Lífið

Gul súpa fyrir gula við­vörun

Í kuldanum leitar fólk oft fjölbreyttra leiða til að fá hlýju í kroppinn, hvort sem það er með lögum af yfirhöfnum, einhverju heitu í magann eða öðru. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir deildi nýverið súpuuppskrift sem svo skemmtilega vill til að er gul á litinn, í stíl við gula viðvörun dagsins. 

Uppskriftir

„Ég get ekki meir“

„Það er í raun ekkert hægt að lýsa svona reynslu. Þetta var eins og að vera í þvottavél,” segir Auðunn Kristinsson sigmaður en hann er annar af viðmælendum Óttars Sveinssonar í nýjasta þætti Útkalls. Þátturinn var frumsýndur var á Vísi síðastliðinn sunnudag og verður sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20 í kvöld.

Lífið

„Það er eins og ég hafi séð fyrir að hann myndi deyja“

„Ég er búin að upplifa ýmis áföll á lífsleiðinni þannig að ég hef svolítið neyðst til að fara í sjálfsvinnu og sjálfsskoðun, byggja mig upp og svona. Svo samtvinnast það tónlistinni þar sem ég nota tónlistina í þessa sjálfsvinnu,“ segir tónlistarkonan Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates.

Tónlist

Í beinni: Dregið í undanriðla Euro­vision 2024

Dregið verður um það í dag í hvaða röð fulltrúar þátttökuþjóða í Eurovision stíga á svið í undankeppnunum tveimur, á þriðjudagskvöldinu og fimmtudagskvöldinu í Malmö í maí. Drátturinn hefst klukkan 18:00 á íslenskum tíma.

Lífið

Gætir jafn­vægis milli vinnu og tíma með strákunum í Brasilíu

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Há­skóla Ís­lands, dvelur yfir vetrarmánuðina á suðrænum slóðum í Rio de Janeiro. Hann segist vinna mikið í Brasilíu en dvöl hans ytra snýst ekki aðeins um vinnu heldur leyfir hann sér líka að slaka á og njóta í góðum félagsskap.

Lífið

Gleðihormón skýra góða mætingu í Zumba tíma

Íslendingar dilla sér í zumba sem aldrei fyrr og frábær mæting í hvern tímann á fætur öðrum hjá Dans og jóga, Hjartastöðinni. Kennararnir þar segja dans hafa sérstök áhrif á fólk, honum fylgi frelsistilfinning sem á sér mögulega líffræðilegar rætur.

Lífið samstarf

Njósnarinn sagði nei, Ragga sagði já

Yfirmaður bækistöðvar CIA í Berlín á tímum Kalda stríðsins var tónlistargagnrýnandi í hjáverkum. Hann hét Henry Pleasants. Ein af bókunum sem hann skrifaði bar nafnið The Agony of Modern Music. Hún kom út árið 1955. Líkt og titillinn gefur til kynna, er hún mikill bölmóður um tónlist samtímans.

Gagnrýni

Nourkrin árangurs­rík með­ferð við hár­losi

Talið er að um 60% kvenna glími við hárlos í lengri eða skemmri tíma á lífsleiðinni. Nourkrin hárbætiefni er meðferð sem virkar gegn hárlosi. Í rannsókn sem var gerð meðal 3.000 Nourkrin notenda kom fram að 83% þeirra fundu mun á hárinu eftir 12 mánuði og 70% eftir 6 mánuði.

Lífið samstarf

Eiður Smári nýtur lífsins í Taí­landi

Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu er meðal fjölmargra Íslendinga sem nýtir tækifærið yfir háveturinn og leitar í sól og sumaryl. Hann skellir sér þó ekki til Tenerife eins og flestir heldur nýtur hann lífsins í Taílandi.

Lífið