Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mark­menn Bestu deildar kvenna: Há­sætið laust

Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst á morgun, þriðjudag. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í markmannsmálum deildarinnar og segja má að hásætið sé laust eftir að bæði Fanney Inga Birkisdóttir og Telma Ívarsdóttir yfirgáfu land og þjóð til að spila erlendis.

Íslenski boltinn


Fréttamynd

Daði leggur skóna á hilluna

Daði Ólafsson, leikmaður Fylkis í Lengjudeild karla í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Hann sleit krossband árið 2023 og hefur ekki náð fullum bata þrátt fyrir að spila tvo leiki með Fylki í Bestu deildinni á síðustu leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guð­rún beið af­hroð

Guðrún Arnardóttir bar fyrirliðabandið þegar Svíþjóðarmeistarar Rosengård steinlágu fyrir Hammarby í efstu deild sænska fótboltans, lokatölur 4-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Aftur með þrennu á af­mælis­deginum

Sænska knattspyrnukonan Felicia Schröder kann heldur betur að halda upp á afmælið sitt í fótboltaskónum. Það hefur hún nú sýnt og sannað undanfarin tvö ár og gerði meira segja betur í ár en í fyrra.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“

Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson og leikmenn Vals eru á leiðinni í sumarfrí ef þeir vinna ekki gegn Grindavík í Smáranum í kvöld. Finnur segir liðið hafa saknað Kára Jónssonar þegar líða fór á síðustu leiki, þrátt fyrir það hafi leikirnir verið í járnum og liðið þurfi einfaldlega að halda betur einbeitingu þegar mest á reynir.

Körfubolti