Eldgos og jarðhræringar Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. Innlent 5.7.2023 10:36 Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. Innlent 5.7.2023 10:08 Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst að kvöldi til 4. júlí og er enn í gangi. Innlent 5.7.2023 10:05 Vaktin: Beðið eftir eldgosi Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir menn nú frekar gera ráð fyrir að gos hefjist en ekki. Fundað var um stöðuna í morgun og óvissustigi hefur verið lýst yfir. Innlent 5.7.2023 09:27 Stærsti skjálftinn 4,8 að stærð Fjórir skjálftar við Fagradalsfjall hafa mælst stærri en 4 frá klukkan 7:30 í morgun. Stærsti skjálftinn hefur mælst 4,8 að stærð en hann varð klukkan 8:21. Innlent 5.7.2023 08:40 Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. Innlent 5.7.2023 07:38 Almannavarnir funda með vísindamönnum klukkan 9 Yfir 1.600 jarðskjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð og frá klukkan 7.30 fjórir yfir fjórum, sá stærsti 4,6 stig. Innlent 5.7.2023 06:09 Skjálfti yfir þremur í Fagradalsfjalli Skjálfti mældist 3,6 að stærð með upptök við Fagradalsfjall klukkan 22:45 í kvöld. Skjálftinn kemur í kjölfarið af jarðskjálftahrinu sem hófst síðdegis í dag í norðaustanverðu Fagradalsfjalli, um klukkan 16:00. Um er að ræða stærsta skjálftann sem mælst hefur á Reykjanesskaganum það sem af er ári og fannst hann bæði þar og á höfuðborgarsvæðinu. Enginn órói mælist á svæðinu. Innlent 4.7.2023 23:22 Fólk á suðvesturhorninu má búa sig undir reglulega jarðskjálfta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að landrisið í Reykjanesskaga gæti breytt sýn fólks á eldstöðvakerfin. Sífellt styttist í næsta gos og íbúar megi búa sig undir að búa við jarðskjálfta. Innlent 3.7.2023 18:03 Áframhaldandi landris og engar skyndilegar breytingar Áframhaldandi landris mælist á Reykjanesskaga en nokkuð stöðugt landris hefur sést nálægt Fagradalsfjalli frá því snemma í apríl. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið en engin merki um skyndilegar breytingar. Innlent 3.7.2023 14:11 Vísbendingar um jarðhitavirkni en ekki hægt að útiloka kvikuhreyfingar Aukin skjálftavirkni hefur mælst í Kötlu síðustu daga og hófst hrina þar skömmu eftir miðnætti í nótt. Jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli síðustu vikur er nú sú mesta síðan haustið 2016. Talið er að þetta séu merki um jarðhitavirkni á svæðinu en ekki er hægt að útiloka kvikuhreyfingar. Innlent 30.6.2023 12:10 Stærsti skjálftinn 4,4 í jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli Jarðskjálftahrina reið yfir í Mýrdalsjökli í nótt og hafa yfir 80 skjálftar mælst, sá stærsti 4,4 að stærð. Innlent 30.6.2023 06:42 Snarpur skjálfti við Kleifarvatn Jarðskjálfti að stærð 3,2 reið yfir við á Reykjanesskaga klukkan 9:20 í morgun og fannst á höfuðborgarsvæði. Upptök skjálftans voru við Kleifarvatn. Innlent 28.6.2023 10:07 Skjálfti 3,6 að stærð í Mýrdalsjökli Skjálfti 3,6 að stærð varð í Mýrdalsjökli klukkan 7:42 í morgun. Honum fylgdi svo nokkrir minni skjálftar. Innlent 27.6.2023 09:42 Skjálftar í Kötlu Óvenjumikil skjálftavirkni hefur verið í Kötlu í Mýrdalsjökli frá því í gær og hafa þrír skjálftar yfir 3,0 að stærð mælst þar á rúmum sólarhring. Minna hefur verið um skjálfta síðdegis í dag og er enginn gosórói sjáanlegur. Ekki er óalgengt að skjálftar finnist á þessu svæði. Innlent 25.6.2023 17:48 Engar sýnilegar breytingar á virkni í Grímsvötnum Engar sýnilegar breytingar eru á virkni í Grímsvötnum en frá áramótum hafa um tíu til þrjátíu skjálftar mælst þar í hverjum mánuði. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en árleg vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á Vatnajökul var farin fyrstu vikuna í júní. Innlent 20.6.2023 06:59 Land heldur áfram að rísa í Öskju Landris heldur áfram í Öskju á stöðugum hraða líkt og verið hefur síðan í lok september árið 2021. Þetta sýna nýjustu aflögunarmælingar Veðurstofu Íslands en engar vísbendingar eru um aukna virkni umfram það. Innlent 16.6.2023 13:08 Átján skjálftar vestan við Mýrdalsjökul í dag Átján smáskjálftar hafa mælst norðan við Goðalandsjökul á Mýrdalsjökli í dag. Hrinan er ekki óeðlileg að mati náttúruvásérfræðings en náið er fylgst með svæðinu. Innlent 8.6.2023 23:00 Skjálfti í Bárðarbungu í nótt Skjálfti sem mældist 3,4 stig reið yfir í austanverðri öskju Bárðarbungu rétt eftir miðnætti í nótt. Innlent 5.6.2023 07:54 Fundu fyrir skjálftanum á Akureyri og Ólafsfirði Jarðskjálfti að stærð 3,8 mældist rúmlega níu kílómetrum austan við Grímsey klukkan 19:22 í kvöld. Skjálftinn fannst víða á Norðurlandi og hefur nokkur eftirskjálftavirkni fylgt honum. Innlent 23.5.2023 19:54 Óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli aflýst Óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli hefur verið aflýst. Síðastliðinn fimmtudag hófst kröftug jarðskjálftahrina á svæðinu og fór fólk þá að velta því fyrir sér hvort Katla væri byrjuð að rumska. Hrinan gekk þó hratt yfir og var að mestu yfirstaðin síðar sama dag. Innlent 8.5.2023 14:01 Fluglitakóðinn aftur grænn en óvissustig áfram í gildi Mælingar Veðurstofnnar benda til þess að virknin í Kötluöskju teljist nú til eðlilegrar bakgrunnsvirkni eldstöðvarinnar. Ákveðið hefur verið að færa fluglitakóðann aftur niður á grænan. Óvissustig almannavarna er þó áfram í gildi og náið verður fylgst með þróun mála í Mýrdalsjökli. Innlent 5.5.2023 13:03 Allt með kyrrum kjörum í Mýrdalsjökli Skjálftahrinan sem hófst í gærmorgun í Mýrdalsjökli virðist vera afstaðin en skjálftakort Veðurstofu Íslands sýnir aðeins einn lítinn skjálfta á svæðinu frá miðnætti. Innlent 5.5.2023 07:15 Óvissustigi lýst yfir vegna jarðskjálftanna í Mýrdalsjökli Óvissustigi hefur verið lýst yfir af Ríkislögreglustjóra ásamt lögreglunni á Suðurlandi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Innlent 4.5.2023 15:13 Skjálftarnir tengist líklega vatni og jarðhita en ekki kvikuhreyfingum Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegast að skjálftarnir sem urðu í Kötluöskju í morgun tengist jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum. Innlent 4.5.2023 14:17 „Við erum bara róleg ennþá“ Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshreppur, segir einhverja íbúa í Vík og annars staðar í Mýrdalshreppi hafa fundið fyrir skjálftunum í Kötluöskju í morgun. Hann sé þó ekki einn þeirra. „Við erum bara róleg ennþá og ýmsu vön.“ Innlent 4.5.2023 13:39 Skjálftar í Kötluöskju sem hafa ekki sést síðan 2016 Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni, segir að vegna þeirrar skjálftavirkni sem hafi verið í Kötlu í morgun sé starfsfólk Veðurstofunnar að setja sig í stellingar. Fylgst sé grannt með gangi mála. Innlent 4.5.2023 11:03 Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. Innlent 4.5.2023 10:14 Skjálfti 3,4 að stærð fyrir utan Reykjanestá Skjálfti 3,4 að stærð varð rétt úti fyrir Reykjanestá klukkan 8:08 í morgun. Innlent 4.5.2023 08:31 Íslenskar björgunarsveitir fengu viðurkenningu frá Erdogan Tyrkir héldu í dag athöfn til að þakka erlendum og tyrkneskum björgunarsveitum sem sinntu björgunarstarfsemi í kjölfar jarðskjálftanna sem riðu yfir í Tyrklandi sjötta febrúar. Fulltrúi íslenskra björgunarsveita var meðal þeirra sem tóku við heiðursorðu frá Tyrklandsforseta á athöfninni. Innlent 25.4.2023 19:01 « ‹ 59 60 61 62 63 64 65 66 67 … 133 ›
Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. Innlent 5.7.2023 10:36
Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. Innlent 5.7.2023 10:08
Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst að kvöldi til 4. júlí og er enn í gangi. Innlent 5.7.2023 10:05
Vaktin: Beðið eftir eldgosi Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir menn nú frekar gera ráð fyrir að gos hefjist en ekki. Fundað var um stöðuna í morgun og óvissustigi hefur verið lýst yfir. Innlent 5.7.2023 09:27
Stærsti skjálftinn 4,8 að stærð Fjórir skjálftar við Fagradalsfjall hafa mælst stærri en 4 frá klukkan 7:30 í morgun. Stærsti skjálftinn hefur mælst 4,8 að stærð en hann varð klukkan 8:21. Innlent 5.7.2023 08:40
Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. Innlent 5.7.2023 07:38
Almannavarnir funda með vísindamönnum klukkan 9 Yfir 1.600 jarðskjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð og frá klukkan 7.30 fjórir yfir fjórum, sá stærsti 4,6 stig. Innlent 5.7.2023 06:09
Skjálfti yfir þremur í Fagradalsfjalli Skjálfti mældist 3,6 að stærð með upptök við Fagradalsfjall klukkan 22:45 í kvöld. Skjálftinn kemur í kjölfarið af jarðskjálftahrinu sem hófst síðdegis í dag í norðaustanverðu Fagradalsfjalli, um klukkan 16:00. Um er að ræða stærsta skjálftann sem mælst hefur á Reykjanesskaganum það sem af er ári og fannst hann bæði þar og á höfuðborgarsvæðinu. Enginn órói mælist á svæðinu. Innlent 4.7.2023 23:22
Fólk á suðvesturhorninu má búa sig undir reglulega jarðskjálfta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að landrisið í Reykjanesskaga gæti breytt sýn fólks á eldstöðvakerfin. Sífellt styttist í næsta gos og íbúar megi búa sig undir að búa við jarðskjálfta. Innlent 3.7.2023 18:03
Áframhaldandi landris og engar skyndilegar breytingar Áframhaldandi landris mælist á Reykjanesskaga en nokkuð stöðugt landris hefur sést nálægt Fagradalsfjalli frá því snemma í apríl. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið en engin merki um skyndilegar breytingar. Innlent 3.7.2023 14:11
Vísbendingar um jarðhitavirkni en ekki hægt að útiloka kvikuhreyfingar Aukin skjálftavirkni hefur mælst í Kötlu síðustu daga og hófst hrina þar skömmu eftir miðnætti í nótt. Jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli síðustu vikur er nú sú mesta síðan haustið 2016. Talið er að þetta séu merki um jarðhitavirkni á svæðinu en ekki er hægt að útiloka kvikuhreyfingar. Innlent 30.6.2023 12:10
Stærsti skjálftinn 4,4 í jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli Jarðskjálftahrina reið yfir í Mýrdalsjökli í nótt og hafa yfir 80 skjálftar mælst, sá stærsti 4,4 að stærð. Innlent 30.6.2023 06:42
Snarpur skjálfti við Kleifarvatn Jarðskjálfti að stærð 3,2 reið yfir við á Reykjanesskaga klukkan 9:20 í morgun og fannst á höfuðborgarsvæði. Upptök skjálftans voru við Kleifarvatn. Innlent 28.6.2023 10:07
Skjálfti 3,6 að stærð í Mýrdalsjökli Skjálfti 3,6 að stærð varð í Mýrdalsjökli klukkan 7:42 í morgun. Honum fylgdi svo nokkrir minni skjálftar. Innlent 27.6.2023 09:42
Skjálftar í Kötlu Óvenjumikil skjálftavirkni hefur verið í Kötlu í Mýrdalsjökli frá því í gær og hafa þrír skjálftar yfir 3,0 að stærð mælst þar á rúmum sólarhring. Minna hefur verið um skjálfta síðdegis í dag og er enginn gosórói sjáanlegur. Ekki er óalgengt að skjálftar finnist á þessu svæði. Innlent 25.6.2023 17:48
Engar sýnilegar breytingar á virkni í Grímsvötnum Engar sýnilegar breytingar eru á virkni í Grímsvötnum en frá áramótum hafa um tíu til þrjátíu skjálftar mælst þar í hverjum mánuði. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en árleg vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á Vatnajökul var farin fyrstu vikuna í júní. Innlent 20.6.2023 06:59
Land heldur áfram að rísa í Öskju Landris heldur áfram í Öskju á stöðugum hraða líkt og verið hefur síðan í lok september árið 2021. Þetta sýna nýjustu aflögunarmælingar Veðurstofu Íslands en engar vísbendingar eru um aukna virkni umfram það. Innlent 16.6.2023 13:08
Átján skjálftar vestan við Mýrdalsjökul í dag Átján smáskjálftar hafa mælst norðan við Goðalandsjökul á Mýrdalsjökli í dag. Hrinan er ekki óeðlileg að mati náttúruvásérfræðings en náið er fylgst með svæðinu. Innlent 8.6.2023 23:00
Skjálfti í Bárðarbungu í nótt Skjálfti sem mældist 3,4 stig reið yfir í austanverðri öskju Bárðarbungu rétt eftir miðnætti í nótt. Innlent 5.6.2023 07:54
Fundu fyrir skjálftanum á Akureyri og Ólafsfirði Jarðskjálfti að stærð 3,8 mældist rúmlega níu kílómetrum austan við Grímsey klukkan 19:22 í kvöld. Skjálftinn fannst víða á Norðurlandi og hefur nokkur eftirskjálftavirkni fylgt honum. Innlent 23.5.2023 19:54
Óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli aflýst Óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli hefur verið aflýst. Síðastliðinn fimmtudag hófst kröftug jarðskjálftahrina á svæðinu og fór fólk þá að velta því fyrir sér hvort Katla væri byrjuð að rumska. Hrinan gekk þó hratt yfir og var að mestu yfirstaðin síðar sama dag. Innlent 8.5.2023 14:01
Fluglitakóðinn aftur grænn en óvissustig áfram í gildi Mælingar Veðurstofnnar benda til þess að virknin í Kötluöskju teljist nú til eðlilegrar bakgrunnsvirkni eldstöðvarinnar. Ákveðið hefur verið að færa fluglitakóðann aftur niður á grænan. Óvissustig almannavarna er þó áfram í gildi og náið verður fylgst með þróun mála í Mýrdalsjökli. Innlent 5.5.2023 13:03
Allt með kyrrum kjörum í Mýrdalsjökli Skjálftahrinan sem hófst í gærmorgun í Mýrdalsjökli virðist vera afstaðin en skjálftakort Veðurstofu Íslands sýnir aðeins einn lítinn skjálfta á svæðinu frá miðnætti. Innlent 5.5.2023 07:15
Óvissustigi lýst yfir vegna jarðskjálftanna í Mýrdalsjökli Óvissustigi hefur verið lýst yfir af Ríkislögreglustjóra ásamt lögreglunni á Suðurlandi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Innlent 4.5.2023 15:13
Skjálftarnir tengist líklega vatni og jarðhita en ekki kvikuhreyfingum Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegast að skjálftarnir sem urðu í Kötluöskju í morgun tengist jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum. Innlent 4.5.2023 14:17
„Við erum bara róleg ennþá“ Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshreppur, segir einhverja íbúa í Vík og annars staðar í Mýrdalshreppi hafa fundið fyrir skjálftunum í Kötluöskju í morgun. Hann sé þó ekki einn þeirra. „Við erum bara róleg ennþá og ýmsu vön.“ Innlent 4.5.2023 13:39
Skjálftar í Kötluöskju sem hafa ekki sést síðan 2016 Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni, segir að vegna þeirrar skjálftavirkni sem hafi verið í Kötlu í morgun sé starfsfólk Veðurstofunnar að setja sig í stellingar. Fylgst sé grannt með gangi mála. Innlent 4.5.2023 11:03
Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. Innlent 4.5.2023 10:14
Skjálfti 3,4 að stærð fyrir utan Reykjanestá Skjálfti 3,4 að stærð varð rétt úti fyrir Reykjanestá klukkan 8:08 í morgun. Innlent 4.5.2023 08:31
Íslenskar björgunarsveitir fengu viðurkenningu frá Erdogan Tyrkir héldu í dag athöfn til að þakka erlendum og tyrkneskum björgunarsveitum sem sinntu björgunarstarfsemi í kjölfar jarðskjálftanna sem riðu yfir í Tyrklandi sjötta febrúar. Fulltrúi íslenskra björgunarsveita var meðal þeirra sem tóku við heiðursorðu frá Tyrklandsforseta á athöfninni. Innlent 25.4.2023 19:01