Lífið

Frægir fjölguðu sér árið 2022

Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu 2022 og Vísir greindi frá.

Lífið

Streymisveitan Stöð2+ slær met

Streymisveitan Stöð 2+ hefur slegið met í áskriftum núna í desember. 45 þúsund heimili njóta nú þess sem veitan hefur upp á að bjóða. Stöð 2+ hefur á árinu aukið verulega við úrval sitt, bæði af vönduðu íslensku sjónvarps- og barnaefni og sömuleiðis evrópsku og alþjóðlegu gæðaefni.

Lífið samstarf

Sonar­sonur Bob Marl­ey er látinn

Jamaíski tónlistarmaðurinn Joseph Marley, betur þekkur sem Jo Mersa, er látinn. Jo Mersa, sem varð 31 árs gamall, var barnabarn reggígoðsagnarinnar Bob Marley,

Lífið

Uppistand um kjaramál merki um hærri aldur

Sjötta árið í röð gerir uppistandarinn Ari Eldjárn upp árið í sýningu sinni áramótaskop í Háskólabíói. Á næstu tveimur vikunum sýnir hann tólf sinnum. Burðarstykki í sýningunni fjallar um kjaramál sem Ari segir merki um að hann sé að eldast.

Lífið

„Ég hef sjálfur upplifað það að eiga mjög lítið og líða illa“

„Lífið getur orðið betra ef maður gefur því tíma,“ segir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, sem tilnefndur er sem maður ársins 2022. Hann lýsir því að hafa liðið illa á sínum yngri árum og hugleitt sjálfsvíg. Hann er þakklátur fyrir tilnefninguna og segir líf sitt hafa umbreyst á síðustu árum.

Lífið

Mikið um dýrðir á frumsýningu Ellen B

Það var mikið um dýrðir í Þjóðleikhússinu í gærkvöldi þegar jólasýningin Ellen B var frumsýnd. Um er að ræða heimsfrumsýningu á fyrsta verkinu í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Benedicts Andrews. 

Lífið

Elta uppi Netflixsníkla á nýju ári

Lengi hefur tíðkast að fólk samnýti lykilorð að Netflix til að glápa á þætti og kvikmyndir á sama aðgangnum. Nú er útlit fyrir að þessi hefð muni líða undir lok en forsvarsmenn Netflix hafa gefið það út að tekið verði á lykilorðasamnýtingu á nýju ári. 

Bíó og sjónvarp

Margrét og Ísak trú­lofuð

Margrét Bjarnadóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, og Ísak Örn Kristinsson, viðskiptafræðingur og körfuboltadómari, trúlofuðu sig nýlega. Þau greina frá þessu í sameiginlegri færslu á Instagram. 

Lífið

Stjörnulífið: Jólanáttföt, arineldur og snjór

Jólin eru tíminn til að njóta og skapa minningar með fjölskyldu og vinum. Ef marka má samfélagsmiðla undanfarna daga hafa Íslendingar svo sannarlega notið jólahátíðarinnar í botn og tekið sér frí frá amstri hversdagsins.

Lífið

Tulsa King: Rambó tekur við af Chandler í Tulsa

Nákvæmlega 20 árum eftir að Chandler Bing sofnaði á fundi og samþykkti óafvitandi að taka við skrifstofu vinnuveitanda síns í Tulsa, snýr amerískt sjónvarp aftur til þessarar næst stærstu borgar Oklahoma-ríkis. Þetta skiptið er það Sylvester Stallone sem er sendur til Tulsa en þættirnir Tulsa King eru nú í sýningu hjá Sjónvarpi Símans.

Gagnrýni

Fóru leynt með ó­léttuna í átta mánuði

Hulda Vigdísardóttir, fegurðardrottning, og kærasti hennar, Birgir Örn Sigurjónsson, eiga von á sínu fyrsta barni. Þau hafa vitað af óléttunni síðan í maí en ekki greint frá henni fyrr en nú. 

Lífið

„Að deila uppeldinu er virkilega fokking erfitt“

„Að deila uppeldinu er virkilega fokking erfitt,“ sagði Kim Kardashian í viðtali við útvarpskonuna og hlaðvarpsþáttastjórnandann Angie Martinez á dögunum. Kardashian deilir forræði yfir börnunum sínum fjórum með fyrrverandi eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Ye.

Lífið

Þekkt rödd kveður: Við­talið sem stendur upp úr er síðasta við­talið

Kristján Sigurjónsson er kannski ekki þjóðþekkt nafn en víst er að röddina þekkja flestallir landsmenn. Kristján hefur enda verið við hljóðnemann á Ríkisútvarpinu nánast á hverjum degi síðastliðin 39 ár en lætur nú af störfum vegna aldurs. Vísir ræddi við Kristján um útvarpsferilinn, vinnufélagana og eftirminnileg augnablik.

Lífið

Jólajóga fyrir krakka - Friður

Þóra Rós Guðbjartsdóttir gerði jólajógaþætti fyrir Vísi og æfing dagsins nefnist Friður. Æfinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Jól