Golf

Tiger PGA-kylfingur ársins í tíunda sinn

Tímabilið búið og þá er venjulega komið að því að Tiger Woods moki til sín verðlaunum. Woods fékk flest stig á PGA-mótaröðinni og var í raun búinn að vinna þann titil þegar FedEx-bikarinn var búinn.

Golf

Tiger Woods búinn að þéna rúman milljarð Bandaríkjadala

Kylfingurinn Tiger Woods hefur þénað rúman milljarð Bandaríkjadala frá því að hann varð atvinnumaður í golfi árið 1996, þá 21 árs. Í úttekt tímaritsins Forbes kemur fram að enginn íþróttamaður í sögunni komist með tærnar þar sem Woods hefur hælana.

Golf

Arnór Guðjohnsen og Ásgeir Sigurvinsson mæta golfdrottningum

Lokamót Bleika Toppbikarsins fer fram í Borgarnesi á morgun en þessi golfmótaröð er haldin til styrktar Krabbameinsfélaginu og styrkt af Vífilfelli. Í lok mótsins mætast tvö lið í einvígi, Arnór Gudjohnsen og Helena Árnadóttir gegn Ásgeiri Sigurvinssyni og Ragnhildi Sigurðardóttur.

Golf

Hlynur fjórði í Finnlandi

Selfyssingurinn Hlynur Geir Hjartarson stóð sig með miklum sóma á opna finnska meistaramótinu í golfi sem fram fór um helgina.

Golf

Tiger á toppnum

Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods hefur forystu eftir fyrsta keppnisdag á 91. PGA meistaramótinu í golfi. Tiger lék í dag á 67 höggum eða á 5 undir pari og er einu höggi á undan Íranum Pedraig Harrington.

Golf

GKG og GK Sveitameistarar í golfi 2009

Karlalið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar og kvennalið Golfklúbbs Keilis tryggðu sér sigur í Sveitakeppni Golfsambands Íslands í dag. GKG vann GR í úrslitum karlakeppninnar sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri en Keilir vann GR í úrslitum kvennakeppninnar sem fram fór á Garðavelli.

Golf

GR og GKG spila til úrslita í Sveitakeppni karla í golfi

Golfklúbbur Reykjavíkur mætir Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar í úrslitaleik Sveitakeppninnar í golfi sem fram fer á Jaðarsvelli á Akureyri um helgina. GR vann 3-2 sigur á Golfklúbbi Kjalar í undanúrslitunum en GKG vann 3-2 sigur á Keilismönnum í hinum undanúrslitaleiknum. GR og GKG unnu líka bæði sinn riðil í riðlakeppninni.

Golf

Snýr Daly aftur á Hazeltine-vellinum?

Kylfingurinn skrautlegi John Daly er ekki á meðal keppenda á Bridgestone mótinu á Firestone-vellinum í PGA-mótaröðinni sem nú stendur yfir en veltir fyrir sér að snúa aftur á PGA-mótaröðinni í næstu viku á Hazeltine-vellinum.

Golf

Efnilegur golfari fótbrotnaði í fótbolta

Á golfvefnum kylfingur.is, er sagt frá óförum eins efnilegasta kylfings Austurlands sem var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Íslandsmótinu í höggleik í Grafarholti.

Golf

Björgvin vann Einvígið á Nesinu

Björgvin Sigurbergsson úr Keili vann sigur á Einvíginu á Nesinu á Seltjarnarnesinu í dag. Mótið er haldið til styrktar langveikum börnum og er DHL fyrirtækið aðalstyrktaraðili mótsins nú eins og í öll skiptin síðan að það var haldið í fyrsta sinn 1997.

Golf

Einvígið á Nesinu haldið í þrettánda sinn í dag

Hið árlega Einvígi á Nesinu fer fram á Nesvellinum á Seltjarnarnesinu í dag en mótið er haldið til styrktar langveikum börnum og er DHL fyrirtækið aðalstyrktaraðili mótsins nú eins og í öll skiptin síðan að það var haldið í fyrsta sinn 1997. Tíu kylfingar keppa eftir „shootout“ fyrirkomulagi þar sem leiknar verða níu holur í höggleik fyrir hádegi en eftir hádegi verður níu holu bráðabani.

Golf