Lífið

Jóhanna Guðrún flytur Is It True?

Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var ein gesta Auðuns Blöndal og Steinþórs Hróars Steinþórssonar í nýársbingói FM95BLÖ, sem var streymt á Vísi og Stöð 2 Vísi í kvöld. 

Tónlist

Justin Bieber vinsælastur

Íslenski listinn afhjúpaði vinsælasta lag vikunnar fyrr í dag og var það enginn annar en kanadíski popparinn Justin Bieber sem situr í fyrsta sæti.

Tónlist

Sexý og dularfullt ástarlag

Birgir Örn (Bixxi) og Álfrún Kolbrúnardóttir (Alyria) voru að senda frá sér lagið I’ll wait. Fyrir skömmu sendu þau frá sér lagið I´m a scorpion sem hefur fengið glimrandi góðar viðtökur. 

Albumm

Miklar get­gátur um kynni Óskars­verð­launanna

Miklar getgátur hafa verið um það hver mun verða fyrir valinu sem kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni 2022, en það verður í fyrsta skipti síðan 2018 sem athöfnin verður með kynni. Tilnefningar til verðlaunanna verða gefnar út 8. febrúar og athöfnin sjálf fer fram 27. mars.

Lífið

Rósalind rektor öll

Kötturinn Rósalind rektor, sem var þekktur af flestum sem hafa sótt Háskóla Íslands á síðustu árum, er öll. 

Lífið

Uppskrift að Barbie kökunni úr Blindum bakstri

Í þætti vikunnar af Blindum bakstri lét Eva Laufey Kjaran keppendur baka köku. Það eer samt engin venjuleg kaka sem Herra Hnetusmjör og Birgitta Haukdal þurftu að baka, heldur Barbie kaka. Útkoman getur verið alveg ótrúlega flott, ef allt gengur upp. 

Matur

Heidi Klum og Snoop Dogg gefa út lag saman

Fyrirsætan Heidi Klum og tónlistarmaðurinn Snoop Dogg gáfu út lagið Chai Tea with Heidi fyrr í dag. Heidi segist vera mikill Snoop Dogg aðdáandi og hugsaði með sjálfri sér að ef hún ætlaði á annað borð að gefa út lag ætlaði hún að gefa sig alla í það.

Lífið

Leggur viður­nefninu BigRoom eftir rúman ára­tug

Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri „mixteip“ með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega.

Tónlist

Sameina þrjú verkefni í einni plötu

Þrjár tónlistarkonur, Salóme Katrín, RAKEL og ZAAR, leiða saman hesta sína á nýrri splittskífu sem kemur út þann 25. febrúar næstkomandi. Ber gripurinn titilinn While We Wait og er með tveimur lögum með hverri þeirra fyrir sig ásamt einu sem þær gerðu saman.

Tónlist

Heimavinnublús sem talinn var úr sögunni

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er einn af átta sem láta í sér heyra í laginu „Heimavinnublús“ sem sett hefur verið í birtingu á YouTube rúmu ári eftir upptöku. Forsprakki verkefnisins segist aldrei hafa átt von á því að tilefni yrði til að birta lagið.

Lífið

Britney Spears á í miklum deilum við systur sína á samfélagsmiðlum

Britney Spears hefur staðið opinberlega í deilum við systur sína Jamie-Lynn í gegnum miðla og ásakar hana um að nota sig til þess að selja nýju bókina sína. Britney hefur áður haldið því opinberlega fram að systir hennar hafi ekki staðið við bakið á sér í gegnum sjálfræðisdeiluna sem Britney þurfti að herja við föður sinn í heil 13 ár.

Lífið

Unnur Eggerts afhjúpar kynið

Unnur Eggertsdóttir hefur tilkynnt á Instagram að hún á von á stúlku. Unnur á von á sínu fyrsta barni með unnustanum, Travis. Leik- og söngkonan er einn stofnanda skólans Skýið og er um þessar mundir búsett á milli Reykjavíkur og New York.

Lífið

Hvað er eiginlega þetta Be Real?

Ungmenni fagna tilkomu nýs samfélagsmiðils sem leggur höfuðáhersu á hversdagsleikann og hafnar stílíseruðum glamúr miðla á borð við Instagram. Þau telja miðilinn kominn til að vera.

Lífið

Færa keppnina um viku vegna faraldursins

Ákveðið hefur verið að fresta öllum viðburðum Söngvakeppninnar 2022 á RÚV um eina viku eftir samráð við sóttvarnayfirvöld. Vonir standa enn til að hægt verði að selja inn á keppnina.

Lífið