Lífið

Silkimjúkur kaffibrúnn er litur ársins 2025

Litafyrirtækið Pantone hefur tilkynnt um lit ársins 2025. Að þessu sinni varð PANTONE 17-1230 Mocha Mousse fyrir valinu. Líkt og nafnið gefur til kynna er liturinn kaffibrúnn, silkimjúkur og hlýr litatónn.

Lífið

Jóladrottningin stal senunni

Húsfyllir og rífandi stemning var í frumsýningarteiti hljómsveitarinnar Húbba Búbba sem fór fram í Kolaportinu á dögunum. Þar frumsýndu þeir tónlistarmyndband við lagið JólaHúbbaBúbba, þar sem hin margrómaða jóladrottning, Svala Björgvins, stal senunni frá strákunum, eins og henni einni er lagið.

Jól

Ör­laga­ríkt við­tal varð að tuttugu ára vin­áttu

Sjónvarpskonurnar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir verða saman á skjánum í allra fyrsta sinn í kvöld í söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF á Íslandi, Búðu til pláss. Það er ótrúlegt mál enda hafa þær starfað í sama geira síðustu ár en eru þar að auki perluvinkonur eftir örlagaríkt viðtal fyrir tuttugu árum síðan.

Lífið

Lands­lið tón­listar­manna mætti þegar Maggi Ei­ríks var hylltur

Þakkarorða íslenskrar tónlistar var afhent þann 1. desember á Degi íslenskrar tónlistar á sérstökum hátíðartónleikum til heiðurs tónlistarmanninum Magnúsi Eiríkssyni. Tónleikarnir fóru fram fyrir fullum Eldborgarsal í Hörpu og var þjóðinni boðið að sækja sér miða sem ruku út á nokkrum mínútum. Tónleikarnir voru einnig teknir upp og verða sýndir á RÚV 26. desember.

Tónlist

Engin sé upp­skeran ef kar­töflurnar eru ekki settar niður

Fyrirkomulagið við úthlutun listamannalauna snýst ekki lengur um pólitíska bitlunga líkt og áður var og er nú allt á réttri leið. Þetta segir Edda Björgvinsdóttir leikkona sem er ein þeirra tvö hundruð og fimmtíu listamanna sem fá listamannalaun á næsta ári. Hún kveðst þakklát fyrir það framlag sem hún fær sem geri henni kleift að gefa enn meira af sér til baka til samfélagsins og íslenskrar menningar en ella.

Menning

Sandra heitir ekki Barilli

Í fyrri undanúrslitaviðureigninni í Kviss mættust Fram og Þróttur í hörku viðureign. Í liði Þróttar mættu sem fyrr til leiks þau Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Vigdís Hafliðadóttir.

Lífið

Arnór hættur með Sögu

Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn í Englandi og íslenska landsliðsins, er einhleypur. Nýlega slitnaði upp úr sambandi hans og sænsku kærustunnar Sögu Palffy.

Lífið

Ó­lík hlut­skipti Gunna og Felix

Leikarinn og Felix Bergsson fær ekki listamannalaun í ár til að skrifa barnabækur sínar um Freyju og Frikka. Hann segist hafa vonast til að fá þrjá mánuði og segist ekki geta haldið áfram nema listamannalaun komi til.

Lífið

Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina

Ragnhildur Sveinsdóttir, betur þekkt sem Ragga Sveins, hefur sett glæsihús sitt á Arnarnesi á sölu. Um er að ræða tæplega 500 fermetra einbýlishús á tveimur með stórbrotnu útsýni. Ásett verð er 590 milljónir.

Lífið

Virka sömu orð­skýringar á ömmur og ung­linga?

Glæný útgáfa er komin út af orðaleiknum Alias sem inniheldur fjölda nýrra orða svo nú reynir virkilega á málfærni spilaranna. Yngsta spilafólkið fær síðan að spreyta sig á að finna dýrin sem földu sig einum of vel í spilinu Feluleikur í frumskóginum. 

Lífið samstarf

Frum­sýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“

„Íþróttir skipta okkur ótrúlegu máli. Þetta er eitthvað sem við sækjum okkar identity í og við erum mjög stolt af því að vera íþróttabær,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir aðstoðarþjálfari kvennaliðs Grindavíkur í fyrstu stiklunni úr heimildarþáttunum Grindavík eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór.

Lífið

Þessi fá lista­manna­laun 2025

Tilkynnt hefur verið hvaða listamenn fá úthlutun úr Launasjóði listamanna fyrir árið 2025. Færri komust að en vildu, en alls var úthlutað 1720 mánaðarlaunum úr átta mismunandi sjóðum. 

Menning

Húðrútína Önnu Guð­nýjar

Anna Guðný Ingvarsdóttir er 25 ára flugfreyja hjá Icelandair og áhrifavaldur. Hún segist hafa mikinn áhuga á förðun og húðumhirðu og reynir að hafa daglega húðrútínu einfalda. Fyrir aukinn ljóma á köldum dögum gætir hún að því að velja vörur með meiri raka.

Heilsa

Ásta Fann­ey til Fen­eyja

Ásta Fanney Sigurðardóttir verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist árið 2026. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Lífið

Þetta hlustaði heims­byggðin á árið 2024

Espresso eftir Sabrinu Carpenter er það lag sem oftast var spilað af notendum streymisveitunnar Spotify á árinu. Patrik og Luigi eiga mest spilaða íslenska lagið á streymisveitunni en það er lagið Skína. Þá er Taylor Swift sá tónlistarmaður sem var með flestar hlustanir á árinu á streymisveitunni en Herra Hnetusmjör og Bubbi Morthens eiga metið meðal íslenskra höfunda.

Lífið

Birgitta prinsessa er látin

Birgitta prinsessa af Svíþjóð er látin, 87 ára að aldri. Hún var eldri systir Karls Svíakonungs og lést á Mallorca þar sem hún hefur dvalið undanfarin ár.

Lífið

Lauf­ey Lín og Bjarki á lista Forbes

Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson.

Lífið

Með okkar augum fengu Kærleikskúluna

Tuttugasta og önnur Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 4. desember. Með okkar augum fær Kærleikskúluna að þessu sinni og þá er Blóm og ást þurfa næringu eftir Hildi Hákonardóttur Kærleikskúla ársins 2024.

Lífið