Leik lokið: Víkingur - Valur 3-2 | Magnaður endur­komu­sigur Víkinga

Ólafur Þór Jónsson skrifar
víkingur anton brink
vísir/Anton

Víkingur vann í kvöld ótrúlegan endurkomusigur á Val í Bestu deild karla. Valsmenn misstu niður tveggja marka forskot á örskömmum tíma og stimpluðu sig út úr titilbaráttunni.

Leikurinn var frábær skemmtun. Víkingar voru orðnir einum færri eftir tuttugu mínútur en þá hafði Aron Elís Þrándarson fengið tvö gul spjöld fyrir groddaralegar tæklingar. Valsmenn nýttu sér liðsmuninn og Gylfi Þór Sigurðsson og sjálfsmark Tarik Ibrahimagic komu þeim í 2-0 forystu.

Það var ekki margt sem benti til þess að Víkingar væru að fara að jafna leikinn þar til Hólmar Örn Eyjólfsson fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á 65. mínútu. Leikurinn snerist algjörlega við þetta. 

Víkingar minnkuðu muninn mínútu síðar eftir sjálfsmark Arons Jóhannssonar, jöfnuðu metin á 74. mínútu þegar Ibrahimagic bætti fyrir sitt sjálfsmark og Ari Sigurpálsson skoraði sigurmarkið á 82. mínútu og allt trylltist í Fossvoginum.

Lokatölur 3-2 og Víkingar halda því í við Blika í toppbaráttu Bestu deildarinnar. Valsmenn eru nú átta stigum á eftir Víkingum í þriðja sæti og stimpluðu sig líklega út í titilbaráttunni.

Nánari umfjölllun og viðtöl á Vísi innan skamms.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira