Fréttir Bifreiðar óökufærar en minniháttar meiðsli eftir árekstur Ökumaður og farþegi bifreiðar voru fluttir með sjúkrabíl af vettvangi bílslyss þar sem tveir bílar skullu saman í Grafarvogi. Áverkar þeirra voru minniháttar en báðar bifreiðarnar voru óökufærar og voru dregnar af vettvangi. Innlent 14.5.2023 07:25 Skíðagöngufólkið er fundið Hópur skíðagöngufólks, sem leitað hafði verið frá því um klukkan 15 í dag, er fundinn. Í kvöld náðist samband við fólkið en langan tíma tók að fá staðsetningu þeirra staðfesta. Ástand fólksins er gott miðað við aðstæður, það var komið í tjöld og enginn kennir sér meins nema konan sem fékk sleða í höfuðið í dag. Innlent 13.5.2023 23:24 Skrúfa fyrir valið efni korter í kosningar Samfélagsmiðillinn Twitter hefur tilkynnt að ákveðið efni á miðlinum verði ekki aðgengilegt notendum hans í Tyrklandi. Gríðarlega mikilvægar kosningar verða í landinu á morgun en litlu sem engu munar á sitjandi forsetanum Erdogan og keppinauti hans Kemal Kilicdaroglu í skoðanakönnunum. Erlent 13.5.2023 21:24 Heyrnarlaus kind með 270 þúsund fylgjendur Kindin Sunna er án nokkurs vafa frægasta kind Íslands því hún á sér tvö hundruð og sjötíu þúsund fylgjendur á Instagram. Ástæðan er sú að Sunna er heyrnarlaus og hagar sér alls ekki eins og kind heldur miklu frekar eins og gæludýr. Innlent 13.5.2023 21:05 Ólafur Ragnar alltaf haft meiri áhuga á framtíðinni en fortíðinni Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands verður áttræður á morgun. Hann hefur víða komið við á farsælum og löngum ferli og er enn að. Segist alltaf hafa haft meiri áhuga á því sem gerist á morgun en því sem gerðist í gær. Innlent 13.5.2023 19:56 Skíðafólkið á Vatnajökli finnst ekki Síðdegis í dag óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum datt og fékk sleða, sem hún var með í eftirdragi, í höfuðið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang ásamt björgunarsveitarfólki frá Höfn í Hornarfirði. Þegar björgunarsveitin kom að þeim stað þar sem talið var að hópurinn væri bólaði ekkert á honum. Nú er víðtæk leit hafin að fólkinu. Innlent 13.5.2023 19:54 „Ég vil bara betra líf fyrir okkur, venjulega fólkið“ Þrátt fyrir ausandi rigningu var talsverður fjöldi fólks samankominn í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart heimilum og launafólki landsins var mótmælt. Formaður VR segir þetta aðeins byrjunina á nauðvörn almennings, markmiðið sé að halda áfram og troðfylla Austurvöll. Innlent 13.5.2023 19:25 Áform um nýja selalaug sett á ís Borgaryfirvöld hafa ákveðið að fresta framkvæmdum við nýja selalaug í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um óákveðinn tíma. Framkvæmdir hófust síðasta haust og búið var að grafa stærðarinnar holu þar sem laugin átti að vera. Nú verður fyllt upp í holuna. Innlent 13.5.2023 18:21 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nokkur fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í málefnum heimilanna. Kona sem mætti á mótmælin segir fáránlegt að stýrivextir hafi verið hækkaðir marga mánuði í röð til þess eins að þrýsta á fólk að taka verðtryggð lán. Innlent 13.5.2023 18:01 Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. Innlent 13.5.2023 17:37 Hætta skapist ef jarðhitinn færist nær Aukin jarðhitavirkni hefur mælst að undanförnu undir hringveginum í Hveradalabrekku, við Skíðaskálann í Hveradölum. Um sjötíu gráðu hiti er í holum sem boraðar voru í grennd við veginn en ennþá er eðlilegur hiti í malbikinu sjálfu. Innlent 13.5.2023 16:55 Samkomulag um aðkomu ríkis í fjármögnun fimm nýrra skipa Samkomulag um aðkomu ríkisins í fjármögnun á fimm nýjum björgunarskipum var undirritað á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þegar hafði verið samið um smíði þriggja nýrra skipa, tvö þeirra hafa verið afhent og von er á þriðja í haust. Innlent 13.5.2023 16:15 Brotist inn til Hildar Brotist var inn til óskarsverðlaunahafans Hildar Guðnadóttur í Berlín. Hildur segir innbrotsþjófinn hafa stolið hljóðfæri sem hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir hana en sé verðlaust fyrir þjófinn. Hún óskar eftir hjálp við að finna hljóðfærið. Innlent 13.5.2023 15:55 Meira en 200 milljón króna sekt fyrir stórfelld skattsvik Eigandi félags sem átti veitingastaðinn Primo í Reykjavík var dæmdur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða meira en 220 milljónir króna í sekt fyrir stórfelld skattalagabrot í vikunni. Innlent 13.5.2023 14:56 Læknir og hjúkrunarfræðingur fyrstir á slysstað á Klettshálsi Ökumaður bifreiðar sem fór út af veginum og valt á Klettshálsi á sunnanverðu Vestfjörðum í dag er sagður í stöðugu ástandi eftir atvikum. Hann sat fastur í flaki bílsins en læknir og hjúkrunarfræðingur voru á meðal fyrstu vegfarenda sem komu að slysinu. Innlent 13.5.2023 14:49 „Þetta þýðir að fólk þarf að vera heima með börnunum sínum“ Formaður BSRB segir Samband íslenskra sveitarfélaga ekki hafa sýnt neinn samningsvilja í kjaraviðræðum. Því séu allar líkur á að verkföll meðal félagsfólks hefjist eftir helgi. Foreldrar geti búist við því að þurfa mögulega að vera heima með börnunum sínum sökum verkfallanna. Innlent 13.5.2023 13:11 Riðan hefur reynt mikið á starfsfólk Framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins segir að riðumálin, sem hafi komið upp á síðkastið hafi reynt mikið á starfsfólk miðstöðvarinnar. Hann bindur miklar vonir við vinnu Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu á riðusmitum. Innlent 13.5.2023 13:06 Þyrla sótti slasaðan mann eftir bílslys á Klettshálsi Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti mann sem slasaðist í bílslysi á Klettshálsi á sunnanverðum Vestfjörðum í dag. Von var á henni til lendingar við Landspítalann í Fossvogi rétt eftir klukkan 13:00. Innlent 13.5.2023 12:50 „Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur“ Í dag kemur í ljós hvort fólkið í landinu sé tilbúið að rísa upp og mótmæla því ástandi sem skapast hefur í samfélaginu, segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan tvö. Innlent 13.5.2023 11:34 Sinubruni á Akureyri var ekki til mikilla vandræða Sinubruni kom upp í brekkunni fyrir ofan Skautahöllina á Akureyri í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri segir að tekið hafi um hálftíma að ráða niðurlögum eldsins. Um sé að ræða fyrsta sinubrunann fyrir norðan í vetur. Innlent 13.5.2023 10:39 Selenskíj til fundar við páfa Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til Rómarborgar í morgun en hann hygst funda með Frans páfa og ítölskum ráðamönnum. Páfi heldur því fram að Páfagarður vinni að því að koma á friði í Úkraínu á bak við tjöldin. Erlent 13.5.2023 10:00 Skógrækt muni draga úr ferðamannastraumnum Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir að há tré séu byrjuð að byrgja fólki sýn að náttúruperlum. Sveitarstjórnir þurfi að standast þrýsting skógræktarfólks og skipuleggja svæði vel til að forðast frekari slys. Innlent 13.5.2023 09:31 Gular viðvaranir og líkur á vetrarfærð Veturinn virðist ekki ennþá vera búinn þrátt fyrir að tæpar tvær vikur séu liðnar af maí. Gular viðvaranir eru í gildi allan daginn á morgun á öllu Norðurlandi, hluta af Vestfjörðum, hluta Austurlands og á miðhálendinu. Þá er varað við líklegri vetrarfærð. Innlent 13.5.2023 09:30 Fyrsta fathöllin neitar að láta nota sig sem mátunarklefa Stofnendur Nebraska við Barónsstíg vilja blanda saman veitingastarfsemi og fataverslun og gera það af einstakri smekkvísi. Í Íslandi í dag er kíkt í heimsókn og litið á vandaða innréttingu og ýmsar forvitnilegar flíkur. Innlent 13.5.2023 09:00 Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. Erlent 13.5.2023 08:43 Gera sér vonir um að velta Erdogan úr sessi Tyrkneska stjórnarandstaðan vonast til þess að tuttugu ára valdatíð Receps Erdogan forseta ljúki eftir forseta- og þingkosningar sem fara fram á sunnudag. Erdogan er ekki talinn hafa staðið eins veikt og nú áður, að stórum hluta vegna óstjórnar í efnahagsmálum. Erlent 13.5.2023 08:08 Tilkynnt um slagsmál þar sem öxi var beitt Tveir menn voru handteknir eftir að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slagsmál og að maður veittist að fólki með öxi í Grafarvogi. Lögregla telur að öxinni hafi ekki verið beitt gegn fólki á vettvangi. Innlent 13.5.2023 07:36 „Þessi maður varð valdur að andláti dóttur minnar“ Það var snjóföl og kalt þann 26. mars 2020 þegar Eygló Svava Kristjánsdóttir mætti með óljós einkenni á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Engar grundvallarrannsóknir voru gerðar og tók vakthafandi læknir þá ákvörðun að útskrifa hana hálfri annarri klukkustund síðar. Nokkrum klukkustundum síðar kom faðir hennar að henni látinni í rúmi sínu. Hún var 42 ára gömul. Innlent 13.5.2023 07:01 Foreldrar Madeleine McCann: „Við munum aldrei gefast upp“ Foreldrar Madeleine McCann óska dóttur sinni til hamingju með 20 ára afmælisdaginn í dag. Þau segjast aldrei ætla að gefast upp á leitinni að dóttur sinni sem hvarf í Portúgal árið 2007. Erlent 12.5.2023 23:06 Starfslok í háskólanum en ekki í lífinu Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálaheimspeki, var kvaddur með alþjóðlegri ráðstefnu í Háskóla Íslands í dag. Hannes varð sjötugur í febrúar síðastliðnum og sem opinber starfsmaður þarf hann að láta af störfum við þann aldur. Hann segir að ekki sé um að ræða starfslok í lífinu þó starfi hans í háskólanum sé lokið. Innlent 12.5.2023 22:01 « ‹ ›
Bifreiðar óökufærar en minniháttar meiðsli eftir árekstur Ökumaður og farþegi bifreiðar voru fluttir með sjúkrabíl af vettvangi bílslyss þar sem tveir bílar skullu saman í Grafarvogi. Áverkar þeirra voru minniháttar en báðar bifreiðarnar voru óökufærar og voru dregnar af vettvangi. Innlent 14.5.2023 07:25
Skíðagöngufólkið er fundið Hópur skíðagöngufólks, sem leitað hafði verið frá því um klukkan 15 í dag, er fundinn. Í kvöld náðist samband við fólkið en langan tíma tók að fá staðsetningu þeirra staðfesta. Ástand fólksins er gott miðað við aðstæður, það var komið í tjöld og enginn kennir sér meins nema konan sem fékk sleða í höfuðið í dag. Innlent 13.5.2023 23:24
Skrúfa fyrir valið efni korter í kosningar Samfélagsmiðillinn Twitter hefur tilkynnt að ákveðið efni á miðlinum verði ekki aðgengilegt notendum hans í Tyrklandi. Gríðarlega mikilvægar kosningar verða í landinu á morgun en litlu sem engu munar á sitjandi forsetanum Erdogan og keppinauti hans Kemal Kilicdaroglu í skoðanakönnunum. Erlent 13.5.2023 21:24
Heyrnarlaus kind með 270 þúsund fylgjendur Kindin Sunna er án nokkurs vafa frægasta kind Íslands því hún á sér tvö hundruð og sjötíu þúsund fylgjendur á Instagram. Ástæðan er sú að Sunna er heyrnarlaus og hagar sér alls ekki eins og kind heldur miklu frekar eins og gæludýr. Innlent 13.5.2023 21:05
Ólafur Ragnar alltaf haft meiri áhuga á framtíðinni en fortíðinni Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands verður áttræður á morgun. Hann hefur víða komið við á farsælum og löngum ferli og er enn að. Segist alltaf hafa haft meiri áhuga á því sem gerist á morgun en því sem gerðist í gær. Innlent 13.5.2023 19:56
Skíðafólkið á Vatnajökli finnst ekki Síðdegis í dag óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum datt og fékk sleða, sem hún var með í eftirdragi, í höfuðið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang ásamt björgunarsveitarfólki frá Höfn í Hornarfirði. Þegar björgunarsveitin kom að þeim stað þar sem talið var að hópurinn væri bólaði ekkert á honum. Nú er víðtæk leit hafin að fólkinu. Innlent 13.5.2023 19:54
„Ég vil bara betra líf fyrir okkur, venjulega fólkið“ Þrátt fyrir ausandi rigningu var talsverður fjöldi fólks samankominn í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart heimilum og launafólki landsins var mótmælt. Formaður VR segir þetta aðeins byrjunina á nauðvörn almennings, markmiðið sé að halda áfram og troðfylla Austurvöll. Innlent 13.5.2023 19:25
Áform um nýja selalaug sett á ís Borgaryfirvöld hafa ákveðið að fresta framkvæmdum við nýja selalaug í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um óákveðinn tíma. Framkvæmdir hófust síðasta haust og búið var að grafa stærðarinnar holu þar sem laugin átti að vera. Nú verður fyllt upp í holuna. Innlent 13.5.2023 18:21
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nokkur fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í málefnum heimilanna. Kona sem mætti á mótmælin segir fáránlegt að stýrivextir hafi verið hækkaðir marga mánuði í röð til þess eins að þrýsta á fólk að taka verðtryggð lán. Innlent 13.5.2023 18:01
Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. Innlent 13.5.2023 17:37
Hætta skapist ef jarðhitinn færist nær Aukin jarðhitavirkni hefur mælst að undanförnu undir hringveginum í Hveradalabrekku, við Skíðaskálann í Hveradölum. Um sjötíu gráðu hiti er í holum sem boraðar voru í grennd við veginn en ennþá er eðlilegur hiti í malbikinu sjálfu. Innlent 13.5.2023 16:55
Samkomulag um aðkomu ríkis í fjármögnun fimm nýrra skipa Samkomulag um aðkomu ríkisins í fjármögnun á fimm nýjum björgunarskipum var undirritað á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þegar hafði verið samið um smíði þriggja nýrra skipa, tvö þeirra hafa verið afhent og von er á þriðja í haust. Innlent 13.5.2023 16:15
Brotist inn til Hildar Brotist var inn til óskarsverðlaunahafans Hildar Guðnadóttur í Berlín. Hildur segir innbrotsþjófinn hafa stolið hljóðfæri sem hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir hana en sé verðlaust fyrir þjófinn. Hún óskar eftir hjálp við að finna hljóðfærið. Innlent 13.5.2023 15:55
Meira en 200 milljón króna sekt fyrir stórfelld skattsvik Eigandi félags sem átti veitingastaðinn Primo í Reykjavík var dæmdur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða meira en 220 milljónir króna í sekt fyrir stórfelld skattalagabrot í vikunni. Innlent 13.5.2023 14:56
Læknir og hjúkrunarfræðingur fyrstir á slysstað á Klettshálsi Ökumaður bifreiðar sem fór út af veginum og valt á Klettshálsi á sunnanverðu Vestfjörðum í dag er sagður í stöðugu ástandi eftir atvikum. Hann sat fastur í flaki bílsins en læknir og hjúkrunarfræðingur voru á meðal fyrstu vegfarenda sem komu að slysinu. Innlent 13.5.2023 14:49
„Þetta þýðir að fólk þarf að vera heima með börnunum sínum“ Formaður BSRB segir Samband íslenskra sveitarfélaga ekki hafa sýnt neinn samningsvilja í kjaraviðræðum. Því séu allar líkur á að verkföll meðal félagsfólks hefjist eftir helgi. Foreldrar geti búist við því að þurfa mögulega að vera heima með börnunum sínum sökum verkfallanna. Innlent 13.5.2023 13:11
Riðan hefur reynt mikið á starfsfólk Framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins segir að riðumálin, sem hafi komið upp á síðkastið hafi reynt mikið á starfsfólk miðstöðvarinnar. Hann bindur miklar vonir við vinnu Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu á riðusmitum. Innlent 13.5.2023 13:06
Þyrla sótti slasaðan mann eftir bílslys á Klettshálsi Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti mann sem slasaðist í bílslysi á Klettshálsi á sunnanverðum Vestfjörðum í dag. Von var á henni til lendingar við Landspítalann í Fossvogi rétt eftir klukkan 13:00. Innlent 13.5.2023 12:50
„Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur“ Í dag kemur í ljós hvort fólkið í landinu sé tilbúið að rísa upp og mótmæla því ástandi sem skapast hefur í samfélaginu, segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan tvö. Innlent 13.5.2023 11:34
Sinubruni á Akureyri var ekki til mikilla vandræða Sinubruni kom upp í brekkunni fyrir ofan Skautahöllina á Akureyri í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri segir að tekið hafi um hálftíma að ráða niðurlögum eldsins. Um sé að ræða fyrsta sinubrunann fyrir norðan í vetur. Innlent 13.5.2023 10:39
Selenskíj til fundar við páfa Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til Rómarborgar í morgun en hann hygst funda með Frans páfa og ítölskum ráðamönnum. Páfi heldur því fram að Páfagarður vinni að því að koma á friði í Úkraínu á bak við tjöldin. Erlent 13.5.2023 10:00
Skógrækt muni draga úr ferðamannastraumnum Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir að há tré séu byrjuð að byrgja fólki sýn að náttúruperlum. Sveitarstjórnir þurfi að standast þrýsting skógræktarfólks og skipuleggja svæði vel til að forðast frekari slys. Innlent 13.5.2023 09:31
Gular viðvaranir og líkur á vetrarfærð Veturinn virðist ekki ennþá vera búinn þrátt fyrir að tæpar tvær vikur séu liðnar af maí. Gular viðvaranir eru í gildi allan daginn á morgun á öllu Norðurlandi, hluta af Vestfjörðum, hluta Austurlands og á miðhálendinu. Þá er varað við líklegri vetrarfærð. Innlent 13.5.2023 09:30
Fyrsta fathöllin neitar að láta nota sig sem mátunarklefa Stofnendur Nebraska við Barónsstíg vilja blanda saman veitingastarfsemi og fataverslun og gera það af einstakri smekkvísi. Í Íslandi í dag er kíkt í heimsókn og litið á vandaða innréttingu og ýmsar forvitnilegar flíkur. Innlent 13.5.2023 09:00
Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. Erlent 13.5.2023 08:43
Gera sér vonir um að velta Erdogan úr sessi Tyrkneska stjórnarandstaðan vonast til þess að tuttugu ára valdatíð Receps Erdogan forseta ljúki eftir forseta- og þingkosningar sem fara fram á sunnudag. Erdogan er ekki talinn hafa staðið eins veikt og nú áður, að stórum hluta vegna óstjórnar í efnahagsmálum. Erlent 13.5.2023 08:08
Tilkynnt um slagsmál þar sem öxi var beitt Tveir menn voru handteknir eftir að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slagsmál og að maður veittist að fólki með öxi í Grafarvogi. Lögregla telur að öxinni hafi ekki verið beitt gegn fólki á vettvangi. Innlent 13.5.2023 07:36
„Þessi maður varð valdur að andláti dóttur minnar“ Það var snjóföl og kalt þann 26. mars 2020 þegar Eygló Svava Kristjánsdóttir mætti með óljós einkenni á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Engar grundvallarrannsóknir voru gerðar og tók vakthafandi læknir þá ákvörðun að útskrifa hana hálfri annarri klukkustund síðar. Nokkrum klukkustundum síðar kom faðir hennar að henni látinni í rúmi sínu. Hún var 42 ára gömul. Innlent 13.5.2023 07:01
Foreldrar Madeleine McCann: „Við munum aldrei gefast upp“ Foreldrar Madeleine McCann óska dóttur sinni til hamingju með 20 ára afmælisdaginn í dag. Þau segjast aldrei ætla að gefast upp á leitinni að dóttur sinni sem hvarf í Portúgal árið 2007. Erlent 12.5.2023 23:06
Starfslok í háskólanum en ekki í lífinu Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálaheimspeki, var kvaddur með alþjóðlegri ráðstefnu í Háskóla Íslands í dag. Hannes varð sjötugur í febrúar síðastliðnum og sem opinber starfsmaður þarf hann að láta af störfum við þann aldur. Hann segir að ekki sé um að ræða starfslok í lífinu þó starfi hans í háskólanum sé lokið. Innlent 12.5.2023 22:01