Erlent Ástand barnanna í Annecy sagt vera stöðugt Börnin fjögur sem voru stungin í almenningsgarði í frönsku borginni Annecy í gær eru í stöðugu ástandi að sögn lækna. Börnin, sem eru á aldrinum eins árs til þriggja ára, eru þó enn á sjúkrahúsi í umsjá lækna. Erlent 9.6.2023 07:50 Assange nú sagður „hættulega nálægt því að verða framseldur“ Bróðir Julian Assange segir hann „hættulega nálægt því að verða framseldur“ til Bandaríkjanna eftir að dómari við yfirrétt á Bretlandseyjum hafnaði alfarið umleitan lögmanna hans. Erlent 9.6.2023 07:01 Trump ákærður vegna leyniskjala Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi verið ákærður vegna leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti. Erlent 9.6.2023 00:03 Útgefandi Lindemann lætur hann róa og fleiri ásakanir birtast Fleiri Metoo sögur um Till Lindemann, söngvara þungarokkssveitarinnar Rammstein hafa birst eftir að kona sakaði hann um byrlun í Litháen í síðasta mánuði. Bókaútgefandi hefur sagt upp samningi við Lindemann. Erlent 8.6.2023 22:17 Kínverjar sagðir borga fyrir njósnastöð á Kúbu Yfirvöld í Kína og á Kúbu hafa komist að samkomulagi um að Kínverjar fái að reisa njósnastöð í Karíbahafinu. Þessa stöð eru Kínverjar sagðir ætla að nota til að hlera fjarskipti, gervihnattasendingar og ýmsar annars konar sendingar frá suðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem finna má fjölmargar herstöðvar. Erlent 8.6.2023 17:31 Fönguðu eyðilegginguna í Kherson úr lofti Drónamyndir frá Kherson-héraði í Úkraínu, bæði vestan og austan megin við Dnipróá, sýna gífurlega eyðileggingu vegna flóða. Vatn hefur streymt yfir fjölmargar byggðir og valdið gífurlegri eyðileggingu. Erlent 8.6.2023 14:45 Repúblikanar halda þinginu í gíslingu Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er í lamasessi vegna hóps þingmanna Repúblikanaflokksins sem stendur í uppreisn gegn Kevin McCarthy, forseta þingdeildarinnar. Engar atkvæðagreiðslur hafa farið fram í vikunni og eru uppi spurningar um það hvort McCarthy geti leitt meirihlutann áfram. Erlent 8.6.2023 13:56 Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. Erlent 8.6.2023 10:43 Líkurnar á að Trump verði ákærður vegna leyniskjalanna aukast Alríkissaksóknarar hafa tjáð lögmönnum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann sé viðfangsefni rannsóknar þeirra á leyniskjölum sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti. Þetta er sagt benda til þess að Trump verði líklega ákærður. Erlent 8.6.2023 09:16 Átta leikskólabörn stungin með hníf í Annecy Átta börn særðust í stunguárás í frönsku borginni Annecy í austurhluta landsins í morgun. Þrjú barnanna eru sögð vera í lífshættu. Erlent 8.6.2023 09:00 Pence segir óbeinum orðum að Trump sé vanhæfur „Sjötti janúar var sorgardagur í sögu þjóðar okkar. En þökk sé hugrekki löggæsluyfirvalda náðist að kveða ofbeldið niður og hefja þingfund á ný. Sama dag ógnuðu kæruleysisleg orð Trump forseta fjölskyldu minni og öllum í þinghúsinu.“ Erlent 8.6.2023 08:12 600 ferkílómetrar undir vatni og jarðsprengjur á víð og dreif Um 600 ferkílómetrar lands eru nú undir vatni eftir að Kakhova-stíflan í Dnipro-ánni í Úkraínu brast í fyrradag. Þetta segir héraðsstjórinn í Kherson en 68 prósent tjónsins er þó á austurbakkanum, landi sem Rússar hafa stjórn á. Erlent 8.6.2023 07:17 Milljónum Bandaríkjamanna ráðlagt að taka upp grímuna á ný Milljónum manna í Norður-Ameríku hefur nú verið ráðlagt að notast við grímur, sömu gerðar og voru notaðar í kórónuveirufaraldrinum, vegna lélegra loftgæða. Erlent 8.6.2023 07:05 Krókódílar færir um eingetnað Krókódíll í dýragarði í Kosta Ríka verpti eggjum sem innihéldu lífvænleg fóstur, án þess að hafa nokkurn tímann komið nálægt karlkyns krókódíl. Eggin klekktust ekki út en fóstrin í þeim voru nánast með sama erfðamengi og móðirin. Erlent 7.6.2023 18:19 Öskraði á börn og skaut svo móðurina til bana Hvít kona í Flórída sem skaut þeldökkan nágranna sinn í gegnum útidyr sínar, hefur verið handtekin. Nokkrir dagar eru síðan skotárásin átti sér stað en fógeti Marion-sýslu í Flórída hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að handtaka konuna ekki strax. Erlent 7.6.2023 15:39 Nyrsta sjúkraflug sögunnar Norskir þyrluflugmenn fóru nýverið í nyrsta sjúkraflug sögunnar. Veikur sjómaður var sóttur í rússneskt rannsóknaskip sem var statt nærri norðurpólnum. Erlent 7.6.2023 13:35 Stór sprenging inni í stíflunni líklegasta orsökin Líklegasta ástæða þess að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði í Úkraínu brast, er að miklu magni sprengiefna hafi verið komið fyrir inni í stíflunni og hún sprengd. Aðrar ástæður eins og eldflaugaárás og mikið álag eru mögulegar en mun ólíklegri. Erlent 7.6.2023 11:30 Misstu meðvitund skömmu eftir flugtak Flugmaður og farþegar einkaflugvélar sem brotlenti í Virginíu í Bandaríkjunum á dögunum misstu líklega meðvitund skömmu eftir flugtak. Einungis fimmtán mínútum eftir að flugvélinni var flogið af stað, svaraði flugmaður hennar ekki fyrirspurnum flugumferðarstjóra. Erlent 7.6.2023 09:56 Páfi á leið í skurðaðgerð Frans páfi gengst undir skurðaðgerð vegna þarmateppu í dag. Páfagarður segir að páfi, sem er 86 ára gamall, verði svæfður fyrir aðgerðina og verði haldið á sjúkrahúsi í Róm í nokkra daga. Erlent 7.6.2023 09:16 Segja prímata hafa stundað sjálfsfróun í 40 milljón ár Þróunarfræðingar segja sjálfsfróun hafa verið iðkaða meðal prímata fyrir allt að 40 milljón árum síðan. Þeir hafa kortlagt hegðunina meðal núlifandi prímata en segja enn óljóst hvaða þróunarfræðilega tilgangi hún hefur þjónað. Erlent 7.6.2023 08:26 Eyðilegging stíflunnar hefur alvarleg áhrif á líf fjölda fólks til framtíðar Alls hafa um fjörutíu þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín eftir að Kakhovka stíflan í Úkraínu brast í fyrrinótt. Erlent 7.6.2023 07:48 Tveir látnir eftir skotárás í útskriftarathöfn í Virginíu Tveir eru látnir og fimm aðrir særðir eftir enn eina skotárásina í Bandaríkjunum. Í þetta sinn var skotið á hóp útskriftarnema í menntaskóla í Richmond í Virginíu á meðan á útskriftarathöfninni stóð. Erlent 7.6.2023 06:41 Árás á stífluna „umhverfislegt gjöreyðingarvopn“ Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um að hafa sprengt stíflu í Kherson-héraði af ásettu ráði og segir þá hafa beitt „umhverfislegu gjöreyðingarvopni“ og framið stríðsglæp. Erlent 6.6.2023 23:05 Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. Erlent 6.6.2023 16:48 Cuba Gooding Jr. samdi rétt fyrir upphaf nauðgunarréttarhalda Bandaríski leikarinn Cuba Gooding Jr. hefur gert samkomulag við konu sem sakaði hann um að hafa nauðgað sér fyrir um áratug. Réttarhöld í málinu áttu að hefjast í dag en leikarinn hafði neitað sök. Erlent 6.6.2023 14:27 Auðjöfur sektaður um átján milljónir fyrir hraðakstur Auðugasti íbúi Álandseyja var sektaður um meira en 120.000 evrur, jafnvirði um 18,3 milljóna íslenskra króna, fyrir að aka of hratt um helgina. Hraðasektir eru tekjutengdar í Finnlandi og segist auðmaðurinn vonast til þess að sektin nýtist til að bæta heilbrigðisþjónustu. Erlent 6.6.2023 11:33 Einn alræmdasti njósnari í sögu Bandaríkjanna látinn Robert Hanssen, fyrrverandi alríkislögreglumaður sem þáði mútur fyrir að njósna um Bandaríkin fyrir Rússa, er látinn í fangelsi. Hann er meðal annars talinn hafa verið ábyrgur að hluta til á dauða þriggja sovéskra embættismanna sem njósnuðu fyrir Bandaríkjamenn. Erlent 6.6.2023 11:01 Yfirborð uppistöðulónsins var í methæðum Raforkuverið við Nova Kakhovka-stíflunnar í Kherson er ónýtt eins og stíflan og er útlit fyrir að sprenging hafi valdið skemmdunum. Íbúar segjast hafa heyrt sprengingar en enn hefur ekki verið staðfest hvað olli því að stíflan brast. Yfirborð uppistöðulónsins hafði hækkað mjög að undanförnu og stóð í methæðum. Erlent 6.6.2023 10:46 Óttast „stjórnlausan“ flaum hjúkrunarfræðinga frá bágstöddum ríkjum Áhyggjur eru uppi vegna „stjórnlauss“ brottflutnings hjúkrunarfræðinga frá bágstöddum ríkjum á borð við Ghana til efnaðri ríkja, til að mynda Bretlands. Árið 2022 voru 1.200 hjúkrunarfræðingar frá Ghana nýskráðir á lista yfir hjúkrunarfræðinga á Bretlandseyjum. Erlent 6.6.2023 08:49 Lögmenn Trump funduðu um gagnamálið í dómsmálaráðuneytinu Þrír lögmenn Donald Trump áttu tveggja tíma fund í dómsmálaráðuneytinu í Washington í gær til að ræða framgöngu sérstaks saksóknara við rannsókn á meðhöndlun forsetans fyrrverandi á leynilegum gögnum. Erlent 6.6.2023 07:32 « ‹ 156 157 158 159 160 161 162 163 164 … 334 ›
Ástand barnanna í Annecy sagt vera stöðugt Börnin fjögur sem voru stungin í almenningsgarði í frönsku borginni Annecy í gær eru í stöðugu ástandi að sögn lækna. Börnin, sem eru á aldrinum eins árs til þriggja ára, eru þó enn á sjúkrahúsi í umsjá lækna. Erlent 9.6.2023 07:50
Assange nú sagður „hættulega nálægt því að verða framseldur“ Bróðir Julian Assange segir hann „hættulega nálægt því að verða framseldur“ til Bandaríkjanna eftir að dómari við yfirrétt á Bretlandseyjum hafnaði alfarið umleitan lögmanna hans. Erlent 9.6.2023 07:01
Trump ákærður vegna leyniskjala Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi verið ákærður vegna leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti. Erlent 9.6.2023 00:03
Útgefandi Lindemann lætur hann róa og fleiri ásakanir birtast Fleiri Metoo sögur um Till Lindemann, söngvara þungarokkssveitarinnar Rammstein hafa birst eftir að kona sakaði hann um byrlun í Litháen í síðasta mánuði. Bókaútgefandi hefur sagt upp samningi við Lindemann. Erlent 8.6.2023 22:17
Kínverjar sagðir borga fyrir njósnastöð á Kúbu Yfirvöld í Kína og á Kúbu hafa komist að samkomulagi um að Kínverjar fái að reisa njósnastöð í Karíbahafinu. Þessa stöð eru Kínverjar sagðir ætla að nota til að hlera fjarskipti, gervihnattasendingar og ýmsar annars konar sendingar frá suðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem finna má fjölmargar herstöðvar. Erlent 8.6.2023 17:31
Fönguðu eyðilegginguna í Kherson úr lofti Drónamyndir frá Kherson-héraði í Úkraínu, bæði vestan og austan megin við Dnipróá, sýna gífurlega eyðileggingu vegna flóða. Vatn hefur streymt yfir fjölmargar byggðir og valdið gífurlegri eyðileggingu. Erlent 8.6.2023 14:45
Repúblikanar halda þinginu í gíslingu Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er í lamasessi vegna hóps þingmanna Repúblikanaflokksins sem stendur í uppreisn gegn Kevin McCarthy, forseta þingdeildarinnar. Engar atkvæðagreiðslur hafa farið fram í vikunni og eru uppi spurningar um það hvort McCarthy geti leitt meirihlutann áfram. Erlent 8.6.2023 13:56
Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. Erlent 8.6.2023 10:43
Líkurnar á að Trump verði ákærður vegna leyniskjalanna aukast Alríkissaksóknarar hafa tjáð lögmönnum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann sé viðfangsefni rannsóknar þeirra á leyniskjölum sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti. Þetta er sagt benda til þess að Trump verði líklega ákærður. Erlent 8.6.2023 09:16
Átta leikskólabörn stungin með hníf í Annecy Átta börn særðust í stunguárás í frönsku borginni Annecy í austurhluta landsins í morgun. Þrjú barnanna eru sögð vera í lífshættu. Erlent 8.6.2023 09:00
Pence segir óbeinum orðum að Trump sé vanhæfur „Sjötti janúar var sorgardagur í sögu þjóðar okkar. En þökk sé hugrekki löggæsluyfirvalda náðist að kveða ofbeldið niður og hefja þingfund á ný. Sama dag ógnuðu kæruleysisleg orð Trump forseta fjölskyldu minni og öllum í þinghúsinu.“ Erlent 8.6.2023 08:12
600 ferkílómetrar undir vatni og jarðsprengjur á víð og dreif Um 600 ferkílómetrar lands eru nú undir vatni eftir að Kakhova-stíflan í Dnipro-ánni í Úkraínu brast í fyrradag. Þetta segir héraðsstjórinn í Kherson en 68 prósent tjónsins er þó á austurbakkanum, landi sem Rússar hafa stjórn á. Erlent 8.6.2023 07:17
Milljónum Bandaríkjamanna ráðlagt að taka upp grímuna á ný Milljónum manna í Norður-Ameríku hefur nú verið ráðlagt að notast við grímur, sömu gerðar og voru notaðar í kórónuveirufaraldrinum, vegna lélegra loftgæða. Erlent 8.6.2023 07:05
Krókódílar færir um eingetnað Krókódíll í dýragarði í Kosta Ríka verpti eggjum sem innihéldu lífvænleg fóstur, án þess að hafa nokkurn tímann komið nálægt karlkyns krókódíl. Eggin klekktust ekki út en fóstrin í þeim voru nánast með sama erfðamengi og móðirin. Erlent 7.6.2023 18:19
Öskraði á börn og skaut svo móðurina til bana Hvít kona í Flórída sem skaut þeldökkan nágranna sinn í gegnum útidyr sínar, hefur verið handtekin. Nokkrir dagar eru síðan skotárásin átti sér stað en fógeti Marion-sýslu í Flórída hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að handtaka konuna ekki strax. Erlent 7.6.2023 15:39
Nyrsta sjúkraflug sögunnar Norskir þyrluflugmenn fóru nýverið í nyrsta sjúkraflug sögunnar. Veikur sjómaður var sóttur í rússneskt rannsóknaskip sem var statt nærri norðurpólnum. Erlent 7.6.2023 13:35
Stór sprenging inni í stíflunni líklegasta orsökin Líklegasta ástæða þess að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði í Úkraínu brast, er að miklu magni sprengiefna hafi verið komið fyrir inni í stíflunni og hún sprengd. Aðrar ástæður eins og eldflaugaárás og mikið álag eru mögulegar en mun ólíklegri. Erlent 7.6.2023 11:30
Misstu meðvitund skömmu eftir flugtak Flugmaður og farþegar einkaflugvélar sem brotlenti í Virginíu í Bandaríkjunum á dögunum misstu líklega meðvitund skömmu eftir flugtak. Einungis fimmtán mínútum eftir að flugvélinni var flogið af stað, svaraði flugmaður hennar ekki fyrirspurnum flugumferðarstjóra. Erlent 7.6.2023 09:56
Páfi á leið í skurðaðgerð Frans páfi gengst undir skurðaðgerð vegna þarmateppu í dag. Páfagarður segir að páfi, sem er 86 ára gamall, verði svæfður fyrir aðgerðina og verði haldið á sjúkrahúsi í Róm í nokkra daga. Erlent 7.6.2023 09:16
Segja prímata hafa stundað sjálfsfróun í 40 milljón ár Þróunarfræðingar segja sjálfsfróun hafa verið iðkaða meðal prímata fyrir allt að 40 milljón árum síðan. Þeir hafa kortlagt hegðunina meðal núlifandi prímata en segja enn óljóst hvaða þróunarfræðilega tilgangi hún hefur þjónað. Erlent 7.6.2023 08:26
Eyðilegging stíflunnar hefur alvarleg áhrif á líf fjölda fólks til framtíðar Alls hafa um fjörutíu þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín eftir að Kakhovka stíflan í Úkraínu brast í fyrrinótt. Erlent 7.6.2023 07:48
Tveir látnir eftir skotárás í útskriftarathöfn í Virginíu Tveir eru látnir og fimm aðrir særðir eftir enn eina skotárásina í Bandaríkjunum. Í þetta sinn var skotið á hóp útskriftarnema í menntaskóla í Richmond í Virginíu á meðan á útskriftarathöfninni stóð. Erlent 7.6.2023 06:41
Árás á stífluna „umhverfislegt gjöreyðingarvopn“ Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um að hafa sprengt stíflu í Kherson-héraði af ásettu ráði og segir þá hafa beitt „umhverfislegu gjöreyðingarvopni“ og framið stríðsglæp. Erlent 6.6.2023 23:05
Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. Erlent 6.6.2023 16:48
Cuba Gooding Jr. samdi rétt fyrir upphaf nauðgunarréttarhalda Bandaríski leikarinn Cuba Gooding Jr. hefur gert samkomulag við konu sem sakaði hann um að hafa nauðgað sér fyrir um áratug. Réttarhöld í málinu áttu að hefjast í dag en leikarinn hafði neitað sök. Erlent 6.6.2023 14:27
Auðjöfur sektaður um átján milljónir fyrir hraðakstur Auðugasti íbúi Álandseyja var sektaður um meira en 120.000 evrur, jafnvirði um 18,3 milljóna íslenskra króna, fyrir að aka of hratt um helgina. Hraðasektir eru tekjutengdar í Finnlandi og segist auðmaðurinn vonast til þess að sektin nýtist til að bæta heilbrigðisþjónustu. Erlent 6.6.2023 11:33
Einn alræmdasti njósnari í sögu Bandaríkjanna látinn Robert Hanssen, fyrrverandi alríkislögreglumaður sem þáði mútur fyrir að njósna um Bandaríkin fyrir Rússa, er látinn í fangelsi. Hann er meðal annars talinn hafa verið ábyrgur að hluta til á dauða þriggja sovéskra embættismanna sem njósnuðu fyrir Bandaríkjamenn. Erlent 6.6.2023 11:01
Yfirborð uppistöðulónsins var í methæðum Raforkuverið við Nova Kakhovka-stíflunnar í Kherson er ónýtt eins og stíflan og er útlit fyrir að sprenging hafi valdið skemmdunum. Íbúar segjast hafa heyrt sprengingar en enn hefur ekki verið staðfest hvað olli því að stíflan brast. Yfirborð uppistöðulónsins hafði hækkað mjög að undanförnu og stóð í methæðum. Erlent 6.6.2023 10:46
Óttast „stjórnlausan“ flaum hjúkrunarfræðinga frá bágstöddum ríkjum Áhyggjur eru uppi vegna „stjórnlauss“ brottflutnings hjúkrunarfræðinga frá bágstöddum ríkjum á borð við Ghana til efnaðri ríkja, til að mynda Bretlands. Árið 2022 voru 1.200 hjúkrunarfræðingar frá Ghana nýskráðir á lista yfir hjúkrunarfræðinga á Bretlandseyjum. Erlent 6.6.2023 08:49
Lögmenn Trump funduðu um gagnamálið í dómsmálaráðuneytinu Þrír lögmenn Donald Trump áttu tveggja tíma fund í dómsmálaráðuneytinu í Washington í gær til að ræða framgöngu sérstaks saksóknara við rannsókn á meðhöndlun forsetans fyrrverandi á leynilegum gögnum. Erlent 6.6.2023 07:32