Fótbolti

Zuberbuhler til Fulham

Það verður hörð barátta um markmannsstöðuna hjá Fulham á komandi tímabili. Liðið hefur samið við svissneska markvörðinn Pascal Zuberbuhler til eins árs.

Enski boltinn

Arca frá í sex vikur

Miðjumaðurinn Julio Arca leikur ekki næstu sex vikurnar vegna meiðsla. Þetta eru slæm tíðindi fyrir Middlesbrough en Arca var borinn af velli í æfingaleik gegn Hibernian um helgina.

Enski boltinn

Ísland upp um eitt sæti

Ísland er í 97. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA og hækkar um eitt sæti. Evrópumeistarar Spánverja halda efsta sætinu og Þjóðverjar fara upp fyrir Ítali í 2. sætið.

Íslenski boltinn

Tveir mánuðir í Kenwyne Jones

Sunderland vonast til að sóknarmaðurinn Kenwyne Jones muni snúa eftir eftir tvo mánuði. Hann gekkst undir aðgerð á hné eftir meiðsli sem hann hlaut í leik Trinidad & Tobago gegn Englandi í byrjun júní.

Enski boltinn

Mikil endurnýjun í dómgæslunni á Íslandi

Athyglisvert að á þremur af fjórum leikjum kvöldsins í Landsbankadeild karla eru aðaldómarar sem eru á sínu fyrsta ári í deildinni. Þá er dómarinn á leik Keflavíkur og HK, Þorvaldur Árnason, að fara að dæma sinn fyrsta leik í efstu deild.

Íslenski boltinn

Messi ekki á Ólympíuleikunum

Þrjú félagslið unnu í dag áfrýjanir til að hindra leikmenn sína í að taka þátt í Ólympíuleikunum. Því mun Lionel Messi, leikmaður Barcelona, ekki leika með argentínska liðinu á leikunum.

Fótbolti

Rangers úr leik í Meistaradeildinni

Það urðu heldur betur óvænt tíðindi í forkeppni Meistardeildar Evrópu í dag er skoska stórliðið Glasgow Rangers varð að játa sig sigrað fyrir FBK Kaunas frá Litháen.

Fótbolti

Íslendingaslagnum frestað

Viðureign Djurgården og Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað vegna úrhellisrigningar.

Fótbolti

Ármann Smári skaut Brann áfram

Ármann Smári Björnsson var hetja Brann í dag þegar hann skaut liðinu í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Brann tapaði fyrir Ventspils frá Lettlandi 2-1 en komst áfram á útivallarmarki.

Fótbolti

Roma staðfestir áhuga á Benayoun

Luciano Spalletti, þjálfari Roma, hefur staðfest að Yossi Benayoun sé á óskalista sínum. Ísraelski landsliðsmaðurinn hefur sjálfur sagt að hann vilji vera áfram hjá Liverpool og berjast fyrir sæti sínu.

Enski boltinn

Saha orðaður við Sunderland

Í enskum blöðum í morgun er sagt að Sunderland hafi komið með tilboð í Louis Saha, sóknarmann Manchester United. Roy Keane, stjóri Sunderland, hyggst gera hann að launahæsta leikmanni í sögu Sunderland.

Enski boltinn

Galliani fundar með Ancelotti

Chelsea vann 5-0 sigur á AC Milan á æfingamóti sem fram fór um helgina. Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, hefur boðað þjálfarann Carlo Ancelotti á fund í dag þar sem ræða á leikinn.

Fótbolti