Skoðun

Ímyndum okkur að ég starfi á hönnunarstofu

Hjördís Albersdóttir skrifar

Stofan er ein sú virtasta á landinu og hjá henni starfa um 100 hönnuðir. Viðskiptavinir stofunnar eru af öllum þjóðfélagsgerðum og -stigum og biðja um allskonar hönnun, allt frá hnífapörum og skóreimum til klósettseta og hringstiga.

Skoðun

Landsbyggðin fái opinber störf

Gunnar Tryggvi Halldórsson skrifar

Störf án staðsetningar hafa verið og eru mikið í umræðunni. Það er opinber stefna að 10% allra atvinnuauglýsinga á vegum ríkis og stofnana verði án staðsetninga árið 2024.

Skoðun

Hver verðskuldar þitt hrós?

Ingrid Kuhlman skrifar

Alþjóðlegi hrós­dag­ur­inn er hald­inn hátíðleg­ur 1. mars um heim all­an. Haldið var fyrst upp á daginn í Hollandi fyr­ir 18 árum en nú er honum fagnað víða um heim, meðal annars hér á landi.

Skoðun

Ekki þetta frelsi

Starri Reynisson skrifar

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á áfengislögum. Þetta er ágætt frumvarp sem ég vona að hljóti brautargengi, en það er samt himinn og haf milli þess og þeirra góðu breytinga sem ráðherrann boðaði upphaflega.

Skoðun

Konur á landsbyggðunum

Ásrún Ýr Gestsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifa

Það er oft sagt að konur ráði för þegar fjölskyldur ákveða búsetu. Þá er horft til þess hvar er fjölskylduvænt umhverfi, gott skólakerfi, heilbrigðisþjónusta og íþrótta-, félags- og menningarstarf.

Skoðun

Rétti tíminn fyrir aukna vel­ferð er núna

Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar

Norræna vinnumarkaðslíkanið hefur skilað launafólki á hinum Norðurlöndunum mun hærri launum en almennt eru greidd hér á landi. Munurinn er breytilegur eftir starfsstéttum, en hleypur á bilinu 5-10% og upp í 35-40%.

Skoðun

Ofsa­hræðsla við ham­farir

Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar

Okkur verður eðlilega brugðið þegar jörð skekur endurtekið enda erum við óvön slíku og hræðumst frá náttúrunnar hendi fyrirbæri svo sem hamfarir, villidýr og skordýr. Tíðir skjálftar undanfarinna daga minna á smæð okkar og vanmátt í garð voldugra náttúruafla.

Skoðun

Raddir unga fólksins og sjálf­bærni í einka­geiranum

Pauline Langbehn skrifar

Með vaxandi vanda í loftslagsmálum verða fyrirtæki í einkageiranum að umbreyta viðskiptamódelum sínum. Þau þurfa að huga að fleiri aðgerðum sem eru gagnlegar fyrir umhverfi og samfélag eða eru að minnsta kosti ekki skaðleg.

Skoðun

Einstök börn – einstakt líf

Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma er haldinn í dag 28. febrúar en hátt í 500 börn og ungmenni glíma við sjaldgæfa sjúkdóma á hér á landi. Það eru ótal áskoranir sem birtast þegar foreldrar eignast barn með sjaldgæfan sjúkdóm eða heilkenni, það fylgja líka áskoranir að vera barn eða ungmenni með sjaldgæfan sjúkdóm eða heilkenni. Að vera utan við ramman eins og árverknisátak Félags einstakra barna kallast lýsir stöðunni kannski hvað best.

Skoðun

Sjálfsvíg eru raunveruleiki

Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar

Ár hvert falla að meðaltali 39 einstaklingar fyrir eigin hendi. Sjálfsvíg er ein algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi á aldrinum 15 til 29 ára.

Skoðun

VR til forystu

Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar

VR er eitt öflugasta stéttarfélag landsins með hátt í 40 þúsund félagsmenn um land allt. Félagið getur því í krafti stærðar sinnar og stöðu haft mikil áhrif. Þessa stöðu þarf að axla af ábyrgð með hagsmuni allra félagsmanna leiðarljósi.

Skoðun

Kvíði sem heltekur börn

Anna Steinsen skrifar

Allir foreldrar, sem hafa kynnst því að eiga barn með kvíða, vita hvað það þýðir. Kvíðinn er óbærilegur, hann getur heltekið barnið og lamað í sumum tilvikum. Barn sem tekst á við mikinn kvíða og hugsanlega þráhyggju líka getur ekkert að því gert.

Skoðun

Tökum pláss og verum breytingin

Bjarklind Björk Gunnarsdóttir skrifar

Þegar ég var lítil dreymdi mig um að vera fyrsta konan að gera eitthvað. Að heyra upplifanir fyrirmynda í bland við reynslusögur getur gert fyrirmyndirnar mannlegri og stóra drauma, eins og minn, ekki jafn fjarlæga

Skoðun

Hvar eru brýrnar á evru­seðlunum?

Björn Berg Gunnarsson skrifar

Þegar peningaseðlarnir hverfa munu fá okkar væntanlega sakna þeirra vegna fagurfræðilegra sjónarmiða. Í þau örfáu skipti sem ég dreg fram brakandi Brynjólf Sveinsson gef ég mér sjaldan tíma til að virða seðilinn sérstaklega fyrir mér og hugsa um í hvað í ósköpunum maðurinn er klæddur.

Skoðun

Mann­eskjur en ekki vinnu­afl

Drífa Snædal skrifar

Það vita það allir sem töluðu við þá Rúmena sem unnu hjá Menn í Vinnu að þar var pottur brotinn. Ég fylgdist vel með í upphafi og ræddi ítarlega við þá sem leituðu aðstoðar.

Skoðun

Um manninn og fleiri dýr

Heiða Björk Sturludóttir skrifar

Ætla loks að skrifa það sem hefur velkst um í kollinum á mér í nokkur ár. Það er þetta með tjáninguna og ábyrgðina. Orð eru til alls fyrst.

Skoðun

Sóknar­færi Pírata

Magnús D. Norðdahl skrifar

Sérstaða Pírata felst í að vera frjálslynt, félagshyggjusinnað og and-popúlískt umbótaafl í íslensku samfélagi. Árangur Pírata á þeim níu árum sem hreyfingin hefur starfað má rekja til þessarar sérstöðu. Meðlimir hreyfingarinnar hafa tekið öflugan þátt í stjórnmálastarfi á sveitarstjórnarstigi og einnig á Alþingi.

Skoðun

Barnalega bjartsýn

Vala Rún Magnúsdóttir skrifar

Dropinn holar steininn. Margt smátt gerir eitt stórt. Safnast þegar saman kemur. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.

Skoðun

Ungt fólk er ungu fólki best

Una Hildardóttir og Geir Finnsson skrifa

Í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins voru smit tíðust á meðal fólks undir þrítugu og fóru því spjótin að beinast gegn ungu fólki. Þá ályktuðu m.a. heilbrigðisyfirvöld að ástæðan hlyti að stafa af misbresti í upplýsingagjöf til yngri kynslóða.

Skoðun

Einstakt mál eða einstök mál?

Olga Margrét Cilia skrifar

Dómsmálaráðherra hefur síðustu mánuði ítrekað að ráðuneyti hennar geti ekki hlutast til um einstaka mál. Bara alls ekki! Það er eins og hugmyndin um að hlutast um einstaka mál sé svo fjarri raunveruleika dómsmálaráðherra að það sé fullkomin fásinna að ýja að því.

Skoðun

Ungfrú Ísland

Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifa

Nýlega birtist grein eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra undir heitinu Fröken Reykjavík. Það er ekki á hverjum degi sem ráðherra í ríkisstjórn stingur niður penna til að fjalla um málefni einstakra sveitarfélaga og af þeirri ástæðu var greinin strax áhugaverð.

Skoðun

Leysum nýjan vanda með nýjum lausnum

Kolbeinn Óttarsson Proppé og Jónína Riedel skrifa

Það er ekki hægt að vilja grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsvánni, taka hamfarahlýnun alvarlega og vera á sama tíma fylgjandi hergagnaframleiðslu og uppbyggingu herja. Þetta tvennt fer einfaldlega ekki saman.

Skoðun