Bólusetningar Örvunarbólusetning ekki orðin virk hjá tveimur sem þurftu á gjörgæslu Tveir hafa þurft að leggjast inn á gjörgæslu eftir að hafa þegið örvunarskammt bóluefnis við Covid-19. Annar þeirra lagðist inn degi eftir örvun og hinn um viku eftir örvun, því teljast þeir ekki örvunarbólusettir í skilningi rannsóknarhóps Landspítala. Innlent 24.1.2022 18:48 Bólusetningarvottorð grunnbólusettra aðeins tekin gild í níu mánuði Nýjar reglur um bólusetningarvottorð taka gildi eftir rúma viku en þá verða bólusetningarvottorð grunnbólusettra aðeins tekin gild í um níu mánuði frá seinni skammti. Þeir sem hafa fengið örvunarskammt fá ótímabundið bólusetningarvottorð. Innlent 24.1.2022 17:29 „Þarna er ekki verið að flytja boðskap sem ég tek undir“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir Arnar Þór Jónsson varaþingmann flokksins ekki vera að tala fyrir stefnu flokksins í starfi sínu fyrir samtökin Ábyrgð og frelsi. Arnar Þór hefur meðal annars lýst miklum efasemdum um að börn séu sprautuð með því sem hann kallar tilraunaefni. Innlent 24.1.2022 11:33 Mótmæltu aðgerðum stjórnvalda í friðargöngu Alþjóðleg friðarganga var haldin í miðbænum í dag á vegum samtakanna Frelsis og ábyrgðar. Þau samtök hafa gert margvíslega athugasemdir við framkvæmdir stjórnvalda í málefnum faraldursins, meðal annars við bólusetningu barna. Á meðal þeirra sem tóku til máls er Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem hefur áður boðað til mótmæla vegna bólusetninga barna í gegnum samfélagsmiðla. Innlent 23.1.2022 23:30 Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. Erlent 23.1.2022 21:56 Enginn hefur þurft á gjörgæslu eftir örvunarskammt Enginn sem þegið hefur örvunarskammt bóluefnis við Covid-19 hefur þurft að leggjast inn á gjörgæslu vegna sjúkdómsins. Þá eru líkur á innlögn 85 ára einstaklings, sem hefur þegið örvunarskammt, þær sömu og 57 ára óbólusetts einstaklings. Þetta segir í niðurstöðum Covid-19 rannsóknarhóps Landspítala. Innlent 23.1.2022 18:09 Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólusetningasvindlara Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi. Innlent 21.1.2022 10:36 Segir bólusetningu leikskólabarna hafa gengið ágætlega Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bólusetning fimm ára barna hafi gengið ágætlega. Nákvæmar upplýsingar um mætingarhlutfall muni þó ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. Innlent 20.1.2022 11:38 Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns. Innlent 20.1.2022 10:21 Forsvarsmenn verslunar og ferðaþjónustu kalla eftir bólusetningarvottorðum Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir óþol atvinnulífsins gagnvart sóttvarnaaðgerðum og örum breytingum þar á orðið mikið. Innlent 20.1.2022 06:57 Smitaðist viljandi af Covid og kafnaði á nokkrum mínútum Hana Horka, fræg þjóðlagasöngkona frá Tékklandi, lést á sunnudaginn eftir að hafa vísvitandi smitast af Covid-19. Fjöldi nýsmitaðra náði nýjum hæðum í Tékklandi í dag. Erlent 19.1.2022 14:36 Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. Innlent 19.1.2022 11:41 Ein Janssen-sprauta bráðum ekki nóg til ferðalaga í Evrópu Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar. Innlent 18.1.2022 21:03 Stytta biðtímann eftir örvunarsprautu niður í fjóra mánuði Ákveðið hefur verið að stytta tímann á milli annars bólusetningarskammts og örvunarskammts úr fimm til sex mánuðum og niður í fjóra mánuði. Innlent 18.1.2022 13:28 UNICEF kemur milljarði bóluefna gegn COVID-19 til skila UNICEF hefur nú náð að dreifa einum milljarði skammta af bóluefni gegn COVID-19 til efnaminni ríkja heimsins gegnum COVAX samstarfið. Milljarðasti skammturinn lenti í Rúanda um nýliðna helgi. Heimsmarkmiðin 18.1.2022 10:02 Biðla til landsmanna um að láta skrá erlendar bólusetningar Landlæknisembættir biður einstaklinga sem búsettir eru hér á landi en hafa þegið bólusetningu gegn Covid-19 erlendis að láta skrá bólusetningarnar formlega í innlend kerfi, ef það hefur ekki gert það nú þegar. Innlent 18.1.2022 07:50 Lög til að gera óbólusettum lífið leitt taka gildi á næstu dögum Neðri deild franska þingsins samþykkti í gær aðgerðir ríkisstjórnar landsins gegn faraldri Kórónuveirunnar en þar á meðal eru hertar aðgerðir gegn óbólusettu fólki í landinu. Tekinn verður upp bólusetningarpassi og verður óbólusettum meinaður aðgangur að veitingastöðum, leikvöngum, öðrum samkomum og opinberum vettvangi. Erlent 17.1.2022 11:13 Ríkinu sennilega heimilt að setja á bólusetningarskyldu Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík telur að ríkinu sé sennilega heimilt að setja á bólusetningarskyldu. Mannréttindasómstóllinn hafi kveðið á um að ríki hafi mikið svigrúm til þess að vernda líf og heilsu manna. Innlent 16.1.2022 11:42 Íslendingar „á leið út af sporinu“ segir Ragnar Freyr „Loksins sést til sólar,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson læknir á Facebook um stöðu Covid-19 faraldursins á hérlendis. Hann segir Íslendinga engu að síður „á leið út af sporinu“ og á þar við þær sóttvarnaaðgerðir sem voru boðaðar fyrir helgi. Innlent 16.1.2022 10:45 Jákvæð teikn á lofti í Lundúnum, New York og víðar Svo virðist sem að hægja sé á smitum sums staðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hin margumrædda kúrfa er að fletjast út í Lundúnum, suðaustur- og austurhluta Englands og hægt hefur á greiningum í norðurhluta landsins. Erlent 16.1.2022 09:46 Fyrri hugmyndir um Janssen löngu úreltar Allar hugmyndir um góða virkni eins skammts af bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni úreltust um leið og ný afbrigði veirunnar, delta og ómíkron, tóku yfir. Gegn þeim virkar Janssen alveg eins og hin bóluefnin; einn skammtur af Janssen verndar mun minna en tveir skammtar af öðrum efnum og því ákvað heilbrigðisráðuneytið að líta það sömu augum og hin bóluefnin þegar það breytti reglum um sóttkví þríbólusettra. Innlent 15.1.2022 08:52 Ríkisstjórnarfundi lokið: Tilkynnt um hertar aðgerðir Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan 9.30 en en á dagskrá fundarins er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Ráða má í yfirlýsingar Þórólfs í vikunni að hann leggi til hertar sóttvarnaaðgerðir. Innlent 14.1.2022 10:15 85 prósent íbúa Afríku enn ekki fengið fyrstu sprautuna Rúmlega 85 prósent íbúa Afríku hafa enn ekki fengið fyrstu sprautu bóluefnis gegn kórónuveirunni. Erlent 13.1.2022 07:55 Aldrei fleiri börn mætt í sýnatöku Aldrei hafa fleiri börn mætt í sýnatöku en í dag en í dag mættu í kringum 1.200 þeirra. Þá var einnig góð mæting í bólusetningu barna í Laugardalshöll í dag. Innlent 12.1.2022 21:06 Ein tilkynning um aukaverkun í yngsta aldurshópnum Þriðji dagur bólusetninga barna á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu hófst í Laugardalshöll í morgun en mætingin síðustu tvo daga hefur verið um sjötíu prósent. Fyrr í mánuðinum hófust bólusetningar í öðrum sveitarfélögum. Innlent 12.1.2022 21:00 Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. Innlent 12.1.2022 20:01 Hin mikla Maya Siddhartha Gautama a.k.a Buddha, var prins sem var uppi í eldgamladaga. Honum var haldið innan veggja ríkis og mataður af upplýsingum. Skoðun 12.1.2022 17:00 Enginn af 52 þúsund ómíkron-greindum fór á öndunarvél Ný rannsókn sem náði til 70 þúsund einstaklinga sem greindust með Covid-19 í Kaliforníu bendir til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi vægari sjúkdóm og styttri innlögnum en önnur afbrigði veirunnar. Erlent 12.1.2022 09:08 Québec hyggst skattleggja óbólusetta íbúa sérstaklega Stjórnvöld í kanadíska fylkinu Québec hafa ákveðið að koma á sérstökum skatti fyrir óbólusetta íbúa. Reiknað er með að skattheimtan hefjist á næstu vikum. Erlent 12.1.2022 07:45 Sérfræðingar WHO kalla eftir bóluefnum sem veita betri vörn gegn smiti Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segja ómögulegt að reiða sig á sífelldar örvunarbólusetningar til að takast á við ný afbrigði kórónuveirunnar. Kalla þeir eftir nýjum bóluefnum sem veita betri vernd gegn smiti. Erlent 12.1.2022 07:45 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 51 ›
Örvunarbólusetning ekki orðin virk hjá tveimur sem þurftu á gjörgæslu Tveir hafa þurft að leggjast inn á gjörgæslu eftir að hafa þegið örvunarskammt bóluefnis við Covid-19. Annar þeirra lagðist inn degi eftir örvun og hinn um viku eftir örvun, því teljast þeir ekki örvunarbólusettir í skilningi rannsóknarhóps Landspítala. Innlent 24.1.2022 18:48
Bólusetningarvottorð grunnbólusettra aðeins tekin gild í níu mánuði Nýjar reglur um bólusetningarvottorð taka gildi eftir rúma viku en þá verða bólusetningarvottorð grunnbólusettra aðeins tekin gild í um níu mánuði frá seinni skammti. Þeir sem hafa fengið örvunarskammt fá ótímabundið bólusetningarvottorð. Innlent 24.1.2022 17:29
„Þarna er ekki verið að flytja boðskap sem ég tek undir“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir Arnar Þór Jónsson varaþingmann flokksins ekki vera að tala fyrir stefnu flokksins í starfi sínu fyrir samtökin Ábyrgð og frelsi. Arnar Þór hefur meðal annars lýst miklum efasemdum um að börn séu sprautuð með því sem hann kallar tilraunaefni. Innlent 24.1.2022 11:33
Mótmæltu aðgerðum stjórnvalda í friðargöngu Alþjóðleg friðarganga var haldin í miðbænum í dag á vegum samtakanna Frelsis og ábyrgðar. Þau samtök hafa gert margvíslega athugasemdir við framkvæmdir stjórnvalda í málefnum faraldursins, meðal annars við bólusetningu barna. Á meðal þeirra sem tóku til máls er Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem hefur áður boðað til mótmæla vegna bólusetninga barna í gegnum samfélagsmiðla. Innlent 23.1.2022 23:30
Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. Erlent 23.1.2022 21:56
Enginn hefur þurft á gjörgæslu eftir örvunarskammt Enginn sem þegið hefur örvunarskammt bóluefnis við Covid-19 hefur þurft að leggjast inn á gjörgæslu vegna sjúkdómsins. Þá eru líkur á innlögn 85 ára einstaklings, sem hefur þegið örvunarskammt, þær sömu og 57 ára óbólusetts einstaklings. Þetta segir í niðurstöðum Covid-19 rannsóknarhóps Landspítala. Innlent 23.1.2022 18:09
Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólusetningasvindlara Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi. Innlent 21.1.2022 10:36
Segir bólusetningu leikskólabarna hafa gengið ágætlega Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bólusetning fimm ára barna hafi gengið ágætlega. Nákvæmar upplýsingar um mætingarhlutfall muni þó ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. Innlent 20.1.2022 11:38
Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns. Innlent 20.1.2022 10:21
Forsvarsmenn verslunar og ferðaþjónustu kalla eftir bólusetningarvottorðum Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir óþol atvinnulífsins gagnvart sóttvarnaaðgerðum og örum breytingum þar á orðið mikið. Innlent 20.1.2022 06:57
Smitaðist viljandi af Covid og kafnaði á nokkrum mínútum Hana Horka, fræg þjóðlagasöngkona frá Tékklandi, lést á sunnudaginn eftir að hafa vísvitandi smitast af Covid-19. Fjöldi nýsmitaðra náði nýjum hæðum í Tékklandi í dag. Erlent 19.1.2022 14:36
Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. Innlent 19.1.2022 11:41
Ein Janssen-sprauta bráðum ekki nóg til ferðalaga í Evrópu Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar. Innlent 18.1.2022 21:03
Stytta biðtímann eftir örvunarsprautu niður í fjóra mánuði Ákveðið hefur verið að stytta tímann á milli annars bólusetningarskammts og örvunarskammts úr fimm til sex mánuðum og niður í fjóra mánuði. Innlent 18.1.2022 13:28
UNICEF kemur milljarði bóluefna gegn COVID-19 til skila UNICEF hefur nú náð að dreifa einum milljarði skammta af bóluefni gegn COVID-19 til efnaminni ríkja heimsins gegnum COVAX samstarfið. Milljarðasti skammturinn lenti í Rúanda um nýliðna helgi. Heimsmarkmiðin 18.1.2022 10:02
Biðla til landsmanna um að láta skrá erlendar bólusetningar Landlæknisembættir biður einstaklinga sem búsettir eru hér á landi en hafa þegið bólusetningu gegn Covid-19 erlendis að láta skrá bólusetningarnar formlega í innlend kerfi, ef það hefur ekki gert það nú þegar. Innlent 18.1.2022 07:50
Lög til að gera óbólusettum lífið leitt taka gildi á næstu dögum Neðri deild franska þingsins samþykkti í gær aðgerðir ríkisstjórnar landsins gegn faraldri Kórónuveirunnar en þar á meðal eru hertar aðgerðir gegn óbólusettu fólki í landinu. Tekinn verður upp bólusetningarpassi og verður óbólusettum meinaður aðgangur að veitingastöðum, leikvöngum, öðrum samkomum og opinberum vettvangi. Erlent 17.1.2022 11:13
Ríkinu sennilega heimilt að setja á bólusetningarskyldu Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík telur að ríkinu sé sennilega heimilt að setja á bólusetningarskyldu. Mannréttindasómstóllinn hafi kveðið á um að ríki hafi mikið svigrúm til þess að vernda líf og heilsu manna. Innlent 16.1.2022 11:42
Íslendingar „á leið út af sporinu“ segir Ragnar Freyr „Loksins sést til sólar,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson læknir á Facebook um stöðu Covid-19 faraldursins á hérlendis. Hann segir Íslendinga engu að síður „á leið út af sporinu“ og á þar við þær sóttvarnaaðgerðir sem voru boðaðar fyrir helgi. Innlent 16.1.2022 10:45
Jákvæð teikn á lofti í Lundúnum, New York og víðar Svo virðist sem að hægja sé á smitum sums staðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hin margumrædda kúrfa er að fletjast út í Lundúnum, suðaustur- og austurhluta Englands og hægt hefur á greiningum í norðurhluta landsins. Erlent 16.1.2022 09:46
Fyrri hugmyndir um Janssen löngu úreltar Allar hugmyndir um góða virkni eins skammts af bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni úreltust um leið og ný afbrigði veirunnar, delta og ómíkron, tóku yfir. Gegn þeim virkar Janssen alveg eins og hin bóluefnin; einn skammtur af Janssen verndar mun minna en tveir skammtar af öðrum efnum og því ákvað heilbrigðisráðuneytið að líta það sömu augum og hin bóluefnin þegar það breytti reglum um sóttkví þríbólusettra. Innlent 15.1.2022 08:52
Ríkisstjórnarfundi lokið: Tilkynnt um hertar aðgerðir Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan 9.30 en en á dagskrá fundarins er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Ráða má í yfirlýsingar Þórólfs í vikunni að hann leggi til hertar sóttvarnaaðgerðir. Innlent 14.1.2022 10:15
85 prósent íbúa Afríku enn ekki fengið fyrstu sprautuna Rúmlega 85 prósent íbúa Afríku hafa enn ekki fengið fyrstu sprautu bóluefnis gegn kórónuveirunni. Erlent 13.1.2022 07:55
Aldrei fleiri börn mætt í sýnatöku Aldrei hafa fleiri börn mætt í sýnatöku en í dag en í dag mættu í kringum 1.200 þeirra. Þá var einnig góð mæting í bólusetningu barna í Laugardalshöll í dag. Innlent 12.1.2022 21:06
Ein tilkynning um aukaverkun í yngsta aldurshópnum Þriðji dagur bólusetninga barna á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu hófst í Laugardalshöll í morgun en mætingin síðustu tvo daga hefur verið um sjötíu prósent. Fyrr í mánuðinum hófust bólusetningar í öðrum sveitarfélögum. Innlent 12.1.2022 21:00
Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. Innlent 12.1.2022 20:01
Hin mikla Maya Siddhartha Gautama a.k.a Buddha, var prins sem var uppi í eldgamladaga. Honum var haldið innan veggja ríkis og mataður af upplýsingum. Skoðun 12.1.2022 17:00
Enginn af 52 þúsund ómíkron-greindum fór á öndunarvél Ný rannsókn sem náði til 70 þúsund einstaklinga sem greindust með Covid-19 í Kaliforníu bendir til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi vægari sjúkdóm og styttri innlögnum en önnur afbrigði veirunnar. Erlent 12.1.2022 09:08
Québec hyggst skattleggja óbólusetta íbúa sérstaklega Stjórnvöld í kanadíska fylkinu Québec hafa ákveðið að koma á sérstökum skatti fyrir óbólusetta íbúa. Reiknað er með að skattheimtan hefjist á næstu vikum. Erlent 12.1.2022 07:45
Sérfræðingar WHO kalla eftir bóluefnum sem veita betri vörn gegn smiti Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segja ómögulegt að reiða sig á sífelldar örvunarbólusetningar til að takast á við ný afbrigði kórónuveirunnar. Kalla þeir eftir nýjum bóluefnum sem veita betri vernd gegn smiti. Erlent 12.1.2022 07:45
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent