Menning

Afskaplega íslensk kelling

Einhver umdeildasta bók síðustu ára, Konan við 1000°, er orðin að leiksýningu. Aðalhlutverkið er í höndum Guðrúnar S. Gísladóttur, sem segist ekki láta álit annarra á persónunni hafa nokkur áhrif á sig og byggja túlkun sína á henni meðal annars á ömmu sinni og ömmusystur.

Menning

Nýt þess í botn að vera Afinn

Stórleikarinn Sigurður Sigurjónsson hefur ekki tölu á þeim hlutverkum sem hann hefur túlkað. Afinn er eitt af hans uppáhaldshlutverkum á sviði og nú birtist hann á hvíta tjaldinu í dag. En hver er maðurinn bak við persónurnar, já og skeggið?

Menning

Árstíð dropans fer í hönd

Fimm listamenn opna sýningu í verksmiðjunni á Hjalteyri á laugardag. Hún heitir Villtar svefnfarir fyrir iðnaðarvistfræðinga og er innsetning og gjörningur. Gestir við opnun eru hvattir til að taka með sér kvöldskatt, dansskó og sundföt.

Menning

Kenneth Máni öðlast framhaldslíf á sviði

Einn vinsælasti karakterinn úr sjónvarpsþáttunum Fangavaktinni hefur nú lagt undir sig Litla svið Borgarleikhússins. Einleikurinn Kenneth Máni verður frumsýndur í kvöld og það er auðvitað Björn Thors sem leikur kappann.

Menning

Minningarrit Villa á Brekku

Hundrað ár eru í dag frá fæðingu Vilhjálms Hjálmarssonar á Brekku í Mjóafirði, ráðherra. Í tilefni þess kemur út bók eftir hann, Örnefni Mjóafjarðar.

Menning

Fantasía um eigin kynslóð

Kvíðasnillingarnir eftir Sverri Norland segir sögu þriggja vina frá æsku til fullorðinsára. Sverrir er þó alls ekki á því að flokka beri bókina sem strákabók eða líta á hana sem lýsingu á lífi ungra karlmanna í dag, það sé allt of mikil einföldun.

Menning

Myrkt ástarljóð til Íslands

Náðarstund eftir Hönnuh Kent fjallar um síðustu mánuðina í lífi Agnesar Magnúsdóttur, síðustu manneskju sem tekin var af lífi opinberlega á Íslandi. Hannah heyrði þá sögu fyrst norður í Skagafirði fyrir tólf árum og gat ekki gleymt henni.

Menning

Áttaviti Charcots til Sandgerðis

Sendiherra Frakka á Íslandi, Marc Bouteiller, afhenti nýlega Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði áttavita og glerstrending Charcots, vísindamanns og skipherra á Purquoi Pas.

Menning

Tónlist múm kveikjan

Teatr Miniatura frá Gdansk sýnir leikrit Andra Snæs Magnasonar, Bláa hnöttinn, á Íslandi þessa dagana. Leikstjóri er Erling Jóhannesson.

Menning