Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Hefur farið í áttatíu og níu skimanir og sú hundraðasta á döfinni

Líklega hafa fáir Íslendingar farið í fleiri skimanir vegna Covid-19 en leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson. Hann fór í 89. skimunina í dag og reiknast honum til að hann fari í skimun númer eitt hundrað þann 3. september. Hann hefur sloppið við Covid-19 hingað til en óttast reyndar að hann hafi storkað örlögunum með því að ræða þennan mikla fjölda skimana sem hann hefur farið í.

Lífið
Fréttamynd

Grínistinn Sean Lock er látinn

Breski grínistinn Sean Lock er látinn, 58 ára að aldri. Umboðsmaður Locks staðfestir í samtali við BBC að hann hafi látist af völdum krabbameins.

Lífið
Fréttamynd

Leikur á frönsku í nýjum Net­flix þáttum

Leikarinn Tómas Lemarquis fer með hlutverk í Netflix-þáttaröðinni Gone for Good sem frumsýnd verður á streymisveitunni á morgun. Heimsfaraldur setti svip sinn á tökurnar sem fóru fram í Frakklandi á síðasta ári.

Lífið
Fréttamynd

Holland í fókus á RIFF hátíðinni í september

RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík verður sett með pompi og prakt þann 30. september næstkomandi. Þetta er í átjánda sinn sem hátíðin er haldin og þarf verða frumsýndar fjölbreyttar myndir eins og Benedetta eftir Paul Verhoeven.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Witcher-leikarar skelltu sér í Jökulsárlón

Leikararnir í Witcher: Blood Origins, sem verið er að taka upp á Suðausturlandi, skelltu sér í Jökulsárlón um helgina. Þá eru tökur fyrir Netflix-þættina sagðar eiga að færast í víkingaþorpið milli Hafnar og Víkur sem byggt var árið 2010.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stjórnar pólitískum um­ræðu­þætti sem sitjandi þing­maður

Páll Magnús­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, hefur verið fenginn til að halda utan um pólitíska um­ræðu­þætti á sjón­varps­stöð Hring­brautar fram að næstu al­þingis­kosningum 25. septem­ber. Páll er auð­vitað á­fram sitjandi þing­maður þangað til nýtt þing tekur við og mun því stýra þættinum sem slíkur.

Innlent
Fréttamynd

Sjáðu Staun­ton í hlut­verki drottningarinnar

Breska leikkonan Imelda Staunton fer með hlutverk sjálfrar Elísabetar Englandsdrottningar í fimmtu seríu af þáttunum The Crown. Streymisveitan Netflix birti í gær fyrstu mynd af leikkonunni í hlutverkinu.

Lífið
Fréttamynd

Svarta ekkjan í hart við Disney

Leikkonan Scarlett Johansson hefur höfðað mál gegn Disney vegna dreifingar kvikmyndarinnar um Svörtu ekkjuna. Hún segir ákvörðun Disney að hafa birt myndina einnig á streymisveitunni Disney+ vera brot á samningi hennar við Marvel.

Viðskipti erlent