Lífið

Uppi­standi Jimmy Carr frestað

Uppistandi Jimmy Carr, eins vinsælasta grínista heims, hefur verið frestað vegna áframhaldandi samkomutakmarkana. Sýningin mun fara fram í mars á næsta ári.

Lífið

Kim Kardashian birtist óvænt í brúðarkjól

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian kom óvænt fram í brúðarkjól í hlustunarpartýi fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West. Aðdáendur velta nú vöngum yfir því hvaða skilaboð fyrrverandi hjónin sendu með þessum gjörningi.

Lífið

Ingó Veður­guð verður ekki með í upp­setningu Grea­se

Ingólfur Þórarinsson mun ekki fara með hlutverk Danny Zuko í uppsetningu á söngleiknum Grease. Tónleikasýning á söngleiknum átti að fara fram í haust en hefur verið frestað til næsta árs. Þetta staðfestir Björgvin Þór Rúnarsson, einn framleiðandi tónleikanna, í samtali við Vísi. 

Lífið

„Ég held að þetta muni koma fólki á óvart“

„Þetta verða brjálæðislega skemmtilegir þættir með ólíku fólki á öllum aldri í leit að ást og félagsskap,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir blaðamaður og þáttastjórnandi Fyrsta bliksins sem fer í loftið á Stöð 2 á föstudag.

Lífið

Britney Spears er þakklát fyrir kærastann

Sönkonan Britney Spears hefur síðustu ár staðið í erfiðri sjálfstæðisbaráttu. Fyrr í þessum mánuði náði hún stórum áfanga, þegar Jamie Spears faðir hennar ákvað að láta loksins af forræði yfir fjármálum hennar.

Lífið

Sjö fengin til að skapa Ára­móta­skaupið

Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra Skaupinu líkt og síðastliðin tvö ár.

Lífið

Heggur við Rauða­vatn krýnt Tré ársins

Heggur sem stendur við Rauðavatn í gær krýnt Tré ársins. Það er Skógræktarfélag Íslands sem útnefnir Tré ársins, en athöfnin fór fram í fyrstu gróðrarstöðinni í Reykjavík sem stofnendur Skógræktarfélags Reykjavíkur komu upp á landspildu við Rauðavatn.

Lífið

Fann ástina fjór­tán ára gömul í fermingar­veislu

Þau Arna Petra Sverrisdóttir og Tómas Ingi Gunnarsson byrjuðu saman þegar þau voru aðeins fjórtán ára gömul. Arna kom auga á Tómas í fermingarveislu hjá sameiginlegum vin sem varð til þess að hún pókaði hann á Facebook. Í dag eiga þau níu ára samband að baki og hafa upplifað hin ýmsu ævintýri saman.

Lífið

Sigur­borg Ósk á von á barni

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, á von á barni. Hún greinir frá þessu á Twitter og segir að „lítill laumufarþegi“ hafi fengið að fylgja með til Húsavíkur, þar sem hún býr nú, í vor.

Lífið

Gott fyrir börnin að æfa gönguleiðina í skólann

Nú eru skólarnir að fara aftur af stað og mörg börn að fara í fyrsta sinn ein út í umferðina. Hildur Guðjónsdóttir, hópstjóri í Öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, segir mikilvægt að æfa gönguleiðina áður en börnin byrja að ganga ein í skólann.

Lífið

Kanye vill verða Ye

Bandaríski rapparinn og tónskáldið Kanye West hefur sótt um að fá nafni sínu opinberlega breytt í Ye. West hefur gengið undir viðurnefninu til fjölda ára og virðist nú vilja ganga enn lengra og heita Ye samkvæmt lögum.

Lífið