

Ekkert samkomulag náðist á fundi sjúkraliða, SFR og lögreglumanna með samninganefnd ríkisins í húsnæði ríkissáttasemjara í gær. Fundi deiluaðila lauk um á þriðja tímanum í nótt og hefur nýr fundur verið boðaður klukkan níu.
Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags, segir að unnið sé hörðum höndum að því að ná samningum fyrir næsta allsherjarverkfall sem skellur að óbreyttu á næsta fimmtudag.
Útlit er fyrir að verkföll sjúkraliða og SFR-félaga haldi áfram á morgun. Þrátt fyrir stíf fundarhöld í Karphúsinu alla helgina virðist enn nokkuð í að samkomulag náist um nýja kjarasamninga.
Kjaraviðræður sjúkraliða, SFR, lögreglumanna og ríksins ganga hægt þrátt fyrir stíf fundarhöld alla helgina. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands telur ólíklegt að samningar náist í dag en ástandið á Landspítalanum er erfitt vegna verkfalla sem nú hafa staðið í vel á aðra viku.
„Helgarnar eru oft ansi drjúgar í svona. Þá er ekki annað að trufla,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR.
Fjöldi mótmælenda mætti í morgun fyrir utan Stjórnarráðið en komu að tómum kofanum.
„Við erum á fullu núna og meiri skriður kominn á viðræðurnar,“ segir formaður SFR.
Læknafélag Íslands hefur sett saman andmælabréf og sent forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna bréfs sem Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir á heilsugæslustöðinni í Árbæ, fékk.
„Knýjum á um lausn deilunnar og mætum á samstöðufund.“
Ekki tókst að græja skemmtanaleyfi í tæka tíð.
„Ég get staðfest að ég sendi bréf á einn yfirlækni. Nánar get ég ekki farið út í þau mál,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gunnari Inga Gunnarssyni yfirlækni heilsugæslunnar í Árbæ barst umrætt bréf í fyrradag þar sem hann fékk áminntur vegna framgangs í verkfalli móttökuritara stöðvarinnar. Honum gæti verið sagt upp vegna málsins.
320 störf eru á undanþágulista í verkfalli SFR. Framkvæmdastjóri SFR segir mikinn ágreining um listann. Þar sem Landspítalinn er langt undir eðlilegum mönnunarkröfum er beðið um enn fleiri undanþágur.
Flóttamenn kveiktu í kvöld í tjöldum sínum til að mótmæla slæmum aðbúnaði í flóttamannabúðunum í Brezice við landamæri Slóveníu.
Segir að starfsmenn muni fylgja yfirlækninum, verði hann látinn fara.
Ríkið hefur boðið sambærilegar hækkanir og á almenna markaðnum, en félögin krefjast sömu hækkana og gerðardómur dæmdi öðrum ríkisstarfsmönnum.
„Stjórnvöld eru gerð ábyrg fyrir öryggi borgaranna og íslensk samfélags verði laun lögreglumanna ekki leiðrétt.“
Forysta Sjúkraliðafélagsins og Landspítalans funduðu um meint verkfallsbrot á spítalanum í morgun.
Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir á Heilsugæslunni í Árbæ, sendi bréf til starfsmanna heilsugæslunnar í aðdraganda verkfalls ritara stöðvarinnar.
Kennsla verður með eðlilegu móti í Háskóla Íslands, starfsmenn á síma hjá Vegagerðinni og Útlendingastofnun mæta aftur til vinnu og sjúkraliðar snúa til starfa í dag.
Árni Stefán Jónsson hefur verið formaður SFR frá 2006. Hann á að baki þriggja áratuga reynslu af verkalýðsstarfi. Hann segir kjarabaráttuna vera yfirvegaðri nú en hún var á árum áður. Hann lætur senn af störfum.
Ágreiningur er á milli SFR og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um hvað felist í undanþágu–lista móttökuritara.
Fundi SFR, sjúkraliða, lögreglumanna og ríkisins lauk skömmu fyrir tíu. Annar fundur hefur verið boðaður.
Félag atvinnurekenda segir mat, barnamjólk og sprautunálar ekki fá tollagreiðslu vegna verkfalls SFR.
Samninganefndum tókst að höggva á hnút sem kominn var í viðræðurnar í gær. Áfram fundað í dag.
Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna.
Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn.
Samninganefndir SFR stéttarfélags, sjúkraliða og lögreglumenna sitja enn við samningaborðið í Karphúsinu.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ástandið afar slæmt.
Formaður stúdentaráðs HÍ segir ástandið í skólanum óviðunandi og hvetur kennara til að leita lausna til að koma kennsluefninu á framfæri.
Tekin ákvörðun um að opna á ný eftir heimsókn Heilbrigðiseftirlitsins.