Lífið

Finnst þér þú eiga rétt á að skoða rafræn samskipti maka?

Íslenska kvikmyndin Villibráð hefur hlotið mikla athygli eftir að hún var frumsýnd þann 6. janúar og hefur verið vinsælasta myndin í bíóhúsum síðustu þrjár vikur. Inntakið, svik í samböndum sem komast upp í ansi djörfum samkvæmisleik vinahóps í vesturbæ Reykjavíkur, virðist ýta hressilega við áhorfendum þegar ævintýraleg atburðarásin byrjar taktískt að kitla allar taugarnar.

Lífið

Veit ekki hvernig lekann bar að

Nöfnum allra flytjenda í Söngvakeppninnar á RÚV var lekið fyrr í dag. Framkvæmdastjóri kveðst ekki vita hvernig lekann bar að. Til stendur að kynna lögin á morgun.

Lífið

Seinni fimm flytj­endum Söngva­­keppninnar lekið

Twitter-notandinn Crystal Ball ESC, sem farið hefur mikinn undanfarnar vikur og birt upplýsingar um keppendur í undankeppnum ýmissa þátttökuþjóða Eurovision, birti lista þátttakenda í Söngvakeppninni á síðu sinni í dag. Fullyrt er að um sé að ræða þau tíu atriði sem bítast um farseðilinn fyrir Íslands hönd í Eurovision.

Lífið

Kolbrún Bergþórs snýr aftur á Moggann

Kolbrún Bergþórsdóttir, rithöfundur og bókagagnrýnandi, mun hefja störf á ný á Morgunblaðinu. Kolbrún var sagt upp á Fréttablaðinu síðasta sumar vegna skipulagsbreytinga og hagræðingar.

Lífið

Enn bætist í hóp flytj­enda í Söngva­keppninni

Hljómsveitin Celebs er á meðal þeirra flytjenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir.

Lífið

Stutt­hærð Hail­ey Bieber setur tóninn fyrir hár­tísku ársins 2023

Stutt hár virðist ætla að vera það heitasta í hártískunni á nýju ári ef marka má erlend tískublöð og tískugyðjuna Hailey Bieber. Eins og við vitum verður allt sem frú Bieber gerir að tískubylgju en í vikunni frumsýndi hún nýja klippingu, svokallaða bob klippingu sem nær rétt niður fyrir kjálka.

Lífið

Diego er mættur aftur

Ófáir tóku gleði sína á ný þegar Diego, einn frægasti köttur landsins mætti aftur á vaktina í verslun A4 í Skeifunni.

Lífið

„Hvaða blað er kötturinn að lesa?“

„Ég fékk bara hugdettu, hvaða blað er kötturinn að lesa?“ segir Grétar Þór Sigurðsson spurður út í kveikjuna að stórskemmtilegu tísti þar sem hann svarar því sem margir hafa eflaust velt fyrir sér: hvað skyldi kötturinn í tónlistarmyndbandi Bjarkar fyrir lagið Triumph of a Heart vera að lesa?

Lífið

Kanónur raftónlistar sameinast í Reykjavík

Öllu verður til tjaldað á Prikinu annað kvöld þar sem viðburðurinn Super Soaker verður haldinn í samvinnu við listasamlagið Post-dreifingu. Er um að ræða tvíþætta tónlistarveislu en fyrra kvöldið fer fram á Prikinu á morgun og það síðara í kjallaranum á 12 Tónum laugardagskvöldið 28. janúar.

Tónlist