Skoðun

Efna­hags­stjórn Pírata

Björn Leví Gunnarsson skrifar

Ég skal vera fyrstur til þess að viðurkenna að þegar fólk hugsar um efnahagsstjórn, þá hugsar það líklega ekki strax um Pírata. Það eru hins vegar fjölmargar ástæður fyrir því að fólk ætti að íhuga efnahagsstefnu Pírata í staðinn fyrir núverandi frasaefnahagsstjórn.

Skoðun

Ó­út­skýran­leg mann­vonska

Inga Sæland skrifar

Í gær felldu ríkisstjórnarflokkarnir tillögu Flokks fólksins um 66.381 kr skatta og skerðingalausan jólabónus handa eldra fólki í sárri neyð. Sambærilegan jólabónus og greiddur er til öryrkja þriðju jólin í röð.

Skoðun

Hvers vegna svelta ráða­menn Samkeppniseftirlitið?

Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Á þeim fákeppnismarkaði sem Ísland er sökum smæðar sinnar og samþjöppunar eignarhalds er Samkeppniseftirlit lykill að því að almenningur geti treyst því að leikreglum og ráðdeildarsemi sé fylgt. 

Skoðun

Heims um ból, frið­sælt skjól

Guðbjörg Lára Másdóttir skrifar

Ísland hefur varið titilinn um friðsælasta land í heimi síðan árið 2008. Hér er gott að vera, hér eigum við flest öll von á því að börnin okkar geti alist upp í friðsælu umhverfi með aðgang að öllu því sem hugurinn girnist. Allt samfélagið er stillt inn á það að aðstoða þau, vinna fyrir því að mannréttindi þeirra og aðgengi að heiminum sé betra en það sem fullorðna fólkið ólst upp við.

Skoðun

Vopna­hlé strax

Sigmar Guðmundsson skrifar

Vopnahlé strax. Í tveimur orðum er þetta krafan sem við öll verðum að halda á lofti. Í tvo mánuði hefur eldi og brennisteini rignt yfir íbúa Gaza. Afleiðingin er sú að um tuttugu þúsund hafa dáið, um helmingurinn börn. Ástandið er óbærilegt og svo alvarlegt að aðalritari Sameinuðu þjóðanna metur stöðuna þannig að heimsfriði sé ógnað og óskaði eftir að öryggisráðið myndi grípa inn í.

Skoðun

Trölli fær ekki að stela hjóla­jólunum

Andrés Ingi Jónsson skrifar

Þegar umhverfisráðherra segist ekki vilja senda börnunum reikninginn af mistökum samtímans hefðu flest haldið að hann ætti við reikninginn af aðgerðaleysi ráðandi kynslóða í loftslagsmálum, sem mun verulega skerða lífsgæði komandi kynslóða. 

Skoðun

RÚV og sið­ferði

Páll Steingrímsson skrifar

Ég hef nú forðast það að fylgjast með nokkru því sem birtist á RÚV og þeir sem þekkja mig vita vel hvers vegna það er, en þegar að ég las ummæli sem Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra viðhafði um þessa stofnun þá ákvað ég að brjóta odd af þessu áhugaleysi mínu og skoða tilefni orða hans.

Skoðun

Hei! Jó! Þing­heimur!

Sigríður María Eyþórsdóttir skrifar

Nú er rúmur mánuður liðinn frá því að tæplega fjögur þúsund manns þurftu að flýja heimili sín úr litla bænum á suðvesturhorninu. Margt undarlegt og óvænt hefur á daga okkar drifið síðasta mánuðinn og eftirleikur þess að þurfa að yfirgefa öryggi sitt í snarhasti hefur reynst mörgum mikil og sár þrautaganga.

Skoðun

Lang­tíma­lausnir í stað plástra

Haukur Marteinsson,Viðar Hákonarson og Ari Heiðmann Jósavinsson skrifa

Þann 5. desember síðastliðinn skilaði hópur ráðuneytisstjóra tillögum sínum að aðgerðum til stuðnings þeim bændum sem eiga í fjárhagserfiðleikum vegna núverandi efnahagsástands. Um er að ræða viðbótarstuðning til bænda upp á 1,6 milljarð króna. Í meðförum fjárlaganefndar er búið að hækka þessa upphæð um 500 milljónir.

Skoðun

Blik í augum barna?

Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar

Fátt er yndislegra en að sjá eftirvæntingu og blik í augum barna sem bíða eftir hátíðarstundum eins og jólum. Börn á Íslandi búa flest við góðar aðstæður og geta notið hátíðarstunda við öryggi í faðmi ástvina á heimilum sínum. 

Skoðun

Aukin skatt­heimta á í­búa þegar síst skyldi

Helga Jóhanna Oddsdóttir skrifar

Fyrir liggur að hækkun fasteignamats íbúðahúsnæðis í Reykjanesbæ nemur 17,5% á milli áranna 2023 og 2024 sem er töluvert umfram verðlagshækkanir. Þessi hækkun þýðir auknar tekjur fyrir Reykjanesbæ og um leið auknar álögur á íbúa, þegar síst skyldi.

Skoðun

Fílabeins(flug)turninn

Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar

Flugumferðarstjórar virðast halda nú í einhvers konar krossferð. Hverrar markmið er að hækka launin sín úr magurri einni og hálfri milljón á mánuði, í skrilljón billjón trilljónir. Úr herbúðum flugumferðarstjóra streyma yfirlýsingar og þvertakanir en engar upplýsingar. Yfirlýsingarnar eru flestar ónákvæmar, margar villandi, sumar rangar, og ein rétt.

Skoðun

Vinnum saman – alltaf!

Sigurjón Kjærnested,María Fjóla Harðardóttir og Karl Óttar Einarsson skrifa

„Finnið þið út hverjum við getum hjálpað, ég fer niður að mála!” Þannig svaraði hjúkrunarforstjórinn á einu af hjúkrunarheimilum landsins þegar leitað var til hennar um að taka við fólki sem rýmt hafði verið frá hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík.

Skoðun

Þjóðar­sátt um hvað?

Sandra F. Franks skrifar

Þjóðarsátt er kannski ofnotað orð en stundum á það við. Einkum þegar mikið liggur við og þjóðin þarf að sameinast í aðgerðum en ekki í orðum. Það á til dæmis við þegar náttúruvá ber að garði og við sameinumst þegar utanaðkomandi ógnir herja á okkur.

Skoðun

Glæpurinn kyn­lífsman­sal

Jódís Skúladóttir skrifar

Við Íslendingar höfum sýnt það með löggjöf og samfélagslegri sátt að við lítum kynferðisbrot sérstaklega alvarlegum augum. Kynlífsmansal er alvarlegasta kynferðisbrot sem hægt er að fremja og því þurfa valdhafar hvers tíma að leggja sig fram við að endurspegla vilja þjóðarinnar í þessum efnum.

Skoðun

Undir­staða friðar og far­sældar

Bjarni Benediktsson skrifar

Um nýliðna helgi var því fagnað að 75 ár eru frá samþykkt mannréttindayfirlýsingarinnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Skoðun

Það er ekki of seint að sýna gæsku

Inga Sæland skrifar

Í dag verða greidd atkvæði um breytingartillögu Flokks fólksins um skatta og skerðingalausan jólabónus handa eldra fólki í sárri neyð. Um er að ræða sambærilegan jólabónus og greiddur verður til öryrkja nú þriðju jólin í röð. Upphæðin nú, 66.381 kr.

Skoðun

Úllen-dúllen-doff: hverjum hjálpum við?

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Nú þegar Úkraínumenn hafa barist í bráðum tvö ár, fyrir sameiginlegum gildum okkar og frelsi, deila bandamenn okkar um áframhaldandi stuðning við þá.

Skoðun

Losunarsvið 3

Sigurpáll Ingibergsson skrifar

COP 28 ráðstefnan í Dubai lýkur formlega í dag, það er því tilefni að skoða losunarsvið 3 í loftslagsbókhaldi fyrirtækja.

Skoðun

Normið og neyðin

Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar

Margir hverjir hafa að undanförnu notið þess að fara í jólahlaðborð með vinnufélögum sínum og fengið gjöf frá sínum atvinnurekanda. Þar sem ég er ekki með fulla starfsorku, þarf ég að reiða mig á framfærslu frá hinu opinbera.

Skoðun

Neyðar­legt raforkulagafrumvarp

Árni Hrannar Haraldsson skrifar

Það er meiri eftirspurn eftir rafmagni á Íslandi en framboð. Það er ekki í fyrsta skipti en vegna þess hvað eftirspurnin eftir okkar verðmætu sjálfbæru orku vex hratt gæti þetta orðið raunin um hríð.

Skoðun

Laga­setningar gegn al­menningi, Rétt­læti hins sterka

Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Sumar lagasetningar Alþingis eru, eftir því sem ég best get séð, beinlínis til þess fallnar að gefa hin­um best meg­andi í þjóðfélaginu tækifæri til að taka í lurginn á einstaklingum meðal al­menn­ings.

Skoðun

Fækkum rauðu rósunum

Sigmar Guðmundsson skrifar

Það var afar áhrifamikið að vera á Austurvelli á laugardaginn en þar var aðgerðarleysi stjórnvalda í garð fólks með fíknisjúkdóm mótmælt. Erfiðast var að fylgjast með aðstandendum fólks sem hefur látist leggja rósir á tröppurnar við Alþingishúsið.

Skoðun