Sport

Wayne og Coleen skírðu í kastala í Skotlandi

Wayne og Coleen Rooney eru loksins búin að skíra son sinn sem var nefndur Kai. Þau fóru alla leið til Skotlands til þess að skíra drenginn síðasta sunnudag. Flogið var heim í þyrlu daginn eftir en Wayne mætti samt of seint á æfingu.

Enski boltinn

Maldonado frá Venúsúela ráðinn sem ökumaður Williams

Pastor Maldonado frá Venúsúela var í dag staðfestur sem ökumaður Williams Cosworth á næsta ári við hliðina á Rubens Barrichello frá Brasilíu. Maldonado sem er 25 ára varð meistari í GP2 mótaröðinni á þessu ári og prófaði Williams bíl á æfingu í Abu Dhabi á dögunum, eftir lokamótið í Formúlu 1.

Formúla 1

Sevilla á eftir Park

Hinn 29 ára gamli Suður-Kóreubúi, Park Ji-Sung, er undir smásjá spænska liðsins Sevilla sem vill kaupa hann frá Man. Utd i janúar. Forráðamenn Sevilla hafa þegar sett sig í samband við umboðsmann leikmannsins.

Enski boltinn

Inter vill líka fá Guardiola

Orðrómurinn um að Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, muni hætta með liðið næsta sumar verður sífellt háværari þó svo hann sé samningsbundinn Barcelona til ársins 2012.

Fótbolti

Matteo Manassero nýliði ársins á Evrópumótaröðinni

Ítalski táningurinn Matteo Manassero er var í gær valinn nýliði ársins á Evrópumótaröðinni í golfi. Manassero er yngsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni frá upphafi en hann var aðeins 17 ára og 188 daga gamall þegar hann sigraði á Castello meistaramótinu á Spáni í október.

Golf

Arrhenius gengur í raðir Kiel

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, er búinn að finna lausn á línumannavandræðum sínum en Svíinn sterki, Marcus Ahlm, varð fyrir því óhappi að handleggsbrotna um daginn.

Handbolti

Torres verður ekki með Liverpool á móti Steaua Búkarest

Fernando Torres verður hvíldur þegar Liverpool mætir Steaua Búkarest í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Roy Hodgson, stjóri Liverpool, sagði að spænski framherjinn myndi ekki ferðast með liðinu því hann ætlaði að spara hann fyrir leikinn á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

Enski boltinn

Haukarnir hefndu með stórsigri í Krikanum - myndir

Íslands- og bikarmeistarar Hauka sýndu styrk sinn í níu marka stórsigri á FH, 25-16, í Kaplakrika í Hafnarfjarðarslagnum í N1 deild karla í kvöld. Haukar hefndu þar með fyrir níu marka tap fyrir FH á Ásvöllum í október síðastliðunum með því að vinna FH-ingar með sama mun á þeirra heimavelli.

Handbolti

West Ham sló Manchester United út úr enska deildbikarnum

Botnlið West Ham í ensku úrvalsdeildinni tryggði sér sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins eftir 4-0 stórsigur á toppliði Manchester United á Upton Park í kvöld. Jonathan Spector skoraði tvö fyrstu mörkin á móti sínum gömlu félögum og Carlton Cole innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Arsenal komst líka í undanúrslitin eftir 2-0 sigur á Wigan á heimavelli.

Enski boltinn

Heimir Guðjóns fer hamförum á grillinu

Þegar þessi orð eru skrifuð er hálftími í slag erkifjendanna FH og Hauka í N1-deildinni í handbolta. FH-ingar voru í gær verðlaunaðir fyrir góða umgjörð á leikjum sínum en í leiknum í kvöld er öllu til tjaldað.

Handbolti

Mourinho fékk eins leiks bann og sex milljónir í sekt

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var í kvöld dæmdur í eins leiks bann hjá UEFA fyrir að skipa leikmönnum sínum að fá viljandi rautt spjald í 4-0 sigri Real Madrid á Ajax í Meistaradeildinni á dögunum. Þeir Xabi Alonso og Sergio Ramos fengu báðir sitt annað gula spjald í leiknum fyrir að tefja leikinn og það var augljóst að eitthvað skrítið var í gangi.

Fótbolti

Everton á eftir Wright-Phillips

Það er fastlega búist við því að Shaun Wright-Phillips muni yfirgefa herbúðir Man. City í janúar og eitt af þeim liðum sem hefur áhuga á leikmanninnum er Everton.

Enski boltinn