Skoðun

Við viljum bara einfaldara líf

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Í Silfrinu í gær ræddi reynt sveitarstjórnarfólk um mikilvægi þess að einfalda þjónustuna fyrir fólk. Að einfalda lífið fyrir íbúa Reykjavíkur er ástæðan fyrir því að ég fór í pólitík og að því hef ég unnið í borgarstjórn á þessu kjörtímabili.

Skoðun

Er eitt stig af karlrembu í lagi?

Anna Þorsteinsdóttir skrifar

„Já það má segja það, við erum ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, við erum að mæta karlrembu á hæsta stigi.“ Á þessum orðum Kristrúnar Heimisdóttur hefst greinin „Konur í knattspyrnu þurfa að berjast fyrir lífi sínu“ sem birtist í 2. tölublaði Skinfaxa árið 1991.

Skoðun

Sýnum frumkvæði

Jódís Skúladóttir skrifar

Fjöldi skotárása í Bandarískum háskólum og á götum úti hefur vakið mikla umræðu um skotvopnaeign almennings undanfarin ár. Fréttir af skotvopnaárásum hafa færst nær og nær og nánast orðið daglegt brauð að skotárásir verði í dönskum og sænskum borgum.

Skoðun

Klifurfélag Reykjavíkur - 20 ára

Hilmar Ingimundarson skrifar

Sunnudaginn 13. febrúar næstkomandi eru 20 ár liðin frá stofnun Klifurfélags Reykjavíkur. Stofnfelagar voru 19 og var skipuð 5 manna stjórn, sem skipti með sér verkum, og var Hallgrímur Örn Arngrímsson skipaður fyrsti formaður félagins.

Skoðun

Styrkjum íþróttafélögin í landinu

Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar

Íþróttafélög, héraðssambönd og sérsambönd í landinu hafa tapað miklum fjármunum í Covid, tapið hleypur á milljörðum, ekki síst vegna fækkunar áhorfenda og niðurfellingar á viðburðum. Til viðbótar er það reynsla margra félaga að erfiðara sé að fá styrki frá fyrirtækjum en áður var.

Skoðun

Leið­togi sem kann að leiða kjara­bar­áttu

Björn Páll Fálki Valsson skrifar

Sem félagsmaður í Eflingu hef ég fylgst spenntur með breytingum í félaginu okkar á síðustu árum. Kjarasamningalotan 2018-2020 var mikil prófraun fyrir nýja forystu. Allt var gert til að leggja stein í götu okkar.

Skoðun

Kjósum for­mann sem berst fyrir fé­lags­fólk Eflingar

Anna Ólafía Grétarsdóttir skrifar

Ég byrjaði að vinna á leikskóla árið 2014 eftir að hafa unnið á fjármálamarkaði í tugi ára. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu mikil og erfið vinna fer fram á leikskólum borgarinnar, við bág kjör og oft lélegan húsakost. Ég lenti til dæmis í mygluhúsnæði, sem ég varð mjög veik af.

Skoðun

Í skjóli umræðunnar

Sara Björg Pétursdóttir skrifar

Flest ef ekki öll erum við sammála um það að vilja búa í samfélagi án ofbeldis. Við viljum samfélag þar sem umburðarlyndi og jafnrétti ríkir og þar sem ofbeldi er einfaldlega ekki liðið.

Skoðun

Vinnumarkaður í þroti

Sólveig Anna Jónsdóttir og Sæþór Benjamín Randalsson skrifa

Sú mynd sem dregin er upp af lífi fiskverkafólks í sjónvarpsþáttunum Verbúðin hefur rifjað upp þann veruleika var lengi við lýði.

Skoðun

Fram­tíðin er að renna okkur úr greipum

Stein Olav Romslo skrifar

Við stöndum frammi fyrir risastórri áskorun. Loftslagsvánni. En áskoranir fela líka í sér tækifæri. Tækifæri til að byggja upp borg sem er leiðandi í grænni uppbyggingu, grænum samgöngum og grænum störfum. Græn umskipti eru lykillinn að framtíðinni.

Skoðun

Ráðherrar fara í banka

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar

Það er orðið áberandi hvað ráðherrar gera mikið af því að varpa fram yfirlýsingum án samræmis við stefnu og aðgerðir eigin ríkisstjórnar.

Skoðun

Betri borg fyrir dýr

Sabine Leskopf og Þorkell Heiðarsson skrifa

Líkast til hefur áhugi manna á að eiga gæludýr sjaldan verið meiri en á síðustu misserum á meðan COVID hefur geisað með tilheyrandi einangrun og lokunum. Við vitum að gæludýr, sérstaklega hundar og kettir, hafa mannbætandi áhrif á flesta, vinna gegn einmanaleika og andlegum vandamálum.

Skoðun

Ráðu­neyti í lög­villu

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Það er sláandi að lesa svarbréf menningar- og viðskiptaráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis vegna flutnings ríkisendurskoðanda yfir í ráðuneytið, ráðstöfunar þar sem 36. gr. starfsmannalaga er beitt með fordæmalausum hætti til að flytja embættismann frá eftirlitsstofnun á vegum löggjafarvaldsins og undir valdsvið ráðherra.

Skoðun

Er ríkið að brjóta sín eigin lög á kostnað barna?

Elvar Snær Kristjánsson skrifar

Samkvæmt Vísindavefnum var fyrsta eiginlega Internettengingin á Íslandi árið 1989. Sjö árum seinna, nánar tiltekið 4. mars 1996, gerðu ríki og sveitarfélög samkomulag sín á milli um að sveitarfélög tækju við rekstri á grunnskólum landsins.

Skoðun

2007... taka tvö?

Drífa Snædal skrifar

Á meðan hitastigið vegna stjórnarkjörs Eflingar hækkar og ásakanir og gífuryrði ganga á víxl tilkynnir Seðlabankinn um vaxtahækkun sem mun rýra kjör skuldsettra heimila. Bankar skila gríðarlegum hagnaði en sá hagnaður skilar sér ekki til samneyslunnar nema í gegnum eignarhlut ríkisins á Landsbankanum.

Skoðun

Orku­laus náttúru­vernd

Jónas Elíasson skrifar

Nú er orkuskortur í landinu og verður viðvarandi næstu 4 - 5 árin að líkum lætur. Kerfið er eins og sjómenn kalla það „á tampi“, varla má bila vél án þess að skerða þurfi orkuafhendingu. Þetta kemur orkufyrirtækjunum ekkert illa.

Skoðun

Svan­dís stað­festir svikin við sjávar­byggðirnar!

Eyjólfur Ármannsson skrifar

Hinn 7. febrúar sl. spurði ég Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á Alþingi hvort hún hygðist að styðja frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um að tryggja 48 veiðidaga strandveiðanna, festa í lög og auka heimildir ráðherra til að flytja milli flokka innan atvinnu- og byggðakvótakerfisins.

Skoðun

Hvar á fólk að búa?

Indriði Ingi Stefánsson skrifar

Vandi húsnæðiskerfisins á Íslandi er í senn afar flókinn og mjög einfaldur. Hann er flókinn því lausnin krefst aðkomu margra aðila en á sama tíma einfaldur í því að hann liggur í aðeins tveimur þáttum. Húsnæði er of dýrt og eigið fé fólks er of lítið.

Skoðun

Vel­ferðar­tækni – tæki­færi til fram­tíðar

Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur haft það sem stefnu frá árinu 2018 að nýta velferðartækni til að auðvelda fólki að búa á eigin heimili við betri lífsgæði, þrátt fyrir öldrun, fötlun eða veikindi.

Skoðun

Grey litli okrarinn

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Það hefur verið kostulegt að fylgjast með viðbrögðum braskara og okrara við reiknivél Samtaka leigjenda sem sýnir viðmiðunarverð húsaleigu miðað við heilbrigðar forsendur eðlilegs markaðar.

Skoðun

Skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

Þegar ég náði kjöri árið 2017 sem formaður VR var framboð mitt vantraust á stefnu Alþýðusambandsins og forystu þess. Ég vildi gefa félagsmönnum VR val um aðra rödd og aðra stefnu en miðstýrða af forystu ASÍ og Gylfa Arnbjörnssonar undir merkjum Salek.

Skoðun

Hvert fara molarnir þegar kakan stækkar?

Björn Leví Gunnarsson skrifar

Kaupmáttur, ráðstöfunartekjur, eignir, skuldir, ... allt þetta segir fjármálaráðherra að fari bara batnandi, hvergi á norðurlöndunum hafi betur verið gert og heimilin hafa aldrei haft það betra. Þegar gögnin eru skoðuð kemur hins vegar ýmislegt áhugavert í ljós því fjármálaráðherra er tamt að tala í einföldum meðaltölum. Það er því eðlilegt að spyrja, hvernig er þetta nákvæmlega?

Skoðun

Veitur en ekki veitur!

Íris Róbertsdóttir skrifar

Fjarvarmaveitur nota rafskautakatla til að búa til gufu sem síðan er notuð til hita upp hringrásarvatn hitaveitunnar. Fjarvarmaveitur nota sem sagt raforku til að búa til varmaorku. Á grundvelli orkupakka 1 og 2 og orkulaga frá 2003 sagði Landsvirkjun upp raforkusamningi við fjarvarmaveitur árið 2010.

Skoðun