Menning

Minnsta stóra bókamessa í heimi

Bókamessa verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina. Fjölmargir útgefendur kynna nýútkomin verk sín í Tjarnarsalnum auk þess sem boðið er upp á þétta bókmenntadagskrá í tengslum við um það bil 100 nýútkomna titla.

Menning

Maðurinn sem hataði börn besti bókartitill ársins

Þótt ekki eigi að dæma bækur af kápunni er óhjákvæmilegt að góður bókartitill hafi áhrif á val kaupenda og slæmur minnki áhugann á lestri bókarinnar. Fréttablaðið leitaði til nokkurra álitsgjafa og bað þá að velja besta og versta bókatitil ársins.

Menning

Vildu fara gegn augljósum hugmyndum

Leikhópurinn Aldrei óstelandi frumsýnir leikgerð sína á Ofsa eftir Einar Kárason á sunnudagskvöldið. Marta Nordal leikstýrir og þau Jón Atli Jónasson sömdu leikgerðina með hjálp leikhópsins. Hún segir leikritið ansi frábrugðið skáldsögunni.

Menning

Glæpsamlegur lestur með djassstemningu

Glæpakvöld Hins íslenska glæpafélags verður haldið á Sólon í kvöld. Þar les fjöldi erlendra og innlendra höfunda úr verkum sínum og stemningin verður glæpsamlega góð að sögn Ævars Arnar Jósepssonar, talsmanns félagsins.

Menning

Tríótónleikar í Vatnsmýrinni

Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari koma fram á tríótónleikum í Norræna húsinu annað kvöld kl. 20.

Menning

Lífið er aðallega ástarskóli

Skáldsaga Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur, Ástarmeistarinn, fjallar um leitina að uppsprettu ástarinnar og kynorkunnar. Þetta er fyrsta hefðbundna skáldsaga Oddnýjar sem segir það hafa verið töluvert stökk að hætta að nota eigin reynslu og upplifun í skrifunum.

Menning

Við erum öll útlensk

Leikverkið Útlenski drengurinn eftir Þórarinn Leifsson verður frumsýnt í Tjarnarbíói á morgun. Vigdís Jakobsdóttir leikstjóri segir verkið brjóta blað í íslenskri leikritun fyrir yngri áhorfendur. Aðalpersónan er byggð á Dóra DNA.

Menning

Fjallagarpur með glæsilegan feril

Jóhann Smári Karlsson opnar ljósmyndasýninguna Á fjöllum í Galleríi Fold í dag. Hann hefur sýnt víða, meðal annars í Róm og utan á skýjakljúf í New York.

Menning

Teflir saman nýrri tónlist og sígildri

Kórlög eftir Sigvalda Kaldalóns og sjö ný sálmalög eftir Þorvald Gylfason við sálma Kristjáns Hreinssonar verða flutt á tónleikum Kórs Langholtskirkju á sunnudaginn. Stjórnandinn, Jón Stefánsson, kallar þá Valdatónleika.

Menning

Nostrað við hvern hlut

Handgerðir smáfuglar úr birki skiluðu Láru Gunnarsdóttur Skúlaverðlaununum 2014 á sýningunni Handverk og hönnun sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur um síðustu helgi.

Menning

Hef verið að semja tónlist frá því ég var krakki

Þrjú hundruð manna kór, fjórir einsöngvarar og átta barnaraddir frumflytja nýtt verk í Langholtskirkju á laugardaginn á styrktartónleikum fyrir einhverf börn. Höfundur verksins er Sigurður Bragason sem einnig stendur að tónleikunum.

Menning

Fjögur handrit og frímerki

Guðvarður Már Gunnlaugsson rannsóknardósent heldur hádegisfyrirlestur í dag í Þjóðminjasafninu sem hann nefnir Fjögur handrit og frímerki.

Menning

Blámaður ógurlegur, biki svartari

Orðið blámaður hefur ýmsar merkingar í miðaldaritum og þjóðsögum. Arngrímur Vídalín doktorsnemi ætlar að lýsa þeim í fyrirlestri í Árnagarði á morgun.

Menning