Bólusetningar

Fréttamynd

„Þarna er ekki verið að flytja boðskap sem ég tek undir“

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir Arnar Þór Jónsson varaþingmann flokksins ekki vera að tala fyrir stefnu flokksins í starfi sínu fyrir samtökin Ábyrgð og frelsi. Arnar Þór hefur meðal annars lýst miklum efasemdum um að börn séu sprautuð með því sem hann kallar tilraunaefni. 

Innlent
Fréttamynd

Mót­mæltu að­gerðum stjórn­valda í friðar­göngu

Alþjóðleg friðarganga var haldin í miðbænum í dag á vegum samtakanna Frelsis og ábyrgðar. Þau samtök hafa gert margvíslega athugasemdir við framkvæmdir stjórnvalda í málefnum faraldursins, meðal annars við bólusetningu barna. Á meðal þeirra sem tóku til máls er Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem hefur áður boðað til mótmæla vegna bólusetninga barna í gegnum samfélagsmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Enginn hefur þurft á gjör­gæslu eftir örvunar­skammt

Enginn sem þegið hefur örvunarskammt bóluefnis við Covid-19 hefur þurft að leggjast inn á gjörgæslu vegna sjúkdómsins. Þá eru líkur á innlögn 85 ára einstaklings, sem hefur þegið örvunarskammt, þær sömu og 57 ára óbólusetts einstaklings. Þetta segir í niðurstöðum Covid-19 rannsóknarhóps Landspítala.

Innlent
Fréttamynd

Ein Jans­sen-sprauta bráðum ekki nóg til ferða­laga í Evrópu

Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar „á leið út af sporinu“ segir Ragnar Freyr

„Loksins sést til sólar,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson læknir á Facebook um stöðu Covid-19 faraldursins á hérlendis. Hann segir Íslendinga engu að síður „á leið út af sporinu“ og á þar við þær sóttvarnaaðgerðir sem voru boðaðar fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Fyrri hug­myndir um Jans­sen löngu úr­eltar

Allar hug­myndir um góða virkni eins skammts af bólu­efni Jans­sen gegn kórónu­veirunni úr­eltust um leið og ný af­brigði veirunnar, delta og ó­míkron, tóku yfir. Gegn þeim virkar Jans­sen alveg eins og hin bólu­efnin; einn skammtur af Jans­sen verndar mun minna en tveir skammtar af öðrum efnum og því ákvað heil­brigðis­ráðu­neytið að líta það sömu augum og hin bólu­efnin þegar það breytti reglum um sótt­kví þrí­bólu­settra.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri börn mætt í sýnatöku

Aldrei hafa fleiri börn mætt í sýnatöku en í dag en í dag mættu í kringum 1.200 þeirra. Þá var einnig góð mæting í bólusetningu barna í Laugardalshöll í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ein tilkynning um aukaverkun í yngsta aldurshópnum

Þriðji dagur bólusetninga barna á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu hófst í Laugardalshöll í morgun en mætingin síðustu tvo daga hefur verið um sjötíu prósent. Fyrr í mánuðinum hófust bólusetningar í öðrum sveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Hin mikla Maya

Siddhartha Gautama a.k.a Buddha, var prins sem var uppi í eldgamladaga. Honum var haldið innan veggja ríkis og mataður af upplýsingum.

Skoðun