Lífið

Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát
Góðgerðarpizza Domino's í ár verður tileinkuð Bryndísi Klöru og mun allur ágóði renna í minningarsjóð í hennar nafni. Faðir hennar segir stuðninginn ómetanlegan fyrir fjölskyldu hennar. Sala pizzunnar hefst á morgun.

Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana
Ilmur Eir Sæmundsdóttir og Haraldur Örn Harðarson keyptu fyrir þremur árum draumaeignina sína sem þau sáu fyrir að eldast í með börnunum sínum tveimur. Í maí eiga vextirnir á láninu að losna og í staðinn fyrir að taka það á sig seldu þau parhúsið og eru á leið til Asíu með börnin sín tvö í óákveðinn tíma.

Laufey sendir lekamönnum tóninn
Laufey Lín Bing Jónsdóttir virðist hafa lent í tónlistarleka og sendir skýr skilaboð á samfélagsmiðlum: „Hættið að leka tónlistinni minni.“

Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull
Brynhildur Pálsdóttir hönnuður segir tímabært að gert sé meira úr íslensku ullinni. Ullin sé gull Íslendinga. Það eigi að varðveita þennan menningararf betur. Hana dreymir um að á Íslandi verði opnað rannsóknarsetur tileinkað íslensku ullinni og textílframleiðslu.

„Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“
Ólafur Jóhann Steinsson ein skærasta Tik-Tok stjarna landsins segist aldrei hafa látið það á sig fá að vera með meðfæddan hjartagalla. Læknar töldu hann þó í æsku eiga lítinn möguleika á eðlilegu lífi.

Sjóræningjar réðust á Íslendinga
„Við vorum báðir búnir að gera okkur grein fyrir því að þetta yrðu okkar síðustu dagar, síðustu stundir. Þegar ég kom upp í brú var skip, sem var stærra en við, búið að manna kaðla til að sveifla sér yfir til okkar. Ég hugsaði bara: „Hvað get ég gert til að bjarga okkur?“ segir Einar Vignir Einarsson.

Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús
Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni!

„Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“
Bandaríski leikarinn Bill Murray hvessti sig við aðdáanda sem gekk aftan á hann í bíóhúsi á Manhattan. Murray sakaði manninn um líkamsárás og hótaði að svara í sömu mynt.

Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar
Matthildur Guðrún Hlín Leósdóttir, átta ára Heiðabúi, hlaut hetjudáðamerki Bandalags íslenskra skáta í dag fyrir að veita móður sinni lífsbjörg þegar kransæð rofnaði hjá henni.

Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag
Það er mikið um að vera í Neskaupstað í dag því þar fer fram Tæknidagur fjölskyldunnar tíunda árið í röð á vegum Verkmenntaskóla Austurlands. Fjölmörg fyrirtæki á svæðinu munu kynna starfsemi sína, auk þess, sem skólinn kynnir námið sitt og Vísindasmiðjur Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri verða á staðnum svo eitthvað sé nefnt.

Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra heiðraði Eyjólf Pálsson stofnanda Epal fyrir hálfrar aldar starf í þágu íslenskrar hönnunar í nýja Landsbankanum í vikunni. Fjárfestum í hönnun, sem er hluti af HönnunarMars sem stendur yfir fram á sunnudag í húsnæði bankans.

Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið
Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu.

Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu
Í sögufrægu húsi við Miðstræti 10 í hjarta Reykjavíkur er til sölu sjarmerandi risíbúð. Útsýnið úr íbúðinni er stórbrotið, yfir Þingholtin, Tjörnina og götur miðborgarinnar. Þá er saga hússins ansi áhugaverð.

Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“
Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Þjóðhátíð í Eyjum er stærsta og vinsælasta útihátíð landsins og ríkir því mikil spenna fyrir Þjóðhátíðarlaginu ár hvert. Þetta var tilkynnt í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun.

Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina
Í þáttunum Tilbrigði um fegurð sem fór í loftið á Stöð 2 í síðustu viku er fylgst með lífi Viktors Heiðdal Andersen sem er betur þekktur sem aðgerðadrengurinn.

Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim
Helena Hafþórsdóttir O'Connor var krýnd Ungfrú Ísland í Gamla bíói í gærkvöldi. Hún var að taka þátt í annað skiptið og segir tilfinninguna æðislega.

Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn
Páskarnir nálgast óðfluga en hvað eru páskarnir án páskaeggja?

Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn
Tom Cruise rauf loks þögnina eftir andlát Vals Kilmer og minntist Ísmannsins með stundarþögn á kvikmyndaráðstefnu í Las Vegas í gær.

Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi
Hlín Leifsdóttir, sópransöngkona og ljóðskáld, hefur slegið í gegn í Grikklandi upp á síðkastið, meðal annars með ljóðalestri og tónlistarútgáfu á íslensku.

Ása Steinars og Leó greina frá kyninu
Ferðaljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Ása Steinarsdóttir og eiginmaður hennar Leo Sebastian Alsved eiga von á sínu öðru barni saman. Hjónin tilkynntu í færslu á Instagram í gær að þau ættu von á dreng.

Helena krýnd Ungfrú Ísland
Helena Hafþórsdóttir O´Connor var í kvöld krýnd Ungfrú Ísland. Helena var Ungfrú Viðey og hlaut einnig titilinn Marc Inbane stúlkan og Mac stúlkan. Helena er tuttugu ára gömul og vinnur sem vaktstjóri á Te og kaffi auk þess að stunda sálfræði í háskóla. Helena mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe sem fram fer í Taílandi við lok árs.

Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið
„Ég er að verða sextugur og mig langaði að fara aðeins óhefðbundna leið og ekki vera með svona hefðbundið afmælishald og ræður,“ segir Skúli Helgason borgarfulltrúi sem vill engar gjafir en biður fólk um að koma í afmælið sitt og láta gott af sér leiða. Sindri Sindrason hitti Skúla í Íslandi í dag í vikunni.

Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar
Morðið á John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, árið 1963 heldur áfram að hræra upp í fólki, hneyksla og æsa til umræðu – meira en hálfri öld síðar. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið kafa prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann dýpra ofan í þetta hrollvekjandi sögulega dráp – var það kannski samsæri? Þetta er annar þáttur í þriggja þátta röð Skuggavaldsins um svokallaða Kennedy-bölvun.

Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði
Í síðasta þætti af Viltu finna milljón var farið vel yfir almenna neyslu keppanda. Sá kostnaðarliður sem er í raun auðveldast að taka í gegn.

Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi
Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og þingmaður Framsóknarflokksins, og eiginmaður hennar Kristján Freyr Kristjánsson, meðstofnandi og framkvæmdastjóri 50 skills, hafa sett íbúð sína við Snæland í Fossvogi á sölu. Ásett verð er 99,4 milljónir.

Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld
Í kvöld verður ný fegurðardrottning krýnd Ungfrú Ísland. Keppnin fer fram í Gamla bíói og verður í beinu streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi. Útsending hefst klukkan 20:00.

Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“
Arnhildur Anna Árnadóttir kraftlyftingakona og kærasti hennar, Alfreð Már Hjaltalín, fyrrverandi knattspyrnumaður og heilsunuddari, hafa sett fallega íbúð við Valshlíð í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 94, 9 milljónir.

Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma
Ólafur Jóhann Steinsson samfélagsmiðlastjarna og útvarpsmaður segir að dagurinn þegar hann fór í hjartaaðgerð í Svíþjóð og dagarnir á eftir hafi verið þeir erfiðustu sem hann hafi lifað. Ólafur Jóhann hefur marga fjöruna sopið þrátt fyrir ungan aldur og er nú kominn með glænýja hjartaloku sem heyrist vel í.

Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn
Félagarnir Arngrímur Egill Gunnarsson og Andri Þór Bergmann eru einungis átján ára gamlir en eru komnir í bullandi bissness og anna vart eftirspurn. Þeir stofnuðu garðyrkjufyrirtækið Garðfix og verða viðskiptavinum sínum úti um slátturóbota og annast umhirðu þeirra. Þeir stefna á að fjórfalda umsvif sín í sumar.

Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum
Hjónin, Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur og Hulda Jóns Tölgyes sálfræðingur, hafa sett glæsilega og mikið endurnýjaða íbúð við Drápuhlíð í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 98 milljónir.