Fréttir

All­hvasst á Vest­fjörðum

Hægfara lægð rétt vestur af Skotlandi stýrir veðrinu í dag og gerir Veðurstofan ráð fyrir norðaustan kalda eða stinningskalda en allhvössu á Vestfjörðum.

Veður

Ró­legt yfir skjálfta­mælum í nótt

Vakthafandi náttúrúvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að nóttin hafi verið róleg þegar kemur að skjálftavirkninni á Reykjanesi, í það minnsta miðað við síðustu nætur. 

Innlent

Annar og betri maður eftir slysið ó­hugnan­lega í lauginni

Það eru ekki margir sem búa að þeirri lífsreynslu að hafa dáið og verið lífgaðir við. Viktor Aron Bragason er hins vegar einn af þeim. Þann 6. október árið 2013 fannst hann meðvitundarlaus í sundlaug. Þökk sé skjótum viðbrögðum tveggja sundlaugargesta er hann enn á meðal lifandi.

Innlent

Rýmingaráætlun fyrir Grinda­vík komin út

Rýmingaráætlun fyrir Grindavík hefur verið birt á vefsíðu bæjarfélagsins. Þar er tilmælum komið á framfæri til bæjarbúa varðandi mögulega rýmingu kæmi til eldgoss sem myndi ógna byggð í Grindavík. Áætlunin hefur verið birt á íslensku, ensku, og pólsku.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Formaður félagsins Ísland-Palestína sagði viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna átakanna á Gasa vera Íslendingum til skammar á samstöðufundi fyrir Palestínu í dag. Við sýnum frá fundinum og förum yfir stöðuna hið ytra.

Innlent

„Þetta er kvikusöfnun á fárra kíló­metra dýpi, það er ekkert grín“

„Staðan er ekki góð. Nú er annað eldstöðvakerfi komið í gang en það sem var fyrrum. Það er svolítið ólíkt því sem var á miðöldum, þá leið lengra á milli þess að eldstöðvakerfin hrukku í gang. Þetta er kvikusöfnun á fárra kílómetra dýpi, það er ekkert grín. Þannig að ég lít svo á að staðan sé erfið. Það getur brugðið til beggja vona,“ segir Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur um jarðhræringar á Reykjanesi.

Innlent

Enn ein á­sökunin á hendur Brand

Leikarinn Russell Brand stendur enn einu sinni frammi fyrir ásökun um kynferðisbrot. Aukaleikari sakar hann um kynferðislega áreitni við upptökur á kvikmynd árið 2010. 

Erlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Skjálftavirkni jókst á ný á Reykjanesskaganum í nótt og landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar á svæðinu við komuna í lónið í gær.

Innlent

Hafði betur gegn myndatökumanni Ræktum garðinn

Myndatökumanni hefur verið gert að greiða fjölmiðlakonunni Hugrúnu Halldórsdóttur um 1,6 milljón króna vegna vangoldinna launa fyrir gerð þáttanna Ræktum garðinn sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans í fyrra. 

Innlent

Land­ris heldur á­fram

Landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn og engin skýr merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði. Gera má ráð fyrir áframhaldandi jarðskjálftavirkni vegna kvikuinnskotsins, sem veldur aukinni spennu á svæðinu.

Innlent

Mold­rok eða sand­fok í kortunum

Líkur eru á moldroki eða sandfoki sunnan- og suðvestanlands í dag enda hefur rignt lítið í landshlutunum undanfarið. Gera má ráð fyrir norðaustanátt, víða allhvassri, en hvassviðri eða stormi norðvestantil.

Innlent

Reyndi í­trekað að stofna til slags­mála

Lögreglu barst tilkynning um mann sem reyndi ítrekað að stofna til slagsmála rétt fyrir klukkan hálf fimm í morgun. Hann var handtekinn á vettvangi og kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt en látinn laus að því loknu.

Innlent