Bíó og sjónvarp

Tökur á Sumarbörnum að hefjast

Tökur eiga að hefjast í sumar á fjölskyldumynd sem ber vinnuheitið Sumarbörn. Myndin er komin langt í undirbúningi og hefur þegar fengið framleiðslustyrk frá Kvikmyndasjóði Íslands upp á níutíu milljónir króna. Frumsýning verður líklega á næsta ári. Handritið er byggt á atvikum sem áttu sér stað á barnaheimilinu Silungapolli sem Reykjavík starfrækti hér árum áður. "Þessi mynd er búin að vera rosalega lengi í gangi. Það eru tíu ár síðan fyrsti handritastyrkurinn kom í þetta verkefni,“ segir leikstjórinn Guðrún Ragnarsdóttir.

Bíó og sjónvarp

Game of Thrones vann til áhorfendaverðlauna

Þriðja þáttaröðin af Game of Thrones vann áhorfendaverðlaunin á sjónvarpsverðlaunahátíðinni sem haldin var í London í gærkvöld. Þetta voru einu verðlaunin sem áhorfendur gátu kosið um. Game of Thrones hafa verið sýndir víða um heim við miklar vinsældir, meðal annars hér á Íslandi. Þættir úr annarri og þriðju þáttaröðinni voru að stórum hluta til teknir upp á Íslandi.

Bíó og sjónvarp