Fréttir Selenskí varar við „kjarnorku hörmung“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kom fram fyrir þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag og sagði Rússland vera að skipuleggja frekari árásir gegn kjarnorkuverum Úkraínu og varaði viðstadda við „kjarnorku hörmung“. Erlent 25.9.2024 19:54 Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. Innlent 25.9.2024 19:50 Erlend þjófagengi herja á verslanir Erlend þjófagengi herja á verslanir hér á landi en á síðasta ári var stolið fyrir fjóra milljarða í matvörubúðun. Þá hafa eldri konur orðið sérstaklega fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum í verslunum. Innlent 25.9.2024 19:01 Gömul og óskráð skotvopn komi oft „frá afa“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur heimsótt á þriðja hundrað manns það sem af er ári í reglubundnu eftirliti með skotvopnaeigendum. Lögreglan ítrekar að eigendur geti átt von á heimsókn frá lögreglu án fyrirvara til að kanna vörslur skotvopna og skotfæra. Innlent 25.9.2024 18:33 Ætla að tala opinskátt um ofbeldi í Kópavogi Kópavogsbær bregst við vopnaburði barna og ungmenna og flýtir innleiðingu forvarnarverkefnisins Opinskátt um ofbeldi. Ákveðið var að flýta verkefninu um eitt skólaár á fundi menntaráðs Kópavogsbæjar. Verkefnið verður innleitt í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna. Innlent 25.9.2024 18:10 Stórfelldur þjófnaður í matvörubúðum og slysahætta á „ævintýraeyju“ Erlend þjófagengi herja á búðir hér á landi og á síðasta ári nam andvirði þýfisins í matvöruverslunum um fjórum milljörðum króna. Þá hafa eldri konur orðið sérstaklega fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum í verslunum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 25.9.2024 18:03 Ytri Rangá hefur gefið 4 þúsund laxa í sumar Lax númer fjögur þúsund veiddist í gær í Ytri Rangá þegar Gestur Antonsson veiðimaður frá Ólafsfirði landaði fallega nýgenginni 60 cm hrygnu á Stallsmýrarfljóti um miðjan dag. Þar veiddust samtals 53 laxar í gær, vel dreift um alla á en veiði í ánni hefur verið mjög góð í sumar. Innlent 25.9.2024 17:32 Tvö hundruð milljónir í baráttuna um Bessastaði Frambjóðendurnir tólf sem kepptust um embætti forseta eyddu samtals tæpum 194 milljónum króna í framboð sín. Framboð Katrínar Jakobsdóttur var það langdýrasta en kostnaðurinn við það nam tæpum þrjátíu prósentum af heildarútgjöldum framboðanna. Innlent 25.9.2024 16:15 Maðurinn sem lést í Brúará frá Katar Maðurinn sem lést í gær þegar hann féll í Hlauptungufoss í Brúará var um þrítugt og frá Katar. Hann var hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni þegar slysið varð. Innlent 25.9.2024 16:06 Loftárásum ætlað að undirbúa mögulega innrás Herzi Halevi, formaður herforingjaráðs Ísrael, segir að umfangsmiklum loftárásum Ísraela í Líbanon undanfarna daga sé bæði ætlað að grafa undan mætti Hezbollah og að leggja grunninn að mögulegri innrás í sunnanvert landið. Halevi samþykkti á dögunum aðgerðaáætlun fyrir árásir á Líbanon en ráðherra og herforingjar hafa kallað eftir innrás. Erlent 25.9.2024 15:59 Sjónarmið Miðflokksins og Arnars Þórs skarist að mörgu leyti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir fulltrúa flokksins og Arnar Þór Jónsson, hafa átt gott samtal sem hafi ekki skilað neinni niðurstöðu. Innlent 25.9.2024 15:43 Konan komst úr bílnum af sjálfsdáðum Bifreið hjóna sem lentu í alvarlegu umferðarslysi við Fossá á Skaga í gær var á hvolfi ofan í Fossá þegar að lögregla og viðbragðsaðilar komu á vettvang. Hjónin óku eftir malarvegi en svo virðist sem að maðurinn sem lést hafi misst stjórn á bílnum og ekið út af. Innlent 25.9.2024 15:37 Hjónin létust eftir langvarandi veikindi Andlát hjónanna sem fundust látin á heimili þeirra í Bolungarvík í lok maí er ekki talið hafa borið að með saknæmum hætti. Þau hafi látist eftir langvarandi veikindi. Innlent 25.9.2024 15:29 „Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. Erlent 25.9.2024 15:05 Eiturlyf og vopn fundust á heimili hins handtekna á Bakkafirði Sveitastjóri í Langanesbyggð segist hafa rætt við íbúa á Bakkafirði sem er ósáttur við aðgerðir sérsveitarinnar á mánudag og afskiptasemi og neikvæðni í samfélaginu. Pólskt par var handtekið grunað um fíkniefnaframleiðslu og er karlmaðurinn eftirlýstur í heimalandinu fyrir fjársvik. Sveitastjórinn vonast til að öldur lægi. Ríkislögreglustjóri segir aðgerðir sérsveitar erfiðar fyrir alla. Innlent 25.9.2024 14:07 Skutu skotflaug í Kyrrhafið í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár Kínverjar framkvæmdu í morgun tilraun með langdræga skotflaug sem borið getur kjarnorkuvopn. Eldflaugin bar gervi-sprengiodd og var henni skotið í Kyrrahafi en þetta er í fyrsta sinn í nokkra áratugi sem Kínverjar gera tilraun sem þessa. Erlent 25.9.2024 14:01 Manndrápstíðni áhyggjuefni þrátt fyrir sveiflur og fólksfjölgun Frá árinu 2016 hafa verið framin um þrjú manndráp á ári að meðaltali á Íslandi. Manndrápstíðnin á því tímabili er nálægt meðaltali margra Evrópuþjóða. Innlent 25.9.2024 13:17 Manngerð hlýnun gerði flóðin í Evrópu tvöfalt líklegri en ella Hnattræn hlýnun af völdum manna tvöfaldaði líkurnar á úrhellinu sem olli mannskæðum flóðum í Mið-Evrópu í síðustu viku. Að minnsta kosti 24 fórust í flóðunum sem eru sögð þau verstu í að minnsta kosti tuttugu ár. Erlent 25.9.2024 12:03 Útiloka ekki kosningar í vor Þingflokksformenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks útiloka ekki vorkosningar þó þær hafi ekki verið ræddar innan flokkanna. Eini frambjóðandinn til formannssætis Vinstri grænna vill kosningar í vor frekar en í haust. Innlent 25.9.2024 11:58 Gripnir á leið upp í flugvél en tugmilljóna þýfi ófundið Þýfi að verðmæti tuga milljóna króna úr innbrotum í tvær verslanir Elko á höfuðborgarsvæðinu er ófundið. Litlu mátti muna að þeir sem grunaðir eru um innbrotin slyppu úr landi. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko virkaði ekki vegna framkvæmda. Innlent 25.9.2024 11:58 Tugmilljóna þýfi úr Elko enn ófundið Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra sem segir að viðskiptabankarnir hafi farið heldur bratt í vaxtahækkanir á verðtryggðum íbúðalánum. Innlent 25.9.2024 11:44 Býst við að Bjarni bæti úr óheyrilegum meðferðartíma Umboðsmaður Alþingis telur málsmeðferðartíma Úrskurðarnefndar upplýsinga almennt lengri en góðu hófi gegnir. Nefndin hefur lofað bót og betrun og Umboðsmaður mun ekki beita sér frekar í málin. Hann gerir þó ráð fyrir því að forsætisráðherra leggi lóð sín á vogaskálarnar. Innlent 25.9.2024 11:41 Arnar Þór og Miðflokkur náðu ekki saman Viðræður Arnars Þórs Jónssonar, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, og Miðflokksins hafa fjarað út. Hann segist íhuga alvarlega að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Innlent 25.9.2024 11:34 Unnu spellvirki á finnska þinghúsinu til að mótmæla móvinnslu Á annan tug umhverfisverndarsinna var handtekinn eftir að spellvirki voru unnin á finnska þinghúsinu í Helsinki í morgun. Fólki skvetti rauðleitum vökva á tröppur og súlur hússins til þess að mótmæla móvinnslu finnsks fyrirtækis í Svíþjóð. Erlent 25.9.2024 11:23 Lögregluþjónn frá Hong Kong lést við Fossá á Skaga Maðurinn sem lést í bílslysi við Fossá á Skaga í gær var lögregluþjónn frá Hong Kong. Eiginkona hans, sem slasaðist, er einnig lögregluþjónn. Innlent 25.9.2024 10:26 Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. Erlent 25.9.2024 10:15 Talinn hafa stungið mann eftir að hafa skemmt bílinn hans Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að valda skemmdum á bíl annars manns, brjótast inn til hans og stinga hann í tvígang. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í Kópavogi árið 2022. Innlent 25.9.2024 09:01 Dregur úr vindi og ofankomu Í dag er búist við því að það dragi smám saman úr vindi og ofankomu. Víða verði norðan gola síðdegis og dálítil væta á norðaustanverðu landinu, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Veður 25.9.2024 08:58 Combs sakaður um enn eina kynferðisárásina Enn einn einstaklingurinn hefur stigið fram og ásakað tónlistar- og athafnamanninn Sean „Diddy“ Combs um kynferðisofbeldi. Kona að nafni Thalia Graves hefur höfðað mál gegn rapparanum, sem hún segir hafa nauðgað sér í New York árið 2001. Erlent 25.9.2024 08:32 Infowars á uppboð í nóvember upp í skuld við syrgjandi fjölskyldur Vefsíðan Infowars og tengdar eignir verða seldar á uppboði um miðjan nóvember, upp í skuld samsæriskenningasmiðsins Alex Jones við fjölskyldur barna sem létust í skotárásinni í Sandy Hook. Erlent 25.9.2024 07:46 « ‹ 132 133 134 135 136 137 138 139 140 … 334 ›
Selenskí varar við „kjarnorku hörmung“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kom fram fyrir þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag og sagði Rússland vera að skipuleggja frekari árásir gegn kjarnorkuverum Úkraínu og varaði viðstadda við „kjarnorku hörmung“. Erlent 25.9.2024 19:54
Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. Innlent 25.9.2024 19:50
Erlend þjófagengi herja á verslanir Erlend þjófagengi herja á verslanir hér á landi en á síðasta ári var stolið fyrir fjóra milljarða í matvörubúðun. Þá hafa eldri konur orðið sérstaklega fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum í verslunum. Innlent 25.9.2024 19:01
Gömul og óskráð skotvopn komi oft „frá afa“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur heimsótt á þriðja hundrað manns það sem af er ári í reglubundnu eftirliti með skotvopnaeigendum. Lögreglan ítrekar að eigendur geti átt von á heimsókn frá lögreglu án fyrirvara til að kanna vörslur skotvopna og skotfæra. Innlent 25.9.2024 18:33
Ætla að tala opinskátt um ofbeldi í Kópavogi Kópavogsbær bregst við vopnaburði barna og ungmenna og flýtir innleiðingu forvarnarverkefnisins Opinskátt um ofbeldi. Ákveðið var að flýta verkefninu um eitt skólaár á fundi menntaráðs Kópavogsbæjar. Verkefnið verður innleitt í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna. Innlent 25.9.2024 18:10
Stórfelldur þjófnaður í matvörubúðum og slysahætta á „ævintýraeyju“ Erlend þjófagengi herja á búðir hér á landi og á síðasta ári nam andvirði þýfisins í matvöruverslunum um fjórum milljörðum króna. Þá hafa eldri konur orðið sérstaklega fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum í verslunum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 25.9.2024 18:03
Ytri Rangá hefur gefið 4 þúsund laxa í sumar Lax númer fjögur þúsund veiddist í gær í Ytri Rangá þegar Gestur Antonsson veiðimaður frá Ólafsfirði landaði fallega nýgenginni 60 cm hrygnu á Stallsmýrarfljóti um miðjan dag. Þar veiddust samtals 53 laxar í gær, vel dreift um alla á en veiði í ánni hefur verið mjög góð í sumar. Innlent 25.9.2024 17:32
Tvö hundruð milljónir í baráttuna um Bessastaði Frambjóðendurnir tólf sem kepptust um embætti forseta eyddu samtals tæpum 194 milljónum króna í framboð sín. Framboð Katrínar Jakobsdóttur var það langdýrasta en kostnaðurinn við það nam tæpum þrjátíu prósentum af heildarútgjöldum framboðanna. Innlent 25.9.2024 16:15
Maðurinn sem lést í Brúará frá Katar Maðurinn sem lést í gær þegar hann féll í Hlauptungufoss í Brúará var um þrítugt og frá Katar. Hann var hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni þegar slysið varð. Innlent 25.9.2024 16:06
Loftárásum ætlað að undirbúa mögulega innrás Herzi Halevi, formaður herforingjaráðs Ísrael, segir að umfangsmiklum loftárásum Ísraela í Líbanon undanfarna daga sé bæði ætlað að grafa undan mætti Hezbollah og að leggja grunninn að mögulegri innrás í sunnanvert landið. Halevi samþykkti á dögunum aðgerðaáætlun fyrir árásir á Líbanon en ráðherra og herforingjar hafa kallað eftir innrás. Erlent 25.9.2024 15:59
Sjónarmið Miðflokksins og Arnars Þórs skarist að mörgu leyti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir fulltrúa flokksins og Arnar Þór Jónsson, hafa átt gott samtal sem hafi ekki skilað neinni niðurstöðu. Innlent 25.9.2024 15:43
Konan komst úr bílnum af sjálfsdáðum Bifreið hjóna sem lentu í alvarlegu umferðarslysi við Fossá á Skaga í gær var á hvolfi ofan í Fossá þegar að lögregla og viðbragðsaðilar komu á vettvang. Hjónin óku eftir malarvegi en svo virðist sem að maðurinn sem lést hafi misst stjórn á bílnum og ekið út af. Innlent 25.9.2024 15:37
Hjónin létust eftir langvarandi veikindi Andlát hjónanna sem fundust látin á heimili þeirra í Bolungarvík í lok maí er ekki talið hafa borið að með saknæmum hætti. Þau hafi látist eftir langvarandi veikindi. Innlent 25.9.2024 15:29
„Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. Erlent 25.9.2024 15:05
Eiturlyf og vopn fundust á heimili hins handtekna á Bakkafirði Sveitastjóri í Langanesbyggð segist hafa rætt við íbúa á Bakkafirði sem er ósáttur við aðgerðir sérsveitarinnar á mánudag og afskiptasemi og neikvæðni í samfélaginu. Pólskt par var handtekið grunað um fíkniefnaframleiðslu og er karlmaðurinn eftirlýstur í heimalandinu fyrir fjársvik. Sveitastjórinn vonast til að öldur lægi. Ríkislögreglustjóri segir aðgerðir sérsveitar erfiðar fyrir alla. Innlent 25.9.2024 14:07
Skutu skotflaug í Kyrrhafið í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár Kínverjar framkvæmdu í morgun tilraun með langdræga skotflaug sem borið getur kjarnorkuvopn. Eldflaugin bar gervi-sprengiodd og var henni skotið í Kyrrahafi en þetta er í fyrsta sinn í nokkra áratugi sem Kínverjar gera tilraun sem þessa. Erlent 25.9.2024 14:01
Manndrápstíðni áhyggjuefni þrátt fyrir sveiflur og fólksfjölgun Frá árinu 2016 hafa verið framin um þrjú manndráp á ári að meðaltali á Íslandi. Manndrápstíðnin á því tímabili er nálægt meðaltali margra Evrópuþjóða. Innlent 25.9.2024 13:17
Manngerð hlýnun gerði flóðin í Evrópu tvöfalt líklegri en ella Hnattræn hlýnun af völdum manna tvöfaldaði líkurnar á úrhellinu sem olli mannskæðum flóðum í Mið-Evrópu í síðustu viku. Að minnsta kosti 24 fórust í flóðunum sem eru sögð þau verstu í að minnsta kosti tuttugu ár. Erlent 25.9.2024 12:03
Útiloka ekki kosningar í vor Þingflokksformenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks útiloka ekki vorkosningar þó þær hafi ekki verið ræddar innan flokkanna. Eini frambjóðandinn til formannssætis Vinstri grænna vill kosningar í vor frekar en í haust. Innlent 25.9.2024 11:58
Gripnir á leið upp í flugvél en tugmilljóna þýfi ófundið Þýfi að verðmæti tuga milljóna króna úr innbrotum í tvær verslanir Elko á höfuðborgarsvæðinu er ófundið. Litlu mátti muna að þeir sem grunaðir eru um innbrotin slyppu úr landi. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko virkaði ekki vegna framkvæmda. Innlent 25.9.2024 11:58
Tugmilljóna þýfi úr Elko enn ófundið Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra sem segir að viðskiptabankarnir hafi farið heldur bratt í vaxtahækkanir á verðtryggðum íbúðalánum. Innlent 25.9.2024 11:44
Býst við að Bjarni bæti úr óheyrilegum meðferðartíma Umboðsmaður Alþingis telur málsmeðferðartíma Úrskurðarnefndar upplýsinga almennt lengri en góðu hófi gegnir. Nefndin hefur lofað bót og betrun og Umboðsmaður mun ekki beita sér frekar í málin. Hann gerir þó ráð fyrir því að forsætisráðherra leggi lóð sín á vogaskálarnar. Innlent 25.9.2024 11:41
Arnar Þór og Miðflokkur náðu ekki saman Viðræður Arnars Þórs Jónssonar, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, og Miðflokksins hafa fjarað út. Hann segist íhuga alvarlega að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Innlent 25.9.2024 11:34
Unnu spellvirki á finnska þinghúsinu til að mótmæla móvinnslu Á annan tug umhverfisverndarsinna var handtekinn eftir að spellvirki voru unnin á finnska þinghúsinu í Helsinki í morgun. Fólki skvetti rauðleitum vökva á tröppur og súlur hússins til þess að mótmæla móvinnslu finnsks fyrirtækis í Svíþjóð. Erlent 25.9.2024 11:23
Lögregluþjónn frá Hong Kong lést við Fossá á Skaga Maðurinn sem lést í bílslysi við Fossá á Skaga í gær var lögregluþjónn frá Hong Kong. Eiginkona hans, sem slasaðist, er einnig lögregluþjónn. Innlent 25.9.2024 10:26
Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. Erlent 25.9.2024 10:15
Talinn hafa stungið mann eftir að hafa skemmt bílinn hans Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að valda skemmdum á bíl annars manns, brjótast inn til hans og stinga hann í tvígang. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í Kópavogi árið 2022. Innlent 25.9.2024 09:01
Dregur úr vindi og ofankomu Í dag er búist við því að það dragi smám saman úr vindi og ofankomu. Víða verði norðan gola síðdegis og dálítil væta á norðaustanverðu landinu, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Veður 25.9.2024 08:58
Combs sakaður um enn eina kynferðisárásina Enn einn einstaklingurinn hefur stigið fram og ásakað tónlistar- og athafnamanninn Sean „Diddy“ Combs um kynferðisofbeldi. Kona að nafni Thalia Graves hefur höfðað mál gegn rapparanum, sem hún segir hafa nauðgað sér í New York árið 2001. Erlent 25.9.2024 08:32
Infowars á uppboð í nóvember upp í skuld við syrgjandi fjölskyldur Vefsíðan Infowars og tengdar eignir verða seldar á uppboði um miðjan nóvember, upp í skuld samsæriskenningasmiðsins Alex Jones við fjölskyldur barna sem létust í skotárásinni í Sandy Hook. Erlent 25.9.2024 07:46