Fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hátt á þriðja hundrað mótmælenda kröfðust þess við Ráðherrabústaðinn í dag að ríkisstjórnin krefðist tafarlauss vopnahlés á Gasaströndinni. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir öllum ofbjóða ástandið og óska þess að átökunum ljúki.

Innlent

Stakk kærasta sinn í bakið með nefháraskærum

Kona hefur verið dæmd til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás, með því að stinga kærasta sinn tvisvar eða þrisvar í bakið með skærum, sem ýmist er lýst sem nefhára- eða naglaskærum.

Innlent

Loka kaffi­húsinu á Ár­bæjar­safni

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að hætta rekstri kaffihúss á Árbæjarsafni á næsta ári. Dregið verður úr þátttöku Borgarsögusafns í kostnaði á Safnanótt og Menningarnótt auk þess sem dregið veður úr dagskrá og aðgengi í Viðey.

Innlent

Vís­bendingar um ís­björn á Lang­jökli

Lögreglan á Vesturlandi og Landhelgisgæslan leita nú mögulegs ísbjarnar á Langjökli. Þetta staðfestir Kristján Ingi Kristjánsson, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við fréttastofu.

Innlent

Sam­eining fram­halds­skóla sett á ís

Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra hefur sett sameiningaráform framhaldsskóla á ís. Hann fagnar samstöðu sem hafi orðið til um að finna aðrar leiðir til eflingar framhaldsskóla en að sameina.

Innlent

Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skatt­greið­enda

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda.

Innlent

Losnaði úr fangelsi fjórum mánuðum eftir tveggja ára dóm

Karlmaðurinn sem særðist í skotárás við Silfratjörn í Úlfarsárdal í síðustu viku losnaði úr fangelsi í sumar. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í mars fyrir sérlega hættulega líkamsárás, en losnaði úr fangelsi í júlí. Ástæðan mun vera sú að hann hafði þegar afplánað stóran hluta refsingar sinnar í gæsluvarðhaldi.

Innlent

„Staðan á Austur­landi er mjög við­kvæm“

Víðtækt rafmagnsleysi varð á Austurlandi í gærkvöldi og nótt þegar tvær aðalraflínurnur á Austurlandi löskuðust vegna ísingar. Rafmagn er komið aftur á eftir bráðabirgðaviðgerð í nótt en staðan er og verður áfram viðkvæm í landshlutanum á meðan á viðgerð stendur og rafmagnstruflanir gætu orðið.

Innlent

„Ráð­herrann ber á­byrgð á öllu bixinu“

Brynjar Níelsson, fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, kjósa að fela ábyrgð sína við útdeilingu styrkja til fjölmiðla.

Innlent

Telja að mat­vælum hafi verið dreift úr kjallaranum

Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif.

Innlent

Telja Karl þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja

Breska þingið hefst í dag og af því tilefni mun Karl Bretakonungur halda ræðu líkt og hefð er fyrir. Um er ræða fyrstu opnunarræðu konungsins sem var krýndur í maí á þessu ári. Þar kynnir hann stefnu ríkisstjórnarinnar, en talið er að hún fari þvert gegn skoðunum Karls í ákveðnum málaflokkum. Hann muni því þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja.

Erlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við mótmælendur sem komu saman fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu og kröfðust þess að ríkisstjórnin fordæmi árásir Ísraelsmanna á Gasa. 

Innlent

Saga Garðars sakar ráð­herra um heiguls­hátt

Hópur fólks mætti ráðherrum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur við Ráðherrabústaðinn í morgun með hrópum og köllum. Hópurinn krefst þess að ríkisstjórnin fordæmi þjóðarmorð Ísraela og krefjist vopnahlés strax.

Innlent

Veitir Morawi­ecki um­boð til stjórnar­myndunar

Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum.

Erlent

Raf­magn komið á fyrir austan

Rafmagnið fór af stórum hluta Austurlands í gærkvöldi og í nótt. Fljótsdalslína 2 og Hólasandslína 3 voru úti í gær sem og Kröflulína 1.

Innlent