stöðvar 2

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Hörpu á árvissri haustkynningu Stöðvar 2 í kvöld. Mikið hefur verið vel lagt í þennan rómaða viðburð en aldrei eins og nú enda fagnaði sjónvarpsstöðin 25 ára afmælinu sínu í ár. Gestum var boðið upp á veitingar frá öllum heimshornum og skothelda skemmtun. Eins og sjá má á myndunum skemmtu sjónvarpsstjörnurnar og aðrir gestir sér þetta líka rosalega vel.

Lífið
Fréttamynd

Biðja íslenskar konur um hjálp

Undirskriftasöfnun stendur nú yfir til styrktar baráttu Mænuskaðastofnunar Íslands og er henni sérstaklega beint til íslenskra kvenna til að efla vitund almennings, fjölmiðla og stjórnmálamanna fyrir mikilvægi þess að í auknu mæli sé unnið að því að finna mögulega lækningu vegna mænuskaða. Verði tillagan samþykkt á fundi Norðurlandaráðs í nóvember gæti það bætt líf milljóna manna um allan heim, um alla framtíð. Þess vegna biðla Auður Guðjónsdóttir stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands og aðstoðarkona hennar, Soffía Arnardóttir, til allra íslenskra kvenna um hjálp í meðfylgjandi myndskeiði svo að framtakið geti orðið að veruleika. Eina sem þarf að gera er að skrifa nafn og kennitölu og það kostar ekkert. Í dag hafa safnast 3.700 undirskriftir en yfir 10.000 nöfn íslenskra kvenna eru nauðsynleg til að vel megi ganga. Sjá nánar www.mænuskaði.is.

Lífið
Fréttamynd

Þessu liði leiddist greinilega ekki

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar English pub opnaði í Hafnarfirði í vikunni. Eins og myndirnar sýna leiddist engum. Opnunin fór fram úr björtustu vonum, sagði Hermann Svendsen eigandi English pub spurður út í uppákomuna. Enski barinn í Hafnarfirði á Facebook.

Lífið
Fréttamynd

Hreindís Ylva heldur tónleika

Leikkonan Hreindís Ylva Garðarsdóttir, sem lék eftirminnilega Stellu í kvikmyndinni Órói, heldur tónleika ásamt hljómsveit í Salnum í Kópavogi næsta sunnudag, 4. september. Markmiðið er að heiðra söngkonuna Erlu Þorsteinsdóttur með því að syngja þekkt dægurlög sem Erla söng. Þá má nefna lögin Þrek og tár, Draumur fangans, Litli tónlistarmaðurinn og Bergmálsharpan. Sjá Hreindísi, sem vinnur í Griffli, segja frá tónleikunum í meðfylgjandi myndskeiði.

Lífið
Fréttamynd

Hættulegar konur syngja

Söngkonurnar Bryndís Guðnadóttir, Steingerður Þorkelsdóttir og Elín Halldórsdóttir skipa sönghópinn Femmes Fatales...

Lífið
Fréttamynd

Ísköld og drullug upp fyrir haus

"Ég var með þessa hugmynd um að mynda stelpu í drullupolli. Hera vinkona mín var svo ákkurat sú sem ég var að leita að fyrir þessa myndatöku svo ég spurði hana og hún var svo góð að segja já. Ég farðaði hana og valdi fötin og svona og svo keyrðum við á staðinn hjá Örfyrisey. Þar var drullan miklu dýpri en mig minnti svo fætur okkar sukku djúpt ofan í drulluna." "Við vorum báðar í skóm og sokkum sem finnast aldei aftur. Þetta var rosalega gaman samt. Við héldum báðar áfram að segja að þetta væri það flippaðasta sem við höfðum gert. Mér leið samt illa á tímabili því Heru varð orðið skítkalt og ég hét áfram að henda á hana drullu. Að komast upp í bílinn allar í drullu var samt það sem við hugsuðum ekki alveg út í áður en við lögðum af stað en einhvern veginn virkaði þetta. "Ég er rosalega glöð með útkomuna á myndunum en ég er líka búin að læra mína lexíu að það er ekki sniðugt að taka myndavél með sér í drullu. Ég er viss um að ég mun aldrei geta hætt að gera það sem ég er að gera núna." "Ég er að eyða miklum í þetta áhugamál og ég vil aldrei stoppa. Nú skil ég hvað orðið ástríða virkilega þýðir. Í framtíðinni vil ég fara í nám til útlanda og spreyta mig þar og svo bara sjá hvert þetta leiðir mig," segir þessi hæfileikaríka unga stúlka. Sjá myndirnar hér. Bloggið hennar Antoníu hér.

Lífið
Fréttamynd

Skvísukvöld í Vestmannaeyjum

Guðrún, Vera, Anika Rós og Sólveig tóku sig saman og skipulögðu skvísukvöld sem þær halda í Vestmannaeyjum næsta fimmtudag á veitingahúsinu Volcano. Stöllurnar, sem halda úti vefsíðunum Marlin.is, Tara.is og Skartgripaskrínið á Facebook, ákváðu að láta verða af því að fara til Eyja þar sem þær ætla að eiga góða kvöldstund með konum sem búa á eynni. Í meðfylgjandi myndskeiði segja þær nánar frá því hvað boðið verður upp á.

Lífið
Fréttamynd

Viltu sléttari maga?

Hot fitness er fyrir konur sem vilja fá langa og fallega vöðva og konur sem vilja læra að þjálfa flata kviðvöðva, segir Anna Eiríksdóttir leikfimikennari í Hreyfingu spurð út í spennandi nýjung fyrir konur þar sem tveir boltar eru notaðir við æfingarnar. Anna sýnir í meðfylgjandi myndskeiði æfingu sem nær að virkja kviðvöðva meðal annars. Sjá meira um Hot fitness hér.

Lífið
Fréttamynd

Meinaður aðgangur að svefnherberginu

Þegar karlinn er hættur að hleypa manni inn í svefnherbergið vegna stirðleika þá þarf maður aðeins að endurskoða hlutina, segir leikkonan Brynja Valdís Gísladóttir í meðfylgjandi myndskeiði. Brynja Valdís og vinkona hennar, leikkonan Ingibjörg Reynisdóttir hafa ákveðið að taka áskorun um að mæta á hverjum virkum degi í Hot jóga tíma hjá Jóhönnu Karlsdóttur í Sporthúsinu. Meðfylgjandi segja leikkonurnar stuttlega frá átakinu.

Lífið
Fréttamynd

Reykjavík Runway 2011

Meðfylgjandi myndband sýnir aðeins brotabrot frá Reykjavík Runway fatahönnunarkeppninni sem fram fór í Hafnarhúsinu í vikunni þar sem fjórir hönnuðir voru valdir í úrslitin; þær Eygló Margrét Lárusdóttir, Sólveig og Edda Guðmundsdætur, og Rosa Denise Winther Denison og Bryndís Þorsteinsdóttir og sigurvegarinn, Harpa Einarsdóttir. Harpa fær samning við Reykjavik Runway þar sem haldið verður áfram að vinna að uppbyggingu tískumerkis hennar, Zizka, á tískuvikunni í New York.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Týnda kynslóðin fagnar frumsýningu

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Bíó Paradís á Hverfisgötu þegar fyrsti skemmtiþátturinn í stjórn Björns Braga Arnarssonar og Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur, Týnda kynslóðin, var frumsýndur. Margt var um manninn og frábær stemning eins og sjá má á myndunum. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 á föstudagskvöldum kl. 19.55.

Lífið