Fréttir

Verk­fallið boðað með lög­mætum hætti

BSRB, fyrir hönd Félags íslenskra flugumferðarstjóra, hefur verið sýknað af kröfum Samtaka atvinnulífsins. SA kröfðust þess að viðurkennt yrði með dómi Félagsdóms að verkfall sem Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað og koma á til framkvæmda 18. desember 2023, klukkan 4:00, væri ólögmætt.

Innlent

Kastaði hand­sprengjum inn á fjöl­mennan fund

Bæjarfulltrúi sprengdi að virðist þrjár handsprengjur á fjölmennum fundi í ráðhúsi Keretsk-bæjar í vesturhluta Úkraínu í dag. Árásarmaðurinn var sagður hafa dáið og 26 aðrir eru særðir, en lögreglan dró síðar til baka að maðurinn hefði dáið og er hann sagður í alvarlegu ástandi.

Erlent

Öllum starfs­mönnum Mennta­mála­stofnunar sagt upp

Öllum starfsmönnum Menntamálastofnunar var sagt upp í morgun. Alls störfuðu 46 hjá stofnuninni. Forstjóri stofnunarinnar, Þórdís Jóna Sigurðardóttir, segir þetta ekki hafa komið starfsmönnum á óvart. Meiri stuðningur við skólasamfélagið verði í nýrri stofnun. 

Innlent

Harry lagði Mirror í hakkaramáli

Harry Bretaprins hefur lagt eigendur breska götublaðsins Daily Mirror í máli sem hann höfðaði á hendur þeim fyrir að hafa brotist inn í síma hans. Þeim hefur verið gert að greiða prinsinum bætur sem nema 140 þúsund pundum eða rúmum 25 milljónum króna.

Erlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður fjallað áfram um kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA en samningafundur hófst í deilunni klukkan tíu.

Innlent

Enn eitt skipið fyrir eld­flaug á Rauða­hafi

Enn eitt flutningaskipið varð fyrir eldflaug á Rauðahafi í gærkvöldi. Eldflauginni mun hafa verið skotið frá yfirráðasvæði Húta í Jemen, eins og öðrum eldflaugum, en eldur kom upp í skipinu þegar eldflaugin hæfði það.

Erlent

Semja við Erni um flug til Eyja

Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Erni um flug til Vestmannaeyja. Flognar verða fjórar ferðir í viku á tímabilinu 15. desember til 28. febrúar og verður fyrsta flugið næstkomandi sunnudag.

Innlent

Segir ó­skiljan­legt að halda Grinda­vík á­fram lokaðri

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur gagnrýnir Almannavarnir og Veðurstofuna harðlega fyrir að halda Grindavík áfram lokaðri. Að sínu áliti sé lokunin og framlenging hennar ekki réttlætanleg frá sjónarhóli jarðfræðings sem rannsakað hafi eldfjöll í sextíu ár.

Innlent

Gætum allt eins gefið ein­kunn fyrir fituprósentu

Aron Gauti Laxdal, dósent í íþróttafræði við háskólann í Agder í Noregi, hefur áhyggjur af stöðu íþróttakennslu á Íslandi. Hann segir námið ekki kenna börnum hvernig best sé að hugsa um heilsuna og njóta þess að hreyfa sig.

Innlent

Fannst í Frakk­landi eftir sex ára leit

Sautján ára enskur piltur sem hafði verið saknað í sex ár fannst í Frakklandi á miðvikudag. Vegfarandi hjálpaði piltinum að komast í samband við ömmu sína með hjálp Facebook.

Erlent

Hvass­viðri víða á landinu í dag og gular við­varanir

Gera má ráð fyrir hvassviðri víða um land í dag og eru gular viðvaranir í gildi. Eftir útsynning gærdagsins þá nálgast hlýtt loft landið úr suðri og framan af degi þá verður allhvöss sunnanátt með slyddu eða snjókomu, en rigningu sunnantil.

Veður

Einn á ör­æfum í ellefu nætur

Göngumaðurinn og þjóðfræðingurinn Einar Skúlason lauk göngu sinni frá Seyðisfirði til Akureyrar í kvöld. Honum var fylgt síðasta spölinn og kom á Ráðhústorgið í miðbæ Akureyrar upp úr sjö. Blaðamaður náði af honum tali þar sem hann gekk yfir Pollinn.

Innlent

Hópur bænda í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi mót­mæla vindmyllum

Mikil óánægja er á meðal hóps bænda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem mótmæla harðlega uppsetningu vindmyllugarðs með tuttugu og fimm vindmyllum í landi Skáldabúða í nágrenni við jarðir þeirra. Forsvarsmaður þýsks orkufyrirtækis, sem hyggst reisa garðinn, segir hins vegar að íbúar hafa almennt tekið hugmyndinni mjög vel.

Innlent

Bláa lónið opnar á ný

Bláa lónið mun opna starfsemi sína á ný næstkomandi sunnudag, klukkan ellefu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lónsins, en þar segir að ákvörðun um opnunina hafi verið tekin í samráði við stjórnvöld.

Innlent

Vandræðaklukka send út til við­gerðar

Illa hefur gengið um nokkurt skeið að halda tröllvaxinni klukku við Austurvöll gangandi. Viðgerðir hér heima hafa ekki borið árangur og hún hefur því verið send í viðgerð til útlanda. Rekstrarstjóri hótels sem klukkan prýðir segir skipta miklu máli að fá hana í lag.

Innlent