Fótbolti

Þrenna Mbappé sökkti Valla­dolid

Kylian Mbappé stóð við loforð sitt og skoraði öll þrjú mörk Spánarmeistara Real Madríd þegar liðið lagði Valladolid 3-0 í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Fótbolti

Bour­nemouth fór illa með For­est

Bournemouth gerði sér lítið fyrir og vann Nottingham Forest 5-0 í ensku úrvalsdeild karla. Gestirnir eru í baráttu um Meistaradeildarsæti. Þá vann Everton 1-0 útisigur á Brighton & Hove Albion á meðan Newcastle United lagði botnlið Southampton á útivelli.

Enski boltinn

Komu til baka eftir skelfi­lega byrjun

Englandsmeistarar Manchester City komu til baka eftir martraðarbyrjun og unnu 3-1 sigur þegar Chelsea heimsótti Etihad-leikvanginn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Enski boltinn

Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum

Hollendingurinn Cody Gakpo er kominn með átta mörk í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, og þar af sjö á síðustu tveimur mánuðum, eftir að hafa skorað tvennu í 4-1 sigri gegn nýliðum Ipswich á Anfield í dag.

Enski boltinn

Le­verku­sen tapaði mikil­vægum stigum

Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen töpuðu niður 2-0 forystu gegn RB Leipzig á útivelli í efstu deild þýska boltans, lokatölur 2-2. Á sama tíma vann Bayern München mikilvægan 2-1 útisigur á Freiburg.

Fótbolti

Í beinni: Wol­ves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að mis­stíga sig

Hér fer fram bein textalýsing frá leik Wolves og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leikið verður á Molineux, heimavelli Úlfanna og hefst leikurinn klukkan þrjú. Arsenal er í 2.sæti deildarinnar með sex stig og má ekki við að misstíga sig í toppbaráttunni gegn Liverpool. Wolves er í fallbaráttu í 17.sæti en með sama stigafjölda og Ipswich Town sem er í fallsæti.

Enski boltinn

Lífið leikur við Kessler

Walker Kessler hefur slegið í gegn í NBA deildinni í körfubolta í vetur en frammistaðan hans inn á vellinum eru ekki einu góðu fréttirnar á heimilinu.

Fótbolti

Óhóf­leg eyðsla Rauðu djöflanna undan­farin ár að koma í bakið á þeim

Það hefur mikið gengið á hjá Manchester United. Nú hafa forráðamenn liðsins staðfest að eyðsla liðsins undanfarin tímabil hafi farið úr öllu valdi og félagið þurfi því að gera ýmsar ráðstafanir til að lenda ekki í svörtu bókinni þegar kemur að fjárhagsregluverki ensku úrvalsdeildarinnar. Endi liðið í svörtu bókinni gætu stig verið dregin af því.

Enski boltinn

Loks vann Totten­ham

Tottenham Hotspur er í góðum málum í Evrópudeild karla í knattspyrnu eftir 3-2 útisigur á Hoffenheim. Gestirnir frá Lundúnum höfðu ekki unnið í síðustu þremur leikjum sínum í Evrópu en lönduðu mikilvægum þremur stigum í kvöld.

Fótbolti

Bruno til bjargar

Bruno Fernandes kom Manchester United til bjargar þegar það virtist sem liðið væri að fara gera 1-1 jafntefli við Rangers í Evrópudeildinni. Þökk sé marki fyrirliðans tókst Rauðu djöflunum að landa þremur stigum, lokatölur 2-1 á Old Trafford.

Fótbolti

Haaland fær tíu milljarða hjálp

Englandsmeistarar Manchester City kynntu í morgun Egyptann Omar Marmoush til leiks en hann kom til félagsins frá Frankfurt fyrir 70 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna.

Enski boltinn