Fréttir

Flot­bryggja slitnaði frá landi

Milli klukkan fimm og sex í morgun mældist engin úrkoma á Norð-austur- og Austurlandi eftir úrhellisrigningu síðustu daga. Flotbryggja á Bakkafirði losnaði frá landi í mikilli öldu í gærkvöldi.

Innlent

Dagdrykkja meðal sjúklinga SÁÁ þrefaldast á þrjátíu árum

Netverslun áfengis er mikið áhyggjuefni að sögn læknis hjá SÁÁ. Áfengisneysla hefur tæplega tvöfaldast á síðustu fjörutíu árum hér á landi hjá fimmtán ára og eldri. Þá hefur fjöldi þeirra skjólstæðinga SÁÁ sem drekkur daglega rúmlega þrefaldast á þrjátíu árum.

Innlent

„Þau skilja ekki upp eða niður í þessu“

Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf. vill meina að engin innan Matvælastofnunar viti neitt um sjósókn. Hann segir ákvörðun stofnunarinnar um að stöðva veiðar í Hval 8 byggja á villandi myndbandi.

Innlent

Ein vin­­sælasta veg­g­mynd mið­­borgarinnar horfin

Verslunarstjóri við Skólavörðustíg harmar mjög að málað hafi verið yfir eina vinsælustu veggmynd miðborgarinnar, að því er virðist í óleyfi. Vinsældir myndarinnar voru slíkar að oft myndaðist löng biðröð ferðamanna fyrir framan hana.

Innlent

„Eðlilega fer þetta ekkert vel í fólk“

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, segir stöðuna á Seyðisfirði að miklu leiti svipaða og í gær varðandi hættu á aurskriðum vegna mikillar úrkomu. Húsin sem voru rýmd í gær verði það áfram í dag.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Netverslun áfengis er mikið áhyggjuefni að sögn læknis hjá SÁÁ. Áfengisneysla hefur tæplega tvöfaldast á síðustu fjörutíu árum hér á landi og fjöldi þeirra sem drekkur daglega rúmlega þrefaldast. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og kemur Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í myndver til að ræða frumvarp um áfengisverslun.

Innlent

Vilja stækka Tennis­höllina og bæta við sex padel-völlum

Skipulagsráð Kópavogs hefur samþykkt tillögu að breyttu deiliskipulagi við Tennishöllina í Kópavogi. Þar stendur til að byggja húsnæði með sex padel-völlum. Framkvæmdastjóri Tennishallarinnar segir mikinn áhuga á íþróttinni sem sé sérstaklega aðgengileg og félagsvæn.

Innlent

„Næ ekki ró vegna þess að ég er lyfja­laus“

Íris Hólm Jóns­dóttir, söng-og leik­kona, segist vera reið, svekkt og pirruð. Hún gat ekki sofið í nótt þar sem heilinn er á yfir­snúningi sökum þess að lyfin sem Íris tekur gegn ADHD eru ekki til í landinu. Hún segist hugsi yfir um­mælum Óttars Guð­munds­sonar, geð­læknis, um ADHD.

Innlent

Taldi særðri dóttur sinni trú um að þau ættu í ástarsambandi

Rúmlega fertugur karlmaður og barnaníðingur á suðvesturhorni landsins hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga fimmtán ára dóttur sinni ítrekað. Hann endurnýjaði kynni við dóttur sína vitandi að hann glímdi við barnagirnd. Hann þarf að greiða dóttur sinni sex milljónir króna í miskabætur.

Innlent

Ballard fór frá eigin samtökum eftir rannsókn á áreitni

Tim Ballard, sem kvikmyndin Sound of Freedom hefur gert frægan, yfirgaf samtök sem hann stofnaði til að berjast gegn kynlífsþrælkun barna í kjölfar rannsóknar varðandi meinta kynferðislega áreitni hans gegn sjö konum. Hann er sagður hafa áreitt starfsmenn samtaka sem hann stofnaði í verkefnum sem ætlað var að bjarga börnum úr ánauð.

Erlent

Blaðamenn ætla ekki að taka þátt í störfum fjölmiðlanefndar

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur sent menningar- og viðskiptaráðuneyti erindi þar sem hún tilkynnir ráðherra að félagið muni ekki tilnefna fulltrúa og varafulltrúa í fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára. Stjórnin hvetur ráðherra til að ljúka margboðaðri endurskoðun laga um fjölmiðla.

Innlent

Braut á bestu vinkonu sinni meðan hún svaf

Ungur karlmaður hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið á bestu vinkonu sinni í lok desember árið 2021. Karlmaðurinn „puttaði“ konuna og sleikti á henni kynfærin á meðan hún lá sofandi í sófanum og varð einskis vör vegna ölvunar og svefndrunga.

Innlent

Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh

Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu.

Erlent