Sport

Sjáðu glæsimark Duráns, dramatíkina í Leipzig og allt úr Meistaradeildinni
Meistaradeild Evrópu sveik ekki frekar en fyrri daginn þegar annarri umferð deildarkeppninnar lauk í gær. Öll mörk gærdagsins má sjá í fréttinni.

Dæmdur í fjögurra leikja bann vegna árásar á ólétta konu
Von Miller, varnarmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann af forráðamönnum deildarinnar vegna ofbeldis í garð óléttrar kærustu hans. Engin ákæra hefur verið gefin út á hendur leikmanninum.

Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum
Dóttir Michaels Schumacher gekk í það heilaga um helgina og áður en langt um líður gæti sonur hans líka verið á leið í hnapphelduna.

Guðjohnsen snýr aftur á Brúna: „Sérstakt fyrir mig og pabba“
Í kvöld dregur til tíðinda í Sambandsdeild Evrópu þegar að Chelsea tekur á móti belgíska félagsliðinu KAA Gent. Með liði Gent spilar íslenski landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen og mun hann því í kvöld spreyta sig á Stamford Bridge, leikvangi þar sem að faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen, gerði garðinn frægan á sínum tíma.

Hnífjafnt á toppnum í Rocket League
Þriðja umferð GR Verk Deildarinnar í Rocket League fór fram í gærkvöld og skemmst frá því að segja að úrslit leikja höfðu lítil áhrif á stigatöfluna, fyrir utan það helst að ríkjandi meistarar Þórs og OGV eru nú hnífjöfn á toppnum.

Teitur í Ljónagryfjunni: „Eitthvað við húsið og söguna sem náði því besta úr mönnum“
Ljónagryfjan. Íþróttahúsið sem hefur reynst Njarðvíkingum svo vel. Hefur verið formlega kvatt með síðasta keppnisleiknum í húsinu. Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson er einn þeirra sem hefur alist upp í húsinu. Upplifað þar stórar gleðistundir. En einnig þung töp. Við fengum hann til þess að leiða okkur í gegnum Ljónagryfjuna og segja frá sögu hennar.

„Slúðrað og talað um mig í öllum hornum“
Nýr framkvæmdastjóri Samtakanna 78 var á sínum tíma fyrsti karlmaðurinn í efstu deild hér á landi til að koma út úr skápnum. Hann segir minna hafa breyst á þeim 16 árum sem liðin eru síðan en hann bjóst við.

Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi
Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld.

Henry hélt að Saka yrði ekki það góður
Bukayo Saka er lykilmaður hjá Arsenal og einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Og hann hefur náð mun lengra en Thierry Henry, markahæsti leikmaður í sögu Arsenal, hélt að hann myndi ná.

Maradona verður grafinn upp
Lík argentínska fótboltasnillingsins Diegos Maradona verður grafið upp og fært á nýjan stað í Búenos Aires.

Finnur til með Ten Hag og býður honum í glas
Vitor Bruno, þjálfari Porto, hefur boðið kollega sínum hjá Manchester United, Erik Ten Hag, upp á vínglas eftir leik liðanna í Evrópudeildinni í kvöld. Staða beggja þjálfara þykir ótrygg.

Dagskráin í dag: Víkingar í Sambandsdeildinni og Bónus deild karla hefst
Það er nóg um að vera á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone í dag. Fjöldi leikja fer fram í Evrópu- og Sambandsdeildinni, þeirra á meðal leikur Víkings. Þá hefst nýtt tímabil í Bónus deild karla, sem Pavel Ermolinskij ætlar að hita vel upp fyrir.

Hætti við að hætta og samdi við Barcelona
Pólski markvörðurinn Wojciech Szczęsny lagði hanskana á hilluna fyrir um mánuði síðan en hefur hætt við að hætta og samið við spænska félagið Barcelona út tímabilið.

Haukar og HK sættust á stig eftir æsispennandi leik
Haukar og HK gerðu 29-29 jafntefli í fimmtu umferð Olís deildar karla.

„Þetta var ekki fallegt en við tökum tvö stigin“
Ólafur Jónas Sigurðsson, nýr þjálfari Stjörnunnar, gat sennilega ekki beðið um betri byrjun en að leggja Íslandsmeistara Keflavíkur í fyrsta leik haustsins en Stjarnan lagði Keflavík í kvöld 71-64.

Aþena með tuttugu stiga sigur í nýliðaslagnum
Nýliðar Bónus deildar kvenna, Aþena og Tindastóll, mættust í fyrstu umferð. Þar fór heimaliðið Aþena með öruggan tuttugu stiga sigur, 86-66.

Óvænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus
Sjö leikir fóru fram samtímis í Meistaradeildinni í kvöld. Ríkjandi meistarar Real Madrid töpuðu nokkuð óvænt gegn Lille. Atlético Madrid mátti þola slæmt tap, Dinamo og Monaco skildu jöfn, Juventus vann viðburðaríkan leik og Club Brugge sótti sigur með stangarskoti sem rataði yfir línuna.

Salah setti met í sigri Liverpool
Liverpool vann öruggan 2-0 sigur gegn Bologna í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah lagði fyrra markið upp á Alexis Mac Allister og skoraði síðan sjálfur eftir stoðsendingu Dominiks Szoboslai.

Ofurvaramaðurinn með ótrúlegt mark til að tryggja Aston Villa sigur
Aston Villa vann 1-0 sigur gegn Bayern Munchen í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Markið skoraði varamaðurinn Jhon Durán með glæsiskoti rétt fyrir framan miðju.

Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 71-64 | Baráttuglaðar Stjörnustúlkur lögðu Íslandsmeistarana
Íslandsmeistarar Keflavíkur mættu i heimsókn í Garðabæinn í kvöld með nokkuð laskað lið, en Birna Benónýsdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Emilia Ósk Gunnarsdóttir eru allar meiddar og munar þar heldur betur um minna.

Nítján marka stórsigur hjá Haukum
Gróttu beið afar slæmt tap þegar liðið heimsótti Hauka í fjórðu umferð Olís deildar kvenna. 30-11 urðu lokatölur, Haukum í vil.

Elliði markahæstur, öruggt hjá Andra og Andreu
Fjöldi leikja fór fram í þýsku bikarkeppnunum í handbolta í dag. Spilað var í þriðju umferð keppninnar karlamegin og sextán liða úrslitum kvennamegin.

Óðinn markahæstur í toppslagnum
Óðinn Ríkharðsson skoraði 9 mörk úr hægra horninu fyrir Kadetten Schaffhausen 42-31 sigri gegn Suhr Aarau í toppslag svissnesku úrvalsdeildarinnar.

Klúðruðu víti og skoruðu tvö sjálfsmörk
Tveir leikir fóru fram síðdegis í Meistaradeildinni. Shaktar Donetsk mátti þola 0-3 tap gegn Atalanta í einhliða leik og Girona tapaði 2-3 fyrir Feyenoord í mjög viðburðaríkri viðureign.

Uppgjörið: Fram - Valur 25-29 | Valur vann stórveldaslag
Fram og Valur hafa marga hildi háð á handboltavellinum og mætast í 4. umferð Olís-deildar kvenna, í Lambhagahöllinni.

Íslendingaliðið með fullt hús stiga eftir fimm umferðir
Íslendingaliðið í Noregi, Kolstad, hefur titilvörn sína vel. 30-27 sigur vannst gegn Nærbø í dag og liðið er því með fullt hús stiga eftir fimm umferðir.

„Hann er klárlega magnaður þjálfari“
Alexis Mac Allister, leikmaður Liverpool, vildi lítið blanda sér í umræðuna um álag á knattspyrnumenn á efsta stigi. Sú umræða hefur verið hávær undanfarnar vikur. Hann hrósar þjálfara sínum þá í hástert.

Þúsund Walesverjar í Dalnum og Åge kallar eftir hjálp
Til að eiga möguleika á að vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni, og tryggja sér sæti í umspili fyrir HM 2026, er ljóst að Ísland þarf góð úrslit úr leikjunum við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli.

Snýr aftur heim í KR
Miðjumaðurinn Óliver Dagur Thorlacius er snúinn aftur í KR og hefur skrifaði undir samningu við félagið sem gildir til næstu þriggja ára.

Kristian ekki spilað nóg en fer í U21
Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður Ajax, er í U21-landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið sem spilar á sama tíma.