Lífið

„Bless X“

Björn Leví Gunnars­son, þing­maður Pírata, er hættur á sam­fé­lags­miðlinum X, sem bar nafnið Twitter þar til ný­lega. Hann segir að sér hafi ekki hugnast á­form milljóna­mæringsins Elon Musk með miðilinn.

Lífið

Grýtti hljóðnema í aðdáanda

Framkoma rapparans Cardi B á tónleikum í Las Vegas í gær fór ekki sem skyldi. Við flutning á laginu Bodak yellow grýtti hún hljóðnema í konu sem kastaði drykk yfir rapparann á sviðinu. 

Lífið

„Ekki amalegt að fá að elda fyrir Gordon Ramsay!“

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay er staddur á Íslandi þessa stundina, eins og oft áður. Hann var gestur á veitingastaðnum í Þrastalundi í gær en þetta er annað árið í röð sem hann snæðir þar. Ásamt honum var leikarinn Max Beesley.

Lífið

„Í lífinu er ekkert grand plan“

Sigur­jón Sig­hvats­son er fluttur frá Hollywood og var nýlega verð­launaður fyrir frum­raun sína í leik­stjórn. Hann er samt enn á fullu í kvikmyndaframleiðslu þó hann hafi tyllt sér aðeins í leik­stjóra­stólinn. Í haust kemur hroll­vekja eftir Yrsu í bíó og fleiri myndir eru handan við hornið.

Lífið

Moe's Bar falur fyrir 99 milljónir

Fasteignin Jafnasel 6 í Breiðholtinu, þar sem barinn Moe's Bar hefur verið rekinn undanfarin fjórtán ár, hefur verið sett á sölu fyrir 99 milljónir króna.

Lífið

„Ég hef aldrei nennt að „fitta“ inn“

Lífskúnstnerinn, fótboltamaðurinn og fatahönnuðarneminn Birnir Ingason hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í klæðaburði og hefur hreinlega gaman að því þegar fólk gerir athugasemdir við fataval sitt. Hann segist þó hafa þróast í aðra átt með árunum þar sem hann sækir nú minna í lætin og meira í þægindi og hagkvæm kaup. Birnir er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

„Skylda mín að lifa lífinu fyrir hann“

Tónlistarmaðurinn Úlfur Eldjárn vissi snemma hvert hann vildi stefna. Fyrirmyndina fékk hann frá bróður sínum sem lést langt um aldur fram. Hann hleypur nú heilt maraþon í minningu bræðra sinna. 

Lífið

Spara eigi stóru orðin gagn­vart fólki í alls­nægtar­fréttum

Siðfræðingur segir að varla sé hægt að tala um aukna efnishyggju sem staðreynd í íslensku samfélagi. Fjölmiðlar skapi ákveðið gildismat með fréttaflutningi sínum. Mikilvægt sé að passa sig á að ganga ekki of harkalega með siðavöndinn og hneykslast. Hið versta sem gæti gerst sé að óbrúanleg gjá myndist milli fólks með ólíkt gildismat.

Menning

Ananas varð ofan á pepperóní hjá hluthöfum Íslandsbanka

Þrátt fyrir að það sé umdeilt hvort ananas eigi heima á pizzu þá fékk ávöxturinn næst flest atkvæði þegar kosið var um pizzuálegg á hluthafafundi Íslandsbanka í dag. Skinka fékk flest atkvæði en pepperóní lenti í þriðja sæti. Beikon fékk lang fæst atkvæði.

Lífið

Eigandi Vera design selur hönnunarperlu

Skartgripahönnuðurinn og athafnakonan, Íris Björk Tanya Jónsdóttir, stofnandi og eigandi Vera design, hefur sett eign sína á sölu. Um er að ræða stórglæsilega og mikið endurnýjaða 195 fm íbúð á tveimur hæðum við Miðleiti. Ásett verð fyrir íbúðina eru 169 milljónir. 

Lífið

Bréf dóttur upphafið að ógleymanlegu bónorði

Dóra Dúna Sighvatsdóttir ljósmyndari og Guðlaug Björnsdóttir förðunarfræðingur eru orðnar hjón. Þær trúlofuðu sig á Ítalíu í fyrra eftir rómantískt bónorð sem byrjaði á fallegu bréfi dóttur Guðlaugar sem fékk gesti til að fella tár. Nánustu vinir og fjölskylda fögnuðu með hjónunum í Fríkirkjunni í Reykjavík um helgina. 

Lífið