Skroll-Lífið

Fréttamynd

Sætu strákarnir voru á Sódómu um helgina

Meðfylgjandi myndir voru teknar á föstudaginn í tónlistarveislu, sem bar yfirskriftina Mars Attack, sem haldin var á vegum X-977 og Tuborg á Sódómu Reykjavík. Á myndunum má sjá hljómsveitirnar Benny Crespo's Gang, Jónas Sigurðsson og Ritvélar Framtíðarinnar, Legend og Cliff Clavin.

Lífið
Fréttamynd

Greinilegt að þessu liði leiddist ekki um helgina

Meðfylgjandi myndir voru teknar á árshátíð 365 miðla í gærkvöldi sem fram fór á heilli hæð á Hótel Hilton við Suðurlandsbraut. Fjöldi tónlistarmanna hélt uppi stuðinu og sá til þess að engum leiddist þetta kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Ýkt sætir hátíðargestir

Meðfylgjandi myndir voru teknar af gestum rétt áður en Íslensku tónlistarverðlaunin hófust en hátíðin fer fram í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Eins og myndirnar sýna voru hátíðargestir ýkt sætir.

Lífið
Fréttamynd

Bilað fjör á Bloodgroup

Meðfylgjandi myndir tók Sveinbi ljósmyndari Superman.is á veitingahúsinu Hressó síðasta fimmtudag þegar hljómsveitin Bloodgroup sá til þess að allir skemmtu sér. Eins og meðfylgjandi myndir sýna leiddist engum.

Lífið
Fréttamynd

Ásgeir Kolbeins og Arnar Gauti á fremsta bekk

Ásgeir Kolbeins og Arnar Gauti sátu á fremsta bekk á tískusýningu sem fram fór í Fjölbrautaskólanum við Ármúla á fimmtudaginn var. Haffi haff sló í gegn sem kynnir á meðan nemendur fjölbrautaskólans sýndu fatnað frá Volcano, Nikita, Sautján, Kiss, Brim, Naked ape, Gestný Design, Nostalgía, Spútnik og E-label.

Lífið
Fréttamynd

Steindi Jr spariklæddur

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Íslensku auglýsingaverðlaunahátíðinni sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í gærkvöldi. ÍMARK, félag íslensk markaðsfólks, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa, verðlaunar árlega auglýsingar, sem sendar eru inn í keppnina sem ber heitið Lúðurinn. Íslenska auglýsingastofan, Fíton og Hvíta húsið hlutu flesta lúðra. Athygli vakti að Steindi Jr var áberandi smart klæddur en hann var í jakkafötum, skyrtu og með bindi eins og sjá má á myndunum.

Lífið
Fréttamynd

Íd frumsýnir dansveislu

Meðfylgjandi myndir voru teknar á frumsýningu Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Um var að ræða dansveislu sem ber heitið Sinnum þrír þar sem áhorfendur upplifa kraftmikinn dans, ærslafullan kabarett og sirkuslistir. Eins og sjá má ríkti gleði á meðal frumsýningargesta.

Lífið
Fréttamynd

Tobba Marínós fagnar Makalaus

Ný þáttasería, Makalaus, sem er byggð á samnefndri metsölubók Tobbu Marinós hóf göngu sína á Skjá einum í gærkvöldi. Af því tilefni hélt Tobba heljarinnar partý á veitingahúsinu Austur þar sem fjöldi fólks mætti til að horfa á fyrsta þáttinn með henni og þeim sem komu að gerð seríunnar. Þakið ætlaði að rifna af veitingahúsinu þegar þátturinn tók enda og faganaðarlætin brutust út en allir voru sammála um að vel hafi tekist til. Þá voru gestir leystir út með gjöfum eins og sleipiefni og smokkum á milli þess sem þeir sötruðu kokteila.

Lífið
Fréttamynd

Fallega fólkið lét allavegana sjá sig

Meðfylgjandi myndir voru teknar á forsýningu kvikmyndarinnar Okkar Eigin Osló en myndin verður frumsýnd á föstudag í kvikmyndahúsum um land allt. Landslið grínara og úrvalsleikara leika í myndinni undir stjórn leikstjórans Reynis Lyngdal eftir handriti Þorsteins Guðmundssonar fóstbróðurs með meiru.

Lífið
Fréttamynd

Það leiddist engum á Replay

Meðfylgjandi myndir voru teknar á skemmtistaðnum Replay í gærkvöldi þar sem gleðskapur á vegum Hildar Líf og Lindu Ýr fór fram með látum. Stúlkurnar mættu í hvítri limmósínu og gáfu sér tíma til að pósa fyrir utan staðinn þrátt fyrir kuldann. Sigríður Klingenberg stjórnaði veislunni en hún fékk gesti meðal annars til að dilla sér saman í takt við lagið Sex bomb í flutningi Tom Jones og það vakti mikla lukku. Eins og myndirnar sýna leiddist engum þetta kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Þetta lið bókstaflega veinaði

Frumsýningargestir, sem skoða má á meðfylgjandi myndum, veinuðu af hlátri á frumsýningu gamanleiksins Nei, ráðherra í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Verkið hefur slegið í gegn víða um heim en fer nú í fyrsta skipti á íslenskar leik- húsfjalir þar sem það er flutt í íslenskri heimfærslu Gísla Rúnars Jónssonar. Eins og sjá má voru leikhúsgestir í hátíðarskapi.

Lífið
Fréttamynd

Verzlunarskóladama valin ungfrú Reykjavík

Verzlunarskóladaman Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir var valin ungfrú Reykjavík á veitingahúsinu Broadway í gærkvöldi. Eyrún Anna Tryggvadóttir landaði öðru sæti og Hjördís Hjörleifsdóttir því þriðja. Meðfylgjandi má sjá myndir frá keppninni en gríðarlega góð stemning var á þéttsetnu veitingahúsinu eins og myndirnar sýna greinilega. Halldóra Arnardóttir var kosin vinsælasta stúlkan í hópnum og Lilja Ragna Róbertsdóttir sigraði símakosninguna.

Lífið
Fréttamynd

Strákarnir látnir strippa

Lilja Katrín Gunnarsdóttir leikkona viðurkennir meðal annars í myndskeiðinu að karlleikarar þáttanna sýndu hold en ekki kvenkynsleikararnir en þar verða áhorfendur að láta ímyndunaraflið ráða ferðinni.

Lífið
Fréttamynd

Glamúrpartýið sem allir eru að tala um

Fyrirsæturnar Hildur Líf og Linda Ýr segja frá glamúrpartýinu sem þær standa fyrir á skemmtistaðnum Replay Grensásvegi næsta Laugardag. Partýið, sem allir eru að tala um, er opið öllum. Ýmis skemmtiatriði verða á boðstólnum og fjöldi vinninga að sama skapi fyrir gesti. Þá er hægt að panta svokölluð VIP borð á staðnum fyrir umrætt kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Mikið rétt þetta voru týpiskir VIP tónleikar

Það var gríðarlega góð stemning á tónleikum Nýdanskrar í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi þegar bandið mætti áhorfendum á skemmtilegan hátt í svokölluðu návígi leikhússins. Hljómsveitarmeðlimir sýndu skemmtiatriði samhliða söngnum sem vöktu mikla lukku frumsýningarge

Lífið
Fréttamynd

Var bara ýkt sætum konum boðið?

Meðfylgjandi myndir voru teknar í indversku dömuboði á föstudaginn þar sem stórglæsilegar konur komu saman og snæddu brot af því besta er í boði á matseðli nýja veitingastaðarins Gandhi í Pósthússtræti. Þá fengu allar dömurnar að bragða dísætar cupcakes frá Friðriku Hjördísi Geirsdóttur og að loknum fordrykknum tók við veisla fyrir augu og bragðlauka en á Gandhi er suður indversk matreiðsla í hávegum höfð. Tilgangur kvöldsins var að leiða saman skemmtilegar konur og færa þær inn í kryddaða indverska heima að sögn skipuleggjenda. Athafnakonan Yesmine Olsson þeytti skífum og fyrirsætur frá Elite sýndu Dim sokkabuxur frá París en sýningarstúlkurnar voru farðaðar með Make Up Store snyrtivörum.

Lífið
Fréttamynd

Bíddu voru allir að ulla upp í alla um helgina?

Mefðylgjandi myndir tók Sveinbi ljósmyndari Superman.is um helgina á veitingahúsunum Prikið, Sódóma, Hressó og Hvíta Perlan. Þá má sjá x-form súludansara sýna listir sínar í Kópavogi og Sloggi-stelpurnar 2010 í Icelimmó á föstudagskvöldið. Eins og sjá má á myndunum ulluðu áberandi margar súlkur upp í hvor aðra um helgina eins og ekkert væri sjálfsagðara.

Lífið
Fréttamynd

Keppendur ungfrú Reykjavík í ræktinni

Fegurðardrottning Reykjavíkur 2011 verður krýnd með mikilli viðhöfn 25. febrúar næstkomandi á veitingahúsinu Broadway þar sem fegurstu fljóð höfuðborgarsvæðisins keppa um þessa eftirsóttu nafnbót. Eins og meðfylgjandi myndir sýna tóku keppendur ærlega á því í World Class í Laugum í dag. Frábær stemning ríkir í hópnum sem er áberandi hraustlegur og fagur á að líta. Þá má einnig sjá þegar stúlkurnar teygðu vel úr sér og dönsuðu við taktfasta tónlist í Zumba tíma.

Lífið
Fréttamynd

Mikið rétt þetta var samkoma fallega fólksins

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Fordkepnninni sem fram fór í Hafnarhúsinu í gærkvöldi. Það var Kolbrún Ýr Sturludóttir sem sigraði, Kolfinna Kristófersdóttir landaði öðru sæti og Hildur Holgersdóttir því þriðja. Sóley Kristjánsdóttir sá um að kynna keppnina og hljómsveitirnar Feldberg, Sykur og Kiriyama Family spiluðu tónlistina.

Lífið
Fréttamynd

Þessu liði leiddist greinilega ekki

Meðfylgjandi myndir voru teknar í upptökuveri Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjöldi fólks kom saman og fagnaði eftir vægast sagt vel heppnaðar HM útsendingar þar sem öll þjóðin fylgdist grannt með framgöngu íslenska handboltalandsliðsins. Gestir voru í dúndur stuði eins og myndirnar bera greinilega með sér.

Lífið
Fréttamynd

Meira að segja Logi Bergmann lifnaði allur við

Eins og sjá má á myndunum lifnaði Logi Bergmann allur við á sýningunni. Þá má einnig sjá Ólaf Stephensen ritstjóra Fréttablaðsins, Breka Logason frettamann Stöðvar 2, Mörtu Maríu Jónasdóttur aðstoðarritstjóra Pressunar, Bergljótu Arnalds leikkonu og Hafdísi Huld Þrastardóttur söngkonu svo einhverjir séu nefndir.

Lífið
Fréttamynd

Var bara fallega fólkinu boðið?

Hárgreiðslufólk alls staðar af landinu kom saman síðustu helgi á hárgreiðslustofunni Circus Circus á Laugavegi til að læra lita- og klippitækni í tilefni 50 ára litadýrðar hárlita frá Schwarzkopf. Eins og myndirnar sýna var hárgreiðslufólkið áhugasamt þegar Dieter Kaiser hárgreislusnillingur kenndi nýjustu lita- og klippitæknina.

Lífið
Fréttamynd

Mikið rétt það var fallega fólkið sem mætti

Meðfylgjandi myndir voru teknar á frumsýningu gamanleikritsins AFINN í Borgarleikhúsinu í kvöld. Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar Sigurður Sigurjónsson leikur aðalhlutverkið í þessu glænýja íslenska leikriti eftir Bjarna Hauk Þórsson. Eins og myndirnar sýna voru frumsýningargestir áberandi fríðir.

Lífið
Fréttamynd

FANTA flott lið á frumsýningu ROKLANDS

Meðfylgjandi myndir voru teknar á frumsýningu kvikmyndarinnar Rokland í Sambíó Egilshöll í gærkvöldi. Rokland er hárbeitt svört kómedía eftir samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar um bloggarann og hugsjónamanninn Böðvar Steingrímsson sem leikarinn Ólafur Darri Ólafsson leikur. Eins og myndirnar sýna ríkti mikil gleði á meðal gesta og aðstandenda sýningarinnar. Rokland á Facebook.

Lífið
Fréttamynd

Vala Grand og Gillz svitna saman

Á meðfylgjandi myndum má sjá Egil „Gillz" Einarsson, Völu Grand, Ragnheiði Ragnarsdóttur, Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur, Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur, Heiðrúnu Sigurðardóttur og Svavar Jóhannsson svitna saman með sérhannaða 17 kg poka á milli læranna. Þau mættu saman í brennslutíma sem ber yfirskriftina CAGE Fitness í Sporthúsinu í dag. Um er að ræða ný námskeið á Íslandi sem ganga út á að djöflast á umræddum pokum í 30 mínútur stanslaust og árangurinn lætur ekki á sér standa þegar kemur að mótun líkamans.

Lífið
Fréttamynd

KLOVN gaurarnir eru ýkt NÆS

Félagana Casper Christiansen og Frank Hvam sem staddir eru hér á landi til að kynna nýju kvikmyndina þeirra KLOVN má skoða á meðfylgjandi myndum sem teknar voru á veitingahúsinu Austur á föstudagskvöldið þegar SAMfélagið hélt stórglæsilega veislu þeim til handa. Athygli vækti að bæði Frank og Casper gáfu öllum þeim sem vildu spjalla eða láta mynda sig með þeim góðan tíma. Félagarnir, sem gista á svítunni á Hótel Holti fljúga á Saga Class með Icelandair, sem þeir dásama í bak og fyrir, aftur heim til Kaupmannahafnar klukkan 08:00 á laugardagsmorgun. 66 gráður nordur færðu félögunum dúnúlpur að gjöf og eins og myndirnar sýna voru þeir í skýjunum. Í gær, fimmtudag, pöntuðu þeir heimsreisuréttina hjá Fiskfélaginu og djömmuðu síðan fram á nótt á barnum Dillon, sem er uppáhalds barinn þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Vægast sagt VILLT partý VÖLU Grand

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Sveinbi hjá Superman.is á skemmtistaðnum Re-Play á Grensásvegi á konukvöldi Völu Grand í gærkvöldi. Það er ekki annað að sjá en að konurnar skemmtu sér konunglega þegar karlmaður tók snúning á súlunni á staðnum og fækkaði fötum eins og myndirnar sýna greinilega.

Lífið
Fréttamynd

Hvernig er það var ENGINN heima hjá sér yfir áramótin?

Meðfylgjandi myndir voru teknar á gamlárskvöld í miðbæ Reykjavíkur á Nasa og Esju við Austurvöll. Þá var bærinn troðfullur af fólki í gærkvöldi, 1. janúar, sem fagnaði komu nýs árs á veitingahúsunum Hvíta Perlan, Hressó, Bankinn og Austur. Ljósmyndir Sveinbi/Superman.is.

Lífið
Fréttamynd

Nýársfagnaður á Borginni

Meðfylgjandi myndir voru teknar á nýársfagnaði sem fram fór á Hótel Borg í gærkvöldi. Eins og sjá má á myndunum sá Hilmar Guðjónsson leikari til þess að prúðbúnum gestum leiddist ekki á meðan á borðhaldinu stóð. Söngkonan Sigríður Thorlacius úr Hjaltalín og hljómsveitin Orphix Oxtra sáu um tónlistina. Þá var Magnús Schewing valinn best klæddi maður kvöldsins.

Lífið
Fréttamynd

Mikið rétt þetta var ein af þessum VIP samkomum

Meðfylgjandi myndir voru teknar af prúðbúnum gestum rétt fyrir frumsýningu sýningarinnar Ofviðrið eftir William Shakespeare á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson fór á kostum sem og aðrir leikarar í verkinu. Hrein unun var að fylgjast með dönsurunum undir stjórn Katrínar Hall og búningar Filippíu Elísdóttur voru brilljant. Sjá þegar þakið ætlaði að rifna af Borgarleikhúsinu hér.

Lífið