Einfaldar staðreyndir að Vellirnir standi á nýjasta hrauninu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júlí 2023 14:28 Þorvaldur mælir með að Hafnfirðingar byggi frekar í austur en suður. Arnar Halldórsson Vellirnir í Hafnarfirði standa á yngsta hrauninu á höfuðborgarsvæðinu. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir því skynsamlegra að byggja til austurs frá Völlunum en til suðurs. „Ef þú horfir beint í suður frá byggðinni á Völlunum þá ferðu nær gígasvæðinu. Ef það kemur til eldgoss er meiri hætta fyrir þá sem eru þar nær,“ segir Þorvaldur. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, gagnrýndi hann í Morgunblaðinu fyrir að mæla með því að Hafnfirðingar myndu ekki byggja lengra til suðurs. Sagði hún ummælin „óábyrg og óþörf“ og að yfirlýsingar á borð við þessar væru „gáleysislegar.“ Það er að verið væri að taka Hafnarfjörð út fyrir sviga þegar verið væri að ræða eldgosavá á Reykjanesskaga. Runnu á síðasta eldgosatímabili Þorvaldur svarar því neitandi að hin nýju gos á Reykjanesskaga þróist á þann veg að þau nái til Hafnarfjarðar. En Vellirnir standi á tveimur sögulegum hraunum, sem runnu á síðasta eldgosatímabili. Annars vegar er það hraun sem rann úr sprungu við Undirhlíðar á tólftu öld og bjó til Kapelluhraun. „Iðnaðarbyggðin á Völlunum og álverið í Straumsvík ná yfir á þetta svæði,“ segir Þorvaldur. Rósa sagði ummæli Þorvaldar óábyrg og óþörf.Arnar Halldórsson Hins vegar er það hraun frá um 950 sem kom úr gígum sem tilheyra Brennisteinsfjöllum. Það rann til sjávar hjá Hvaleyrar golfvellinum. „Hluti af Völlunum stendur á þessu hrauni. Þetta er annað sögulegt hraun sem myndaðist á síðasta eldgosatímabili á Reykjanesskaga,“ segir Þorvaldur. „Þessi tvö hraun þau nýjustu á höfuðborgarsvæðinu. Það eru einfaldar staðreyndir.“ Skynsamlegt að byggja í austur Byggð sunnan við Velli er á deiliskipulagi Hafnarfjarðar sem gert var fyrir meira en 20 árum síðan. Uppbyggingin núna er hins vegar í Skarðshlíðinni, austan við Vellina. Aðspurður um þetta segir Þorvaldur það mjög skynsamlegt að byggja til austurs út frá eldgosavá. Vænlegt byggingarland sé í hæðunum austan við Vellina. Hraun víða á höfuðborgarsvæðinu Almennt séð segir Þorvaldur litlar líkur á að hraunflæði eldgosa hafi áhrif á íbúabyggðir. Það geti þó gerst og Vellirnir í Hafnarfirði eru ekki eina hverfið á höfuðborgarsvæðinu sem sú hætta er til staðar á. „Ef Bláfjöll eða Brennisteinsfjöll gjósa geta þau sent hraun í átt til Reykjavíkur,“ segir Þorvaldur. Við skíðasvæðin séu gígar og þaðan liggi hraunbunki sem teygir sig í átt að Elliðavatni. „Það þarf ekkert óvenjulega stórt hraun til þess að teygja sig í áttina að efstu byggðum Reykjavíkur. En mörg svæðin eru uppi á hæð og hraunið flæðir ekki upp í móti,“ segir Þorvaldur. Leitarhraunið teygir sig frá Bláfjallasvæðinu niður í Elliðaár. Gervigígarnir á Rauðhólum mynduðust þegar það hraun rann yfir forvera sinn. Annar gýgur er Búrfellsgígurinn í Heiðmörk. Hann sendi hraun fyrir sjö þúsund árum sem ýmist er kallað Hafnarfjarðarhraun, Vífilsstaðahraun, Garðahraun eða Gálgahraun. „Fólk hefur byggt í þessu hrauni. Ef hraun hefur runnið þarna einu sinni getur það gert það aftur. En við vitum ekkert hvenær og það eru í sjálfu sér litlar líkur á því að það gerist í okkar líftíma,“ segir Þorvaldur. Grindavík berskjölduðust Hættan er mismikil í þéttbýlinu á Reykjanesskaga. Að sögn Þorvaldar er Grindavík berskjölduðust. Grindavík er næst virkum gígasvæðum, bæði í Svartsengi og annars staðar vestan við bæinn. „Fólk hefur búið í Grindavík í langan tíma, því hefur liðið vel þar og ekkert er til fyrirstöðu að það geti haldið áfram að búa þar,“ segir Þorvaldur. „En fólk þarf að vera meðvitað um að það gæti gosið þar nálægt og hraun streymt í áttina að bænum.“ Vogar á Vatnsleysuströnd sitja á nútímahrauni. Þorvaldur segir að það þurfi stórt gos til að hraun flæði þangað en það sé ekki útilokað. Reykjanesbær, Garðurinn og Sandgerði eru svo til stikkfrí frá hraunflæði en Hafnir eru á tiltölulega ungu hrauni. „Svo getur komið gjóskugos og allir þessir staðir, líka höfuðborgarsvæðið, orðið fyrir gjóskufalli. Staðirnir eru líka einnig viðkvæmir fyrir gasmengun því að gasið blæs,“ segir hann. Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Sjá meira
„Ef þú horfir beint í suður frá byggðinni á Völlunum þá ferðu nær gígasvæðinu. Ef það kemur til eldgoss er meiri hætta fyrir þá sem eru þar nær,“ segir Þorvaldur. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, gagnrýndi hann í Morgunblaðinu fyrir að mæla með því að Hafnfirðingar myndu ekki byggja lengra til suðurs. Sagði hún ummælin „óábyrg og óþörf“ og að yfirlýsingar á borð við þessar væru „gáleysislegar.“ Það er að verið væri að taka Hafnarfjörð út fyrir sviga þegar verið væri að ræða eldgosavá á Reykjanesskaga. Runnu á síðasta eldgosatímabili Þorvaldur svarar því neitandi að hin nýju gos á Reykjanesskaga þróist á þann veg að þau nái til Hafnarfjarðar. En Vellirnir standi á tveimur sögulegum hraunum, sem runnu á síðasta eldgosatímabili. Annars vegar er það hraun sem rann úr sprungu við Undirhlíðar á tólftu öld og bjó til Kapelluhraun. „Iðnaðarbyggðin á Völlunum og álverið í Straumsvík ná yfir á þetta svæði,“ segir Þorvaldur. Rósa sagði ummæli Þorvaldar óábyrg og óþörf.Arnar Halldórsson Hins vegar er það hraun frá um 950 sem kom úr gígum sem tilheyra Brennisteinsfjöllum. Það rann til sjávar hjá Hvaleyrar golfvellinum. „Hluti af Völlunum stendur á þessu hrauni. Þetta er annað sögulegt hraun sem myndaðist á síðasta eldgosatímabili á Reykjanesskaga,“ segir Þorvaldur. „Þessi tvö hraun þau nýjustu á höfuðborgarsvæðinu. Það eru einfaldar staðreyndir.“ Skynsamlegt að byggja í austur Byggð sunnan við Velli er á deiliskipulagi Hafnarfjarðar sem gert var fyrir meira en 20 árum síðan. Uppbyggingin núna er hins vegar í Skarðshlíðinni, austan við Vellina. Aðspurður um þetta segir Þorvaldur það mjög skynsamlegt að byggja til austurs út frá eldgosavá. Vænlegt byggingarland sé í hæðunum austan við Vellina. Hraun víða á höfuðborgarsvæðinu Almennt séð segir Þorvaldur litlar líkur á að hraunflæði eldgosa hafi áhrif á íbúabyggðir. Það geti þó gerst og Vellirnir í Hafnarfirði eru ekki eina hverfið á höfuðborgarsvæðinu sem sú hætta er til staðar á. „Ef Bláfjöll eða Brennisteinsfjöll gjósa geta þau sent hraun í átt til Reykjavíkur,“ segir Þorvaldur. Við skíðasvæðin séu gígar og þaðan liggi hraunbunki sem teygir sig í átt að Elliðavatni. „Það þarf ekkert óvenjulega stórt hraun til þess að teygja sig í áttina að efstu byggðum Reykjavíkur. En mörg svæðin eru uppi á hæð og hraunið flæðir ekki upp í móti,“ segir Þorvaldur. Leitarhraunið teygir sig frá Bláfjallasvæðinu niður í Elliðaár. Gervigígarnir á Rauðhólum mynduðust þegar það hraun rann yfir forvera sinn. Annar gýgur er Búrfellsgígurinn í Heiðmörk. Hann sendi hraun fyrir sjö þúsund árum sem ýmist er kallað Hafnarfjarðarhraun, Vífilsstaðahraun, Garðahraun eða Gálgahraun. „Fólk hefur byggt í þessu hrauni. Ef hraun hefur runnið þarna einu sinni getur það gert það aftur. En við vitum ekkert hvenær og það eru í sjálfu sér litlar líkur á því að það gerist í okkar líftíma,“ segir Þorvaldur. Grindavík berskjölduðust Hættan er mismikil í þéttbýlinu á Reykjanesskaga. Að sögn Þorvaldar er Grindavík berskjölduðust. Grindavík er næst virkum gígasvæðum, bæði í Svartsengi og annars staðar vestan við bæinn. „Fólk hefur búið í Grindavík í langan tíma, því hefur liðið vel þar og ekkert er til fyrirstöðu að það geti haldið áfram að búa þar,“ segir Þorvaldur. „En fólk þarf að vera meðvitað um að það gæti gosið þar nálægt og hraun streymt í áttina að bænum.“ Vogar á Vatnsleysuströnd sitja á nútímahrauni. Þorvaldur segir að það þurfi stórt gos til að hraun flæði þangað en það sé ekki útilokað. Reykjanesbær, Garðurinn og Sandgerði eru svo til stikkfrí frá hraunflæði en Hafnir eru á tiltölulega ungu hrauni. „Svo getur komið gjóskugos og allir þessir staðir, líka höfuðborgarsvæðið, orðið fyrir gjóskufalli. Staðirnir eru líka einnig viðkvæmir fyrir gasmengun því að gasið blæs,“ segir hann.
Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Sjá meira