Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Hjörvar Ólafsson skrifar 7. apríl 2025 20:46 Ægir Þór Steinarsson var stigahæstur á vellinum í leiknum. Vísir/Pawel Stjarnan er komin í 2-0 í einvígi sínu við ÍR í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta eftir 82-90 sigur sinn í öðrum leiknum í rimmu liðanna í Skógarseli í kvöld. ÍR-ingar hófu leikinn af mun meiri krafti og allt annað var að sjá varnarleik liðsins í þessum leik en í tapinu í Garðabænum. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 19-16 heimamönnum í vil. Auk þess að spila sterkari vörn voru fleiri hlutir í vopnabúrinu hjá ÍR-ingum framan af leik en bara Jacob Falko eins og var raunin í fyrsta leiknum. Liðin skiptust á að hafa forystuna í öðrum leikhluta en þar fann Dani Koljanin fjölina sína og það kviknaði svo um munaði á Ægi Þór Steinarssyni. Þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var staðan hnífjöfn, 42-42. Stjarnan náði góðum kafla um miðbik þriðja leikhluta og komst 57-50 yfir en ÍR-ingar svöruðu því með sex stigum í röð og minnkuðu muninn í eitt stig, 57-56. Þá tóku Stjörnumenn aftur við sér og Júlíus Orri Ágústsson sá til þess að gestirnir fóru með 10 stiga forystu, 61-71, inn í fjórða og síðasta leikhlutann með tveimur stigum af vítalínunni. Leikmenn Stjörnunnar hleyptu ÍR-ingum aldrei í almennilegt áhlaup í fjórða leikhluta. Í seinni hálfleik varð sóknarleikurinn stirðari hjá ÍR-ingum og vopnunum þar fækkaði eftir því sem leið á leikinn. Orri Gunnarsson skoraði fimm stig í röð fyrir Stjörnuna um miðjan leikhlutann en stemmingskörfur hans juku muninn í 11 stig, 67-78, og sigurinn á leiðinni í Garðabæinn. Þegar yfir lauk fór Stjarnan með átta stiga sigur af hólmi, 82-90, og getur þar af leiðandi tryggt sér farseðilinn í undanúrslitin með sigri í þriðja leik liðanna sem fram fer á föstudaginn kemur. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var ekki sáttur við dómgæsluna. Vísir/Hulda Margrét Borche: Hallaði verulega á okkur í dómgæslunni „Við nálguðumst þennan leik mun betur en fyrsta leikinn og ég er mjög stoltur með hugarfar leikmanna og hvað þeir lögðu mikið á sig til þess að freista þess að vinna. Við spiluðum mun betri vörn og vorum inni í leiknum allan tímann. Því miður dugði það ekki til að þessu sinni,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, að leik loknum. „Að mínu mati var það dómgæslan sem varð til þess að við náðum ekki að fara alla leið og landa sigri. Það hallaði verulega á okkur þegar kemur ákvörðunum dómaranna og ég efast um að það hafi áður gerst í sögu úrslitakeppninnar að annað lið fái dæmdar á sig 20 villur í einum leikhluta og hitt sex,“ sagði Borche pirraður. „Annað liðið fær að spila aggressíva vörn og komast upp með það á meðan við lendum í villuvandræðum með lykilleikmenn okkar þegar líða tók á leikinn. Það varð til þess að við náðum ekki að stíga skrefið allan leið og vinna,“ sagði hann um dómara kvöldsins. „Við munum mæta með sama baráttuanda og trú á okkar í leikinn á föstudaginn. Vonandi fáum við þar sanngjarna dómgæslu og spilum á jafnréttisgrundvelli. Stjarnan er með frábært lið og þarf ekki á hjálp dómaranna að halda eins og var uppi á teningnum í kvöld til þess að vinna leiki,“ sagði þjálfarinn um framhaldið. Baldur Þór: Varnarleikurinn lagði grunninn aftur „Aftur var það sterkur varnarleikur okkar sem lagði grunninn að sigrinum og það var í raun og veru sama uppskrift sem varð til þess að við nældum í þennan sigur. Liðið er allt að spila sem einn maður í vörninni og það skilar sér þegar á þennan stað í tímabilinu er komið að spila öfluga vörn,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur. „Það er erfitt að spila í þessu andrúmslofti sem verður í þessu íþróttahúsi þegar allt er undir. Það er mikill hávaði hérna og erfitt að eiga samskipti til þess að laga það sem er ekki að ganga nógu vel upp. Af þeim sökum er gott að hafa rútíneraðar vinnureglur í vörninni og sterka karaktera til þess að spila við þessar krefjandi aðstæður,“ sagði Baldur Þór enn fremur. „Við náðum góðum rytma á báðum endum vallarins og stemmingunni okkar megin um miðjan þriðja leikhluta sem varð til þess að við náðum smá forskoti. Við spiluðum svo sterka vörn út leikinn og svöruðum ávallt þeirra áhlaupum,“ sagði hann. „Þó svo að við séum að spila vel þá er alltaf eitthvað sem hægt er að bæta. Leikplanið er að ganga vel upp í þessum tveimur fyrstu leikjum en það eru smáatriði hér og þar sem við getum gert betur. Stefnan er að fínpússa það og klára þetta í Garðabænum á föstudaginn,“ sagði þjálfarinn um næstu skref í viðureign liðanna. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari StjörnunnarVísir/Anton Brink Atvik leiksins Orri Gunnarsson skoraði mikilvæg fimm stig í röð þegar ÍR-ingar voru að hóta áhlaupi um miðjan fjórða leikhluta. Fyrri körfuna skoraði hann í þann mund sem skotklukkan var að renna út og þá seinni með þriggja stiga skoti af löngu færi. Stjörnur og skúrkar Ægir Þór Steinarsson og Jacob Falko báru höfuð og herðar yfir aðra leikmenn inni á vellinum í kvöld en Ægir Þór skoraði 27 stig fyrir Stjörnuna og gaf sjö stoðsendingar. Falko setti 25 stig og mataði samherja sína með átta stoðsendingum. Dómarar leiksins Dómarar leiksins þeir Kristinn Óskarsson, Jakob Árni Ísleifsson og Sigurbaldur Frímannsson höfðu góð tök á þessum leik og fá sjö í einkunn fyrir sín störf. ÍR-ingar eru þó ekki sammála mér en þeim fannst á sig halla og bentu á mun á villufjölda til stuðnings gagnrýni sinni. Leikmenn ÍR fengu dæmdar á sig 29 villur í leiknum en Stjörnumenn 15 villur. Stemming og umgjörð Stuðningsmannasveitir beggja liða voru fjölmennar í Skógarselinu og fundu þær báðar jafnvægislistina við að hvetja sín lið og skjóta góðlátega á andstæðinginn. Stemmingin var með besta móti í Skógarselinu og þeir sem lögðu leið sína í stúkuna settu skemmtilegan svip á leikinn. Bónus-deild karla ÍR Stjarnan
Stjarnan er komin í 2-0 í einvígi sínu við ÍR í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta eftir 82-90 sigur sinn í öðrum leiknum í rimmu liðanna í Skógarseli í kvöld. ÍR-ingar hófu leikinn af mun meiri krafti og allt annað var að sjá varnarleik liðsins í þessum leik en í tapinu í Garðabænum. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 19-16 heimamönnum í vil. Auk þess að spila sterkari vörn voru fleiri hlutir í vopnabúrinu hjá ÍR-ingum framan af leik en bara Jacob Falko eins og var raunin í fyrsta leiknum. Liðin skiptust á að hafa forystuna í öðrum leikhluta en þar fann Dani Koljanin fjölina sína og það kviknaði svo um munaði á Ægi Þór Steinarssyni. Þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var staðan hnífjöfn, 42-42. Stjarnan náði góðum kafla um miðbik þriðja leikhluta og komst 57-50 yfir en ÍR-ingar svöruðu því með sex stigum í röð og minnkuðu muninn í eitt stig, 57-56. Þá tóku Stjörnumenn aftur við sér og Júlíus Orri Ágústsson sá til þess að gestirnir fóru með 10 stiga forystu, 61-71, inn í fjórða og síðasta leikhlutann með tveimur stigum af vítalínunni. Leikmenn Stjörnunnar hleyptu ÍR-ingum aldrei í almennilegt áhlaup í fjórða leikhluta. Í seinni hálfleik varð sóknarleikurinn stirðari hjá ÍR-ingum og vopnunum þar fækkaði eftir því sem leið á leikinn. Orri Gunnarsson skoraði fimm stig í röð fyrir Stjörnuna um miðjan leikhlutann en stemmingskörfur hans juku muninn í 11 stig, 67-78, og sigurinn á leiðinni í Garðabæinn. Þegar yfir lauk fór Stjarnan með átta stiga sigur af hólmi, 82-90, og getur þar af leiðandi tryggt sér farseðilinn í undanúrslitin með sigri í þriðja leik liðanna sem fram fer á föstudaginn kemur. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var ekki sáttur við dómgæsluna. Vísir/Hulda Margrét Borche: Hallaði verulega á okkur í dómgæslunni „Við nálguðumst þennan leik mun betur en fyrsta leikinn og ég er mjög stoltur með hugarfar leikmanna og hvað þeir lögðu mikið á sig til þess að freista þess að vinna. Við spiluðum mun betri vörn og vorum inni í leiknum allan tímann. Því miður dugði það ekki til að þessu sinni,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, að leik loknum. „Að mínu mati var það dómgæslan sem varð til þess að við náðum ekki að fara alla leið og landa sigri. Það hallaði verulega á okkur þegar kemur ákvörðunum dómaranna og ég efast um að það hafi áður gerst í sögu úrslitakeppninnar að annað lið fái dæmdar á sig 20 villur í einum leikhluta og hitt sex,“ sagði Borche pirraður. „Annað liðið fær að spila aggressíva vörn og komast upp með það á meðan við lendum í villuvandræðum með lykilleikmenn okkar þegar líða tók á leikinn. Það varð til þess að við náðum ekki að stíga skrefið allan leið og vinna,“ sagði hann um dómara kvöldsins. „Við munum mæta með sama baráttuanda og trú á okkar í leikinn á föstudaginn. Vonandi fáum við þar sanngjarna dómgæslu og spilum á jafnréttisgrundvelli. Stjarnan er með frábært lið og þarf ekki á hjálp dómaranna að halda eins og var uppi á teningnum í kvöld til þess að vinna leiki,“ sagði þjálfarinn um framhaldið. Baldur Þór: Varnarleikurinn lagði grunninn aftur „Aftur var það sterkur varnarleikur okkar sem lagði grunninn að sigrinum og það var í raun og veru sama uppskrift sem varð til þess að við nældum í þennan sigur. Liðið er allt að spila sem einn maður í vörninni og það skilar sér þegar á þennan stað í tímabilinu er komið að spila öfluga vörn,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur. „Það er erfitt að spila í þessu andrúmslofti sem verður í þessu íþróttahúsi þegar allt er undir. Það er mikill hávaði hérna og erfitt að eiga samskipti til þess að laga það sem er ekki að ganga nógu vel upp. Af þeim sökum er gott að hafa rútíneraðar vinnureglur í vörninni og sterka karaktera til þess að spila við þessar krefjandi aðstæður,“ sagði Baldur Þór enn fremur. „Við náðum góðum rytma á báðum endum vallarins og stemmingunni okkar megin um miðjan þriðja leikhluta sem varð til þess að við náðum smá forskoti. Við spiluðum svo sterka vörn út leikinn og svöruðum ávallt þeirra áhlaupum,“ sagði hann. „Þó svo að við séum að spila vel þá er alltaf eitthvað sem hægt er að bæta. Leikplanið er að ganga vel upp í þessum tveimur fyrstu leikjum en það eru smáatriði hér og þar sem við getum gert betur. Stefnan er að fínpússa það og klára þetta í Garðabænum á föstudaginn,“ sagði þjálfarinn um næstu skref í viðureign liðanna. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari StjörnunnarVísir/Anton Brink Atvik leiksins Orri Gunnarsson skoraði mikilvæg fimm stig í röð þegar ÍR-ingar voru að hóta áhlaupi um miðjan fjórða leikhluta. Fyrri körfuna skoraði hann í þann mund sem skotklukkan var að renna út og þá seinni með þriggja stiga skoti af löngu færi. Stjörnur og skúrkar Ægir Þór Steinarsson og Jacob Falko báru höfuð og herðar yfir aðra leikmenn inni á vellinum í kvöld en Ægir Þór skoraði 27 stig fyrir Stjörnuna og gaf sjö stoðsendingar. Falko setti 25 stig og mataði samherja sína með átta stoðsendingum. Dómarar leiksins Dómarar leiksins þeir Kristinn Óskarsson, Jakob Árni Ísleifsson og Sigurbaldur Frímannsson höfðu góð tök á þessum leik og fá sjö í einkunn fyrir sín störf. ÍR-ingar eru þó ekki sammála mér en þeim fannst á sig halla og bentu á mun á villufjölda til stuðnings gagnrýni sinni. Leikmenn ÍR fengu dæmdar á sig 29 villur í leiknum en Stjörnumenn 15 villur. Stemming og umgjörð Stuðningsmannasveitir beggja liða voru fjölmennar í Skógarselinu og fundu þær báðar jafnvægislistina við að hvetja sín lið og skjóta góðlátega á andstæðinginn. Stemmingin var með besta móti í Skógarselinu og þeir sem lögðu leið sína í stúkuna settu skemmtilegan svip á leikinn.
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum