Menning

Taka stutt hlé frá leik­húsinu fyrir ferða­lög til Perú og Keníu

„Það er svo gaman að fá að vera umkringd ungu fólki og fólki á öllum aldri. Það er enginn munur á okkur þannig, við erum öll manneskjur,“ segir stórleikkonan Kristbjörg Kjeld. Hún fer með hlutverk í leikritinu Með Guð í vasanum í leikstjórn Maríu Reyndal. Kristbjörg, sem verður 89 ára í sumar, er á leið til Perú í lok mánaðarins og fer sýningin því í pásu fram á vor. 

Menning

Lék á sviði fyrir dóttur Bill Gates

Leikarinn og handritshöfundurinn Styrmir Elí Ingólfsson tók U-beygju í lífinu eftir hagfræðinám hérlendis og starf í ferðabransanum. Þegar hann áttaði sig á því að hann væri á vitlausri braut sótti hann um í leiklistarskóla í New York og flutti út. Hann stendur nú að sýningu úti sem hefur fengið góðar viðtökur og hefur áhorfendasalurinn gjarnan verið stjörnum prýddur. Blaðamaður ræddi við Styrmi.

Menning

Fal­legustu bækur í heimi til sýnis í Garða­bæ

Fallegustu bækur í heimi eru nú til sýnis á Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Grafískur hönnuður segir að í bókverkunum sé hugsað út í minnstu smáatriði, allt frá staðsetningu blaðsíðutalsins og því hvernig titlar séu settir upp. 

Menning

Myndaveisla: List­rænt fjör í Marshallhúsinu

Margt var um manninn á sýningaropnun hjá Þulu Gallery í Marshallhúsinu síðastliðinn laugardag. Sýningin, sem ber heitið Árfarvegur, býður gestum að stíga inn í heim þar sem hið stóra og smáa mætist og er samsýning Kristins E. Hrafnssonar, Önnu Maggýjar, Hrafnkels Sigurðssonar og Vikram Pradhan.

Menning

Bera full­komið og list­rænt traust til hvor annarrar

„Ég held að ég hafi verið tveggja ára þegar ég mætti í fyrsta danstímann. Mamma var með dansskóla svo ég var með í öllum tímum sem hún kenndi,“ segir Snædís Lilja Ingadóttir. Hún er danshöfundur verksins Árstíðirnar ásamt Valgerði Rúnarsdóttur en Íslenski dansflokkurinn frumsýnir verkið næstkomandi laugardag og er tilhlökkunin í hópnum orðin mikil. 

Menning

Ætlar aldrei að flytja til Ís­lands aftur

Mikael Torfason rithöfundur er fluttur með fjölskyldu sína til Bandaríkjanna, Los Angeles nánar tiltekið. Mikael gerir ekkert með hálfum huga og hann er eiginlega orðinn meiri Kani en Kanarnir sjálfir.

Menning

Vetrarparadísin höfðar til ís­lenskra bókakaupenda

Þá liggur það fyrir og kemur ekki á óvart; söluhæsta bók síðasta árs var Sæluríki Arnaldar Indriðasonar. Á hæla hans fylgja þau Yrsa Sigurðardóttir með Frýs í æðum blóð og Snjór í paradís eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.

Menning

Auður Haralds er látin

Auður Haralds rithöfundur er látin, 76 ára að aldri. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi í gær eftir stutt veikindi.

Menning

„Stundum er best að skjóta fyrst og spyrja svo“

„Ég held að í þeim raunveruleika sem við búum við í dag sé hugsunin að mörgu leyti orðin óvinur okkar,“ segir listamaðurinn Jakob Veigar í samtali við blaðamann. Hann stendur fyrir sýningunni „I think, therefore I'm fucked“ sem opnar í Listasal Mosfellsbæjar næstkomandi laugardag.

Menning

Hefur sýnt um allan heim en leitar nú í ís­lensku ræturnar

Listakonan Karen Ösp Pálsdóttir hefur löngum verið búsett í Bandaríkjunum þar sem hún lagði stund á myndlist við listaháskóla í Maryland. Undanfarin ár hefur hún verið starfrækt í New York borg en var á dögunum að opna sýna fyrstu einkasýningu hér á Íslandi.

Menning

Bækur Gyrðis aldrei verið vin­sælli

Ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Dulstirni/Meðan glerið sefur er uppseld í helstu bókabúðum. Gyrðir hlaut ekki styrk úr launasjóði rithöfunda og bókin var ekki tilnefnd til bókmenntaverðlauna, en bóksali segir rithöfundinn aldrei hafa verið vinsælli.

Menning

Stefnir á að skrifa glæpaleikrit

Rithöfundadraumurinn kviknaði snemma hjá glæpasagnahöfundinum Ragnari Jónassyni en í æsku var hann duglegur að skrifa ljóð og smásögur fyrir afa sinn og ömmu. Helgunum eyddi hann svo gjarnan á Þjóðarbókhlöðunni með föður sínum þar sem hann datt inn í heim bókanna.

Menning