Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2023 14:27 Kim Jong Un og Vladimír Pútín í Rússlandi árið 2019. AP/Alexander Zemlianichenko Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. Þetta sagði Sullivan á blaðamannafundi í gærkvöldi. Bandaríkjamenn segja að Kim og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi átt í samskiptum undanfarið og að Kim sé mögulega á leið til Rússlands á fund við Pútín seinna í þessum mánuði. Ferðin yrði fyrsta ferð Kim til annars ríkis í rúm fjögur ár. Leiðtogarnir eru einnig sagðir hafa skipst á bréfum en fyrr í sumar fór Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, í ferðalag til Pyongyang. Yfirvöld í Kreml hafa ekkert viljað segja um þessar yfirlýsingar Bandaríkjamanna. Providing weapons to Russia is not going to reflect well on North Korea and they will pay a price for this in the international community, US national security adviser Jake Sullivan told reporters at the White House https://t.co/rl2e82NjDC pic.twitter.com/f0OpKVGMxZ— Reuters (@Reuters) September 5, 2023 Bandaríkjamenn segja að Rússar freisti þess að fá skotfæri fyrir stórskotalið og önnur hergögn frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. Úkraínskir hermenn segja stórskotaliðsárásum Rússa hafa fækkað að undanförnu og þykir það til marks um að framleiðslan í Rússlandi sé ekki nægileg, miðað við notkun stórskotaliðs. Stórskotalið skiptir sköpum í átökunum í Úkraínu. Sullivan sagði að refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafi komið niður á hergagnaframleiðslu Rússa og því þurfi þeir að leita eftir aðstoð, samkvæmt frétt Reuters. Kim er talinn vonast eftir aðstoð við þróun langdrægra eldflauga sem geta borið kjarnorkuvopn ríkisins. Norður-Kórea hefur um árabil unnið að þróun slíkra vopna og er það í trássi við ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Norður-Kórea hefur verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna vopnaáætlana einræðisríkisins. Rússland Norður-Kórea Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lætur yfirhershöfðingjann fjúka og boðar aukin hernaðarumsvif Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur látið æðsta hershöfðingja landsins fjúka. Varnarmálaráðherra landsins, Ri Yong-gil, hefur tekið við stöðunni. 10. ágúst 2023 10:00 Norður-Kóreumenn sýndu „bandaríska“ herdróna Norður-Kóreumenn efndu til sérstakrar hersýningar í gærkvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrirrúmi nýir herdrónar sem taldir eru keimlíkir bandarískum drónum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. júlí 2023 07:43 Heimildarmenn BBC segja heilu fjölskyldurnar svelta til bana „Ríkið segir okkur að við séum í faðmi móður okkar. En hvaða móðir myndi taka barn sitt af lífi um miðjan dag fyrir að flýja til Kína af því að það var að svelta?“ 15. júní 2023 07:57 Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Þetta sagði Sullivan á blaðamannafundi í gærkvöldi. Bandaríkjamenn segja að Kim og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi átt í samskiptum undanfarið og að Kim sé mögulega á leið til Rússlands á fund við Pútín seinna í þessum mánuði. Ferðin yrði fyrsta ferð Kim til annars ríkis í rúm fjögur ár. Leiðtogarnir eru einnig sagðir hafa skipst á bréfum en fyrr í sumar fór Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, í ferðalag til Pyongyang. Yfirvöld í Kreml hafa ekkert viljað segja um þessar yfirlýsingar Bandaríkjamanna. Providing weapons to Russia is not going to reflect well on North Korea and they will pay a price for this in the international community, US national security adviser Jake Sullivan told reporters at the White House https://t.co/rl2e82NjDC pic.twitter.com/f0OpKVGMxZ— Reuters (@Reuters) September 5, 2023 Bandaríkjamenn segja að Rússar freisti þess að fá skotfæri fyrir stórskotalið og önnur hergögn frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. Úkraínskir hermenn segja stórskotaliðsárásum Rússa hafa fækkað að undanförnu og þykir það til marks um að framleiðslan í Rússlandi sé ekki nægileg, miðað við notkun stórskotaliðs. Stórskotalið skiptir sköpum í átökunum í Úkraínu. Sullivan sagði að refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafi komið niður á hergagnaframleiðslu Rússa og því þurfi þeir að leita eftir aðstoð, samkvæmt frétt Reuters. Kim er talinn vonast eftir aðstoð við þróun langdrægra eldflauga sem geta borið kjarnorkuvopn ríkisins. Norður-Kórea hefur um árabil unnið að þróun slíkra vopna og er það í trássi við ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Norður-Kórea hefur verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna vopnaáætlana einræðisríkisins.
Rússland Norður-Kórea Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lætur yfirhershöfðingjann fjúka og boðar aukin hernaðarumsvif Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur látið æðsta hershöfðingja landsins fjúka. Varnarmálaráðherra landsins, Ri Yong-gil, hefur tekið við stöðunni. 10. ágúst 2023 10:00 Norður-Kóreumenn sýndu „bandaríska“ herdróna Norður-Kóreumenn efndu til sérstakrar hersýningar í gærkvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrirrúmi nýir herdrónar sem taldir eru keimlíkir bandarískum drónum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. júlí 2023 07:43 Heimildarmenn BBC segja heilu fjölskyldurnar svelta til bana „Ríkið segir okkur að við séum í faðmi móður okkar. En hvaða móðir myndi taka barn sitt af lífi um miðjan dag fyrir að flýja til Kína af því að það var að svelta?“ 15. júní 2023 07:57 Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Lætur yfirhershöfðingjann fjúka og boðar aukin hernaðarumsvif Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur látið æðsta hershöfðingja landsins fjúka. Varnarmálaráðherra landsins, Ri Yong-gil, hefur tekið við stöðunni. 10. ágúst 2023 10:00
Norður-Kóreumenn sýndu „bandaríska“ herdróna Norður-Kóreumenn efndu til sérstakrar hersýningar í gærkvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrirrúmi nýir herdrónar sem taldir eru keimlíkir bandarískum drónum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. júlí 2023 07:43
Heimildarmenn BBC segja heilu fjölskyldurnar svelta til bana „Ríkið segir okkur að við séum í faðmi móður okkar. En hvaða móðir myndi taka barn sitt af lífi um miðjan dag fyrir að flýja til Kína af því að það var að svelta?“ 15. júní 2023 07:57
Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42