Handbolti

Snorri Steinn: Flestir þættir sem tikkuðu í dag

„Við vorum frábærir strax frá byrjun. Björgvin var geggjaður í markinu og við gengum eiginlega bara á lagið. Við vissum að KA menn yrðu brothættir í dag þar sem þeir eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð þannig það var sterkt að byrja þetta svona vel. Menn héldu bara áfram og lögðu klárlega grunninn að þessu í fyrri hálfleik. Við hefum meira segja geta verið meira yfir í hálfleik,“ sagði Snorri Stein Guðjónsson þjálfari Vals eftir níu marka sigur á KA mönnum í KA heimilinu í dag.

Handbolti

Tap hjá ÍBV í Þessalóníku

Handknattleikslið ÍBV tapaði fyrir A.C. PAOK í Evrópukeppni kvenna, EHF bikarnum, í handbolta í dag í Þessalóníku á Grikklandi. ÍBV missti þær grísku aðeins framúr sér snemma leiks en náðu ekki að komast alveg til baka og lokatölur fimm marka sigur Grikkjana. 29-24.

Handbolti

Sandra markahæst í tapi

Sandra Erlingsdóttir var markahæst í tapi Álaborgar gegn SønderjyskE í dönsku B-deildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 22-28.

Handbolti

Teitur markahæstur í tapi

Teitur Örn Einarsson var markahæsti maður Flensburg með fimm mörk í sínum fyrsta leik fyrir félagið er liðið mætti Telekom Veszprem í fimmtu umferð Meistaradeildar Evrópu í dag. Mörk Teits dugðu þó skammt því liðið tapaði 28-23.

Handbolti

Öxlin enn að angra Janus Daða

Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, er frá keppni þessa dagana vegna axlarmeiðsla. Hann missir því af leik Göppingen gegn Leipzig í Þýskalandi í dag.

Handbolti

Fullur óvissu vegna brotthvarfs Arons

Franska handboltastjarnan Dika Mem segir framtíð sína hjá Barcelona í óvissu vegna stöðu félagsins sem er skuldum hlaðið. Það veki hjá sér óöryggi að félagið hafi leyft Aroni Pálmarssyni að fara í sumar.

Handbolti

Teitur fjórði íslenski reddarinn hjá Flensburg

Teitur Örn Einarsson gekk í raðir þýska stórliðsins Flensburg í fyrradag. Hann á að hjálpa liðinu í þeim miklu meiðslum sem herja á leikmannahóp þess. Teitur er ekki fyrsti Íslendingurinn sem Flensburg fær í eins konar reddingar ef svo má að orði komast.

Handbolti

„Við erum bara eins og litlir smástrákar“

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var virkilega ósáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld er liðið tapaði gegn Stjörnunni í Olís-deild karla, 25-20. Hann segist vera í hálfgerðu sjokki eftir leikinn.

Handbolti

„Þetta er risa tækifæri fyrir mig“

Teitur Örn Einarsson segir að tækifærið að ganga í raðir Flensburg hafi verið of spennandi til að sleppa því. Sama hversu löng dvölin hjá þýska stórliðinu verður segir skyttan frá Selfossi að hún muni hjálpa sér.

Handbolti