Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Tap Manchester United um liðna helgi þýðir að liðið er með 38 stig þegar 32 umferðum er lokið. Sama þó liðið vinni síðustu sex deildarleiki sína er ljóst að liðið endar með lægsta stigafjölda sinn frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar árið 1992. Enski boltinn 15.4.2025 07:03
Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira Það er rosaleg dagskrá framundan á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Besta deild kvenna í fótbolta rúllar af stað, 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu halda áfram, umspilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst, úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta heldur áfram og svo er hafnabolti einnig á dagskrá. Sport 15.4.2025 06:00
Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst á morgun, þriðjudag. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í markmannsmálum deildarinnar og segja má að hásætið sé laust eftir að bæði Fanney Inga Birkisdóttir og Telma Ívarsdóttir yfirgáfu land og þjóð til að spila erlendis. Íslenski boltinn 14.4.2025 23:15
Daði leggur skóna á hilluna Daði Ólafsson, leikmaður Fylkis í Lengjudeild karla í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Hann sleit krossband árið 2023 og hefur ekki náð fullum bata þrátt fyrir að spila tvo leiki með Fylki í Bestu deildinni á síðustu leiktíð. Íslenski boltinn 14.4.2025 20:01
Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Eddie Howe, þjálfari Newcastle United, var ekki á hliðarlínunni þegar lið hans fór illa með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Hann var á sjúkrahúsi vegna slæmrar lungnabólgu. Enski boltinn 14.4.2025 19:30
Guðrún beið afhroð Guðrún Arnardóttir bar fyrirliðabandið þegar Svíþjóðarmeistarar Rosengård steinlágu fyrir Hammarby í efstu deild sænska fótboltans, lokatölur 4-0. Fótbolti 14.4.2025 19:02
Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Íslandsmeistarar Vals eru úr leik í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta eftir átta stiga tap gegn Grindavík í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum í kvöld, 82-74. Körfubolti 14.4.2025 18:45
Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Stjörnumenn sigruðu Skagamenn í miklum baráttuleik í Garðabænum í kvöld. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en heimamenn höfðu betur að lokum, 2-1, og hafa nú unnið báða sína leiki í Bestu-deild karla. Íslenski boltinn 14.4.2025 18:30
Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Valur og KR skildu jöfn í hádramatískum leik sex marka leik í annarri umferð Bestu deildar karla. Valsmenn virtust ætla að vinna leikinn en vafasöm vítaspyrna skilaði KR stigi. Íslenski boltinn 14.4.2025 18:30
Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hefur áhyggjur af framtíð Max Verstappen eftir slaka byrjun á tímabilinu. Formúla 1 14.4.2025 18:00
„Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Luka Doncic og dramatísk endurkoma hans til Dallas í síðustu viku er á meðal þess sem menn munu ræða um í sérstökum uppgjörsþætti af Lögmálum leiksins í kvöld. Körfubolti 14.4.2025 17:17
Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Mikal Bridges spilaði alla 82 leiki í boði í NBA deildinni í körfubolta á þessu tímabili og þessi járnmaður deildarinnar heldur því áfram að missa ekki úr leik. Körfubolti 14.4.2025 16:32
Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Færeyjar halda áfram að skrá nýja og spennandi kafla í handboltasögu sína því í gær vann kvennalandslið þjóðarinnar sér sæti á HM. Handbolti 14.4.2025 16:02
Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Íslenska landsliðskonan Danielle Rodriguez og félagar hennar í Fribourg Basket eru komnar alla leið í úrslitaeinvígið um svissneska meistaratitilinn í kvennakörfunni. Körfubolti 14.4.2025 15:31
Aftur með þrennu á afmælisdeginum Sænska knattspyrnukonan Felicia Schröder kann heldur betur að halda upp á afmælið sitt í fótboltaskónum. Það hefur hún nú sýnt og sannað undanfarin tvö ár og gerði meira segja betur í ár en í fyrra. Fótbolti 14.4.2025 15:00
„Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Sandra María Jessen varð markadrottning í Bestu deild kvenna síðasta sumar þar sem hún skoraði 22 mörk í 23 leikjum í deildinni. Sandra María og félagar hennar í Þór/KA eru til umfjöllunar í fimmta þætti þriðju þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Íslenski boltinn 14.4.2025 14:34
Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy er alveg tilbúinn að mæta í nýja græna jakkanum sínum á leik hjá Manchester United á næstunni ef það myndi veita uppáhaldsfótboltaliði hans innblástur. Enski boltinn 14.4.2025 14:00
„Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson og leikmenn Vals eru á leiðinni í sumarfrí ef þeir vinna ekki gegn Grindavík í Smáranum í kvöld. Finnur segir liðið hafa saknað Kára Jónssonar þegar líða fór á síðustu leiki, þrátt fyrir það hafi leikirnir verið í járnum og liðið þurfi einfaldlega að halda betur einbeitingu þegar mest á reynir. Körfubolti 14.4.2025 13:30
KA búið að landa fyrirliða Lyngby KA greindi í dag frá því að búið væri að semja við varnarsinnaða miðjumanninn Marcel Rømer sem kemur til félagsins eftir að hafa áður verið fyrirliði danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby. Íslenski boltinn 14.4.2025 13:15
Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Afturelding og ÍBV eru nýliðar í Bestu deild karla í fótbolta og náðu bæði í sitt fyrsta stig í deildinni í gær. Það er hins vegar algjör markaskortur á báðum vígstöðvum eftir þess fyrstu tvo leiki Íslandsmótsins. Íslenski boltinn 14.4.2025 13:01
Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Gunnlaugur Árni Sveinsson hefur verið að gera frábæra hluti á sínu fyrsta ári í bandaríska háskólagolfinu, með LSU Tigers frá Louisiana State háskólanum. Markmiðin eru háleit og skýr svo að hann sneiðir hjá partýunum á háskólasvæðinu. Golf 14.4.2025 12:31
Lærðu að fagna eins og verðandi feður Anna Svava Knútsdóttir heldur áfram að koma með ráð fyrir leikmenn Bestu deildar kvenna, fyrir fótboltasumarið. Í nýjustu auglýsingunni fer hún yfir það hvernig á að fagna mörkum. Íslenski boltinn 14.4.2025 12:01
Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy tryggði sér sigur í Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi eftir dramatískan sigur í umspili. Golf 14.4.2025 11:33
Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íslenski boltinn 14.4.2025 11:01