Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 16. janúar 2025 21:51 Álftanes - Njarðvík Bónus Deild Vetur 2025 vísir/Diego Njarðvík tók á móti Keflavík í þéttsetinni IceMar höll í Njarðvík í kvöld. Leikurinn var minningarleikur Ölla [Örlyg Aron Sturluson] sem féll frá fyrir 25 árum síðan og því var öllu tjaldað til í Njarðvík í kvöld. Eftir mikinn baráttu leik voru það Njarðvíkingar sem höfðu betur með níu stigum 107-98. Njarðvík byrjaði leikinn af krafti þegar Evans Ganapamo stal boltanum og átti alvöru stemning troðslu til þess að koma leiknum af stað. Gestirnir frá Keflavík náðu góðu áhlaupi seinni hluta fyrsta leikhlutans og voru að hitta virkilega vel. Keflavík voru einnig grimmari á gólfinu en þeir voru að hirða hvert frákastið á fætur öðru. Keflavík leiddi nokkuð sanngjarnt með sex stigum eftir fyrsta leikhluta 23-29. Yfirburðir Keflavíkur héldu áfram inn í annan leikhluta og voru þeir oft á tíðum að komast full auðveldlega á körfuna og skiluðu nokkrum sinnum auðveldum stigum í bakið á Njarðvíkingum. Njarðvíkingar gáfu hins vegar ekkert eftir og voru með skotsýningu undir lok fyrri hálfleiksins þegar þeir settu niður fjögur þriggja stiga skot á skömmum tíma til þess að komast með jafna stöðu inn í hálfleikinn 54-54. Heimamenn í Njarðvík virkuðu mun betur stilltir þegar þeir komu út í seinni hálfleikinn. Það var allt önnur ára yfir þeim og þeirra aðgerðum. Evans Ganapamo varð sjóðandi heitur og setti hvert skotið á fætur öðru. Evans var kominn með 34 stig eftir þrjá leikhluta og var algjörlega á eldi. Það var gríðarleg barátta í þriðja leikhluta í stórskemmtilegum körfuboltaleik. Njarðvík leiddi eftir þriðja leikhluta 82-76. Það var nokkuð ljóst að hart yrði barist í fjórða leikhluta. Njarðvíkingar voru samt sem áður alltaf skrefinu á undan og settu stóru skotin. Keflavík gerði vel til að halda í við Njarðvíkinga en gátu lítið gert í frábærri skotnýtingu heimamanna sem lagði grunnin af glæstum sigri 107-98. Atvik leiksins Njarðvík endar fyrri hálfleikinn á því að setja fjögur þriggja stiga skot í röð til að jafna leikinn fyrir hálfleik. Það gaf þeim heldur betur byr fyrir seinni hálfleikinn að hafa náð góðum kafla svona stuttu fyrir hálfleik. Stjörnur og skúrkar Evans Ganapamo var gjörsamlega á eldi í kvöld. Skoraði 44 stig og var að hitta frábærlega hjá Njarðvík. Khalil Shabazz var þá einnig öflugur á báðum endum vallarins og stal boltanum nokkrum sinnum í kvöld á hárréttu augnabliki. Hjá Keflavík var Jarell Reischel nálægt því að ná þrefaldri tvennu en hann skoraði 13 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Ty-Shon Alexander var þá stigahæstur í liði gestana með 22 stig. Dómarinn Dómaratríóið hafði í nóg að snúast í kvöld. Heilt yfir fannst mér þeir komast bara þokkalega frá þessu. Eflaust hægt að pikka út einhverja smámuni úr þessu en þeir leyfðu smá hörku sem er nauðsynlegt í svona leik. Stemingin og umgjörð Stemmningin og umgjörð í Njarðvík er alltaf upp á 10,5! Það var þétt setið og stemningin eftir því hérna í IceMar-höllinni. Njarðvík-Keflavík er alltaf aðeins meira en bara leikur hérna á Suðurnesjum. Pétur Ingvarsson.Vísir/Hulda Margrét „Við erum sterkasta deildin í Skandinavíu í dag“ „Þeir spiluðu bara betur en við í kvöld og þeir hitta yfir 50% í þristum. Það er þarna leikmaður hjá þeim sem skorar 44 stig sem við vorum ekki undirbúnir undir að gæti gert þannig undirbúningur okkar var kannski öðruvísi heldur en niðurstaðan var hjá þeim þannig við gerðum kannski ekki alveg nógu góða vinnu varðandi það,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir tapið í kvöld. Keflavík byrjaði leikinn betur og voru með yfirhöndina lengst af í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik þá missa þeir tökin. „Þeir hitta gríðarlega vel og spila stífa vörn. Ekki ólöglega eða eitt né neitt. Þeir voru bara stífari og fastir fyrir á meðan við mættum því ekki alveg nógu fast og bökkuðum. Við létum veiða okkur í svoleiðis gildru að væla yfir öllu,“ sagði Pétur. Þrátt fyrir tapið í kvöld fannst Pétri ekkert endilega neitt vanta frá sínu liði í kvöld. „Vantar svo sem ekkert hjá okkur. Við erum að taka fleiri skot en þeir, við tökum fleiri fráköst en þeir og við hittum ágætlega en þeir bara hittu ógeðslega vel og einn leikmaður hjá þeim átti frábæran leik og við vorum ekki undirbúnir undir það. Það var ekkert endilega að við hefðum tapað þessu heldur vann Njarðvík bara þennan leik og skildi allt eftir á gólfinu. Við bara verðum að halda áfram og vonandi spilum við við þá aftur og þá náum við vonandi að rétta okkar hlut gegn þeim,“ sagði Pétur. Keflavík er núna búnir að vinna sjö og tapa sjö leikjum um miðja deild. Það eru margir sem bíða eftir því að Keflavíkurhraðlestinn fari í gang sem hefur aðeins höktað á þessu tímabili. „Að sjálfsögðu. Þetta er ekki ásættanlegt en þessi deild er bara mjög sterk í dag. Ég fylgist vel með evrópskum körfubolta og ég er alveg 100% á því að við erum sterkasta deildin í Skandinavíu í dag. Við erum með nokkur lið sem eru sterkari en öll lið í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Það er bara mjög erfitt að vinna leiki hérna. Þetta er gríðarleg samkeppni, gríðarleg gæði í hópunum hérna þannig þú ert ekkert að fara vinna svo auðveldlega,“ sagði Pétur. „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Njarðvík tók á móti Keflavík í IceMar-höllinni í Njarðvík í kvöld þegar fjórtánda umferð Bónus deild karla fór fram. Það má alltaf gera ráð fyrir hörku leikjum þegar þessi lið mætast og leikurinn í kvöld var það enginn undantekning. Njarðvíkingar höfðu betur í miklum baráttuleik 107-98. „Þetta var klárlega stór sigur fyrir okkur og liðssigur. Ég var mjög ánægður með það hvernig við spiluðum í kvöld,“ sagði Evans Ganapamo leikmaður Njarðvíkur sem var á eldi í kvöld. Leikur þessara nágranna liða hefur í gegnum tíðina verið kallaður „El clasico“ og það var pökkuð stúkan í kvöld. „Tilfinningin fyrir leikinn var frábær, við sáum alla stuðningsmennina í stúkunni, við erum í þessu fyrir þá og ég er mjög ánægður að sjá fullt hús. Stemningin og andrúmsloftið hjálpaði okkur að eiga góðan leik í kvöld,“ sagði Ganapamo. Evans Ganapamo átti stórleik í kvöld og skoraði 44 stig til að hjálpa sínu liði að landa sigrinum í kvöld. „Ég tók það sem vörnin gaf mér. Mér fannst Rúnar gera frábærlega með að undirbúa okkur í vikunni. Ég gerði það sem ég geri á æfingum og tók skotin sem endaði í 44 stigum,“ sagði Ganapamo. Njarðvík virkaði örlítið vanstillt í upphafi leiks og voru að elta lungað úr fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var allt annað að sjá til liðsins. Hvað var það sem Rúnar sagði í hálfleik? „Hann hélt okkur á tánnum og lét okkur vita að þetta væri stórt augnablik. Við gætum ekki leyft leiknum að fara frá okkur og það er það sem við gerðum. Fylgdum hans fyrirmælum og það heppnaðist bara vel fyrir okkur,“ sagði Ganapamo. Aðspurður um hversu stór sigur þetta væri var Evans Ganapamo á því að þetta væri stór sigur fyrir liðið. „Þetta er risa sigur og núna erum við búnir að vinna þrjá leiki í röð og á mánudaginn er stór bikarleikur. Þessi sigur gefur okkur klárlega mikið fyrir það og við förum ánægðir inn í það verkefni. Þetta er klárlega stór sigur sér í lagi gegn nágrönnum okkar,“ sagði Ganapamo. Bónus-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF
Njarðvík tók á móti Keflavík í þéttsetinni IceMar höll í Njarðvík í kvöld. Leikurinn var minningarleikur Ölla [Örlyg Aron Sturluson] sem féll frá fyrir 25 árum síðan og því var öllu tjaldað til í Njarðvík í kvöld. Eftir mikinn baráttu leik voru það Njarðvíkingar sem höfðu betur með níu stigum 107-98. Njarðvík byrjaði leikinn af krafti þegar Evans Ganapamo stal boltanum og átti alvöru stemning troðslu til þess að koma leiknum af stað. Gestirnir frá Keflavík náðu góðu áhlaupi seinni hluta fyrsta leikhlutans og voru að hitta virkilega vel. Keflavík voru einnig grimmari á gólfinu en þeir voru að hirða hvert frákastið á fætur öðru. Keflavík leiddi nokkuð sanngjarnt með sex stigum eftir fyrsta leikhluta 23-29. Yfirburðir Keflavíkur héldu áfram inn í annan leikhluta og voru þeir oft á tíðum að komast full auðveldlega á körfuna og skiluðu nokkrum sinnum auðveldum stigum í bakið á Njarðvíkingum. Njarðvíkingar gáfu hins vegar ekkert eftir og voru með skotsýningu undir lok fyrri hálfleiksins þegar þeir settu niður fjögur þriggja stiga skot á skömmum tíma til þess að komast með jafna stöðu inn í hálfleikinn 54-54. Heimamenn í Njarðvík virkuðu mun betur stilltir þegar þeir komu út í seinni hálfleikinn. Það var allt önnur ára yfir þeim og þeirra aðgerðum. Evans Ganapamo varð sjóðandi heitur og setti hvert skotið á fætur öðru. Evans var kominn með 34 stig eftir þrjá leikhluta og var algjörlega á eldi. Það var gríðarleg barátta í þriðja leikhluta í stórskemmtilegum körfuboltaleik. Njarðvík leiddi eftir þriðja leikhluta 82-76. Það var nokkuð ljóst að hart yrði barist í fjórða leikhluta. Njarðvíkingar voru samt sem áður alltaf skrefinu á undan og settu stóru skotin. Keflavík gerði vel til að halda í við Njarðvíkinga en gátu lítið gert í frábærri skotnýtingu heimamanna sem lagði grunnin af glæstum sigri 107-98. Atvik leiksins Njarðvík endar fyrri hálfleikinn á því að setja fjögur þriggja stiga skot í röð til að jafna leikinn fyrir hálfleik. Það gaf þeim heldur betur byr fyrir seinni hálfleikinn að hafa náð góðum kafla svona stuttu fyrir hálfleik. Stjörnur og skúrkar Evans Ganapamo var gjörsamlega á eldi í kvöld. Skoraði 44 stig og var að hitta frábærlega hjá Njarðvík. Khalil Shabazz var þá einnig öflugur á báðum endum vallarins og stal boltanum nokkrum sinnum í kvöld á hárréttu augnabliki. Hjá Keflavík var Jarell Reischel nálægt því að ná þrefaldri tvennu en hann skoraði 13 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Ty-Shon Alexander var þá stigahæstur í liði gestana með 22 stig. Dómarinn Dómaratríóið hafði í nóg að snúast í kvöld. Heilt yfir fannst mér þeir komast bara þokkalega frá þessu. Eflaust hægt að pikka út einhverja smámuni úr þessu en þeir leyfðu smá hörku sem er nauðsynlegt í svona leik. Stemingin og umgjörð Stemmningin og umgjörð í Njarðvík er alltaf upp á 10,5! Það var þétt setið og stemningin eftir því hérna í IceMar-höllinni. Njarðvík-Keflavík er alltaf aðeins meira en bara leikur hérna á Suðurnesjum. Pétur Ingvarsson.Vísir/Hulda Margrét „Við erum sterkasta deildin í Skandinavíu í dag“ „Þeir spiluðu bara betur en við í kvöld og þeir hitta yfir 50% í þristum. Það er þarna leikmaður hjá þeim sem skorar 44 stig sem við vorum ekki undirbúnir undir að gæti gert þannig undirbúningur okkar var kannski öðruvísi heldur en niðurstaðan var hjá þeim þannig við gerðum kannski ekki alveg nógu góða vinnu varðandi það,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir tapið í kvöld. Keflavík byrjaði leikinn betur og voru með yfirhöndina lengst af í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik þá missa þeir tökin. „Þeir hitta gríðarlega vel og spila stífa vörn. Ekki ólöglega eða eitt né neitt. Þeir voru bara stífari og fastir fyrir á meðan við mættum því ekki alveg nógu fast og bökkuðum. Við létum veiða okkur í svoleiðis gildru að væla yfir öllu,“ sagði Pétur. Þrátt fyrir tapið í kvöld fannst Pétri ekkert endilega neitt vanta frá sínu liði í kvöld. „Vantar svo sem ekkert hjá okkur. Við erum að taka fleiri skot en þeir, við tökum fleiri fráköst en þeir og við hittum ágætlega en þeir bara hittu ógeðslega vel og einn leikmaður hjá þeim átti frábæran leik og við vorum ekki undirbúnir undir það. Það var ekkert endilega að við hefðum tapað þessu heldur vann Njarðvík bara þennan leik og skildi allt eftir á gólfinu. Við bara verðum að halda áfram og vonandi spilum við við þá aftur og þá náum við vonandi að rétta okkar hlut gegn þeim,“ sagði Pétur. Keflavík er núna búnir að vinna sjö og tapa sjö leikjum um miðja deild. Það eru margir sem bíða eftir því að Keflavíkurhraðlestinn fari í gang sem hefur aðeins höktað á þessu tímabili. „Að sjálfsögðu. Þetta er ekki ásættanlegt en þessi deild er bara mjög sterk í dag. Ég fylgist vel með evrópskum körfubolta og ég er alveg 100% á því að við erum sterkasta deildin í Skandinavíu í dag. Við erum með nokkur lið sem eru sterkari en öll lið í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Það er bara mjög erfitt að vinna leiki hérna. Þetta er gríðarleg samkeppni, gríðarleg gæði í hópunum hérna þannig þú ert ekkert að fara vinna svo auðveldlega,“ sagði Pétur. „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Njarðvík tók á móti Keflavík í IceMar-höllinni í Njarðvík í kvöld þegar fjórtánda umferð Bónus deild karla fór fram. Það má alltaf gera ráð fyrir hörku leikjum þegar þessi lið mætast og leikurinn í kvöld var það enginn undantekning. Njarðvíkingar höfðu betur í miklum baráttuleik 107-98. „Þetta var klárlega stór sigur fyrir okkur og liðssigur. Ég var mjög ánægður með það hvernig við spiluðum í kvöld,“ sagði Evans Ganapamo leikmaður Njarðvíkur sem var á eldi í kvöld. Leikur þessara nágranna liða hefur í gegnum tíðina verið kallaður „El clasico“ og það var pökkuð stúkan í kvöld. „Tilfinningin fyrir leikinn var frábær, við sáum alla stuðningsmennina í stúkunni, við erum í þessu fyrir þá og ég er mjög ánægður að sjá fullt hús. Stemningin og andrúmsloftið hjálpaði okkur að eiga góðan leik í kvöld,“ sagði Ganapamo. Evans Ganapamo átti stórleik í kvöld og skoraði 44 stig til að hjálpa sínu liði að landa sigrinum í kvöld. „Ég tók það sem vörnin gaf mér. Mér fannst Rúnar gera frábærlega með að undirbúa okkur í vikunni. Ég gerði það sem ég geri á æfingum og tók skotin sem endaði í 44 stigum,“ sagði Ganapamo. Njarðvík virkaði örlítið vanstillt í upphafi leiks og voru að elta lungað úr fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var allt annað að sjá til liðsins. Hvað var það sem Rúnar sagði í hálfleik? „Hann hélt okkur á tánnum og lét okkur vita að þetta væri stórt augnablik. Við gætum ekki leyft leiknum að fara frá okkur og það er það sem við gerðum. Fylgdum hans fyrirmælum og það heppnaðist bara vel fyrir okkur,“ sagði Ganapamo. Aðspurður um hversu stór sigur þetta væri var Evans Ganapamo á því að þetta væri stór sigur fyrir liðið. „Þetta er risa sigur og núna erum við búnir að vinna þrjá leiki í röð og á mánudaginn er stór bikarleikur. Þessi sigur gefur okkur klárlega mikið fyrir það og við förum ánægðir inn í það verkefni. Þetta er klárlega stór sigur sér í lagi gegn nágrönnum okkar,“ sagði Ganapamo.