Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Íbúi á Havaí líkir ástandinu á eyjunni Maui við hamfarasvæði eftir mannskæða gróðurelda. Lík fólks, sem reyndi að forða sér frá bálinu, skoli á land og hefur neyðarástandi verið lýst yfir. Þrjátíu og sex hið minnsta eru látnir.

Innlent

Bíða enn eftir niður­stöðum krufningar

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu bíður enn eftir endan­legri niður­stöðu krufningar vegna and­láts karl­manns sem lést í kjöl­far höfuð­höggs á skemmti­staðnum Lúx að­fara­nótt þess 24. júní síðast­liðinn.

Innlent

Fyrsta skóflu­stungan að í­búðum VR í Úlfarsár­dal

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum fjölbýlishúsum VR á lóð félagsins í Úlfarsárdal í dag. Byggðar verða 36 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum sem verða leigðar til félagsfólks VR.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Raforka á Íslandi er nánast uppseld og kerfið fullnýtt. Þetta segir forstjóri Landsvirkjunar sem óttast raforkuskort og kallar eftir aðgerðum. Við heyrum í honum í fréttatímanum.

Innlent

Fresta byggingu nýrrar Hamars­hallar

Bæjar­stjórn Hvera­gerðis­bæjar telur ekki raun­hæft að halda á­fram með sam­keppnis­við­ræður um upp­byggingu Hamars­hallarinnar. Nauð­syn­legt er talið að for­gangs­raða fjár­munum bæjarins í stækkun skolp­hreinsi­stöðvar vegna aukinnar í­búa­fjölgunar og upp­byggingu á gervi­gras­velli. 

Innlent

Máttu ekki synja barni um hjálpar­­tæki

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann við styrkjum vegna hjálpartækja sem börnum með fötlun eru nauðsynleg eða hentug til tómstunda eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum um sjúkratryggingar.

Innlent

Co­vid gerir sjúk­lingum og starfs­fólki enn lífið leitt

Co­vid heldur á­fram að gera starfs­fólki Land­spítalans og sjúk­lingum lífið leitt að sögn formanns far­sótta­nefndar Land­spítalans. Ekki er lengur haldið bók­hald yfir fjölda Co­vid smita á spítalanum en far­aldur er á fimm til sex legu­deildum.

Innlent

Fjórir hand­teknir vegna þjófnaða í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Kópavogi í gær sem grunaður er um þjófnað. Var hann staðinn að því að fela verkfæri í runna og gat hvorki gert grein fyrir sér né var með nokkur skilríki á sér.

Innlent

Vestfirðir verði áfram jaðarsettir í nýrri samgönguáætlun

Lækningavörufyrirtækið Kerecis lýsir yfir miklum vonbrigðum með fyrirliggjandi samgönguáætlun og segir Vestfirði áfram verða jaðarsetta, verði hún að veruleika. Fyrirtækið segir skattgreiðslur af nýlegri sölu fyrirtækisins duga einar og sér til að koma vegum landshlutans, sem eru sagðir með öllu óviðunandi, í viðunandi horf.

Innlent

Komin heim þremur dögum á eftir á­ætlun

Eva Rún Guðmundsdóttir, sem fljúga átti til Íslands frá Osló á sunnudag er nú komin til landsins, þremur dögum eftir áætlaða heimferð. Hún segist mjög fegin að vera loksins komin heim. 

Innlent

Rúta brann í Kömbunum

Eldur kviknaði í rútu sem var á leið niður Kambana skömmu eftir klukkan níu í kvöld. Töluverður reykur leggur frá rútunni sem er frá fyrirtækinu SBA Norðurleið.

Innlent

Metaðsókn að Selasetri Íslands á Hvammstanga

Aðsókn á Selasetrið á Hvammstanga hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og í sumar en þangað koma um 250 manns á dag til að skoða þetta flotta safn um seli. Og það sem meira er, það er komin Rostungur á safnið.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki.

Innlent

Lyklamaðurinn fékk 45 daga fangelsisdóm

Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum.

Innlent

Sér sig knúinn til að minna trymbil á nokkrar staðreyndir

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sér sig knúinn til að minna á nokkrar staðreyndir í opnu bréfi til Einars Scheving trymbils. Kári segist með því að hafa tjáð sig frjálslega í hlaðvarpi á dögunum gefið fólki eins og Einari tækifæri til að snúa út úr orðum sínum og endurtaka skoðanir sem samrýmist illa. Hann segist dást að Einari fyrir að að tjá skoðanir sínar á máli sem hann hafi enga sérþekkingu á.

Innlent

„Af hverju erum við alltaf að forðast ís­lenskuna?“

Ei­ríkur Rögn­valds­son, prófessor emi­ritus í ís­lenskri mál­fræði, segir að sér þyki nýtt nafn Rúm­fata­lagersins, JYSK, sér­lega ó­heppi­legt. Ó­víst sé hvernig eigi að bera það fram auk þess sem það falli ekki vel inn í ís­lensku. Aðalatriðið sé þó að ein­staka nafna­breytingar skipti ekki máli í stóra sam­henginu, heldur hefur Eiríkur á­hyggjur af því hvernig þær endur­spegla ríkjandi hug­myndir um tungu­málið.

Innlent