Bólusetningar

Fréttamynd

Mæla með að bóluefni Moderna fái neyðarheimild

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur mælt með því að bóluefni Moderna gegn kórónuveirunni fái neyðarheimild til notkunar. Moderna hefur sagst ætla að stórauka framleiðslugetu sína þannig að fyrirtækið geti framleitt allt að þrjá milljarða skammta á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Hands­hófs­kennd­ar ból­u­setn­ing­ar skoð­að­ar nán­ar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það efni sem hafi verið kynnt ríkisstjórninni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í gær hafa verið mjög áhugavert. Það hafi fjallað um hvaða aðferðafræði dugi best til að ná fram hjarðónæmi gegn Covid-19 í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Vilja gefa unglingum bóluefni Pfizer

Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech ætla að óska eftir leyfi til að gefa unglingum á aldrinum tólf til fimmtán ára kórónuveirubóluefni sitt í Evrópu í sumar. Tilraunir standa einnig yfir með bóluefnið í börnum.

Erlent
Fréttamynd

Síðustu droparnir af AstraZeneca í bili

Í dag er bólusett með síðustu dropunum sem til eru í landinu af AstraZeneca efninu en fjöldi manns undir sextíu ára aldri var kallaður í bólusetningu í dag með skömmum fyrirvara. Byrjað verður að bólusetja með Jansen eftir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Brasilía hafnar rússneska bóluefninu

Lyfjayfirvöld í Brasilíu synjuðu nokkrum þarlendum ríkjum um heimild til þess að flytja inn rússneska bóluefnið Spútnik V gegn kórónuveirunni. Þau telja trúverðug gögn um virkni bóluefnisins skorta og vísa til galla á tilraunum með það. Rússar segja pólitík búa að baki synjuninni.

Erlent
Fréttamynd

Laugardalshöll eins og vel smurð vél í bólusetningunum

Það var eins og fólk hefði aldrei gert annað en tekið þátt í skipulegum bólusetningum þegar það streymdi inn í Laugardalshöllina öðrum megin og út úr henni hinum meginn í dag. Sóttvarnalæknir var einn þeirra og var snortinn af móttökunum sem hann fékk.

Innlent
Fréttamynd

Þórólfur skilar minnisblaði um helgina

Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smit berist út fyrir þann hóp sem smitast hefur að undanförnu. Hann reiknar með að leggja fram nýjar tillögur í sóttvarnamálum um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Þórólfur vonast eftir að fá aukaverkanir

Sneisafull Laugardalshöllin tók á móti Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni með dúndrandi lófataki þegar hann gekk í salinn til að fá bólusetningu við covid 19 í morgun. Hann vonast til að finna til einkenna eftir fyrstu sprautuna enda þýði það að ónæmiskerfi líkamans sé að taka við sér.

Innlent
Fréttamynd

Bólusettir geti verið grímulausir utandyra

Þeir sem hafa þegar verið fullbólusettir gegn kórónuveirunni þurfa ekki að nota grímur utandyra nema þeir séu í stórum hópi ókunnungs fólks samkvæmt nýjum leiðbeiningum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Óbólusettir geta líka sleppt grímum utandyra við ákveðnar aðstæður.

Erlent
Fréttamynd

Svandís bjartsýn afléttingu takmarkana samhliða auknum bólusetningum

Heilbrigðisráðherra segir unnið að því að útfæra bólusetningardagatalið þannig að fólk á öllum aldri geti séð nokkurn veginn hvenær það megi reikna með að fá bólusetningu við covid 19. Í dag var birt áætlun um afléttingu sóttvarnaaðgerða samhliða fjölgun fólks sem verið hefur bólusett.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni

Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til.

Innlent
Fréttamynd

„Í guðanabænum þiggið björgina og látið bólusetja ykkur“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vera næstum hættulaust og hvetur hann fólk „í guðanabænum“ til að þiggja bóluefni AstraZeneca. Sjálfur hafi hann fengið bóluefnið fyrir nokkrum vikum og hafi ekki hlotið nokkurn skaða af.

Innlent
Fréttamynd

ESB í mál við AstraZeneca

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sagðist í dag hafa höfðað mál gegn lyfjaframleiðandanum AstraZeneca vegna vanefnda á samningum.

Erlent
Fréttamynd

Þór­ólfur bólu­settur með AstraZene­ca í vikunni

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að bólusetningar vegna kórónuveirunnar hafi gengið mjög vel hér á landi alveg frá upphafi. Það eina sem hafi staðið á er að fá nægilegt bóluefni til landsins. „Strax og við fáum meira þá er hægt að gefa í. Það er bara þannig og það er mjög ánægjulegt.“

Innlent