Sport

„Þetta er náttúrulega aldrei heilsusamlegt“

Bakgarðshlaupið í Heiðmörk fer af stað klukkan níu í fyrramálið. Gera má ráð fyrir að fjöldi fólks fari meira en 100 kílómetra og hlaupi án svefns langt fram á sunnudag. Það er því ef til vill vert að spyrja hvaða áhrif slíkt hefur á líkamann.

Sport

Beiðni um nálgunar­bann á Ru­bi­a­­les sam­þykkt

Beiðni sak­sóknara­em­bættisins á Spáni, þess efnis að nálgunarbann yrði sett á Luis Ru­bi­a­les, fyrrum for­seta spænska knatt­spyrnu­sam­bandsins til þess að koma í veg fyrir að hann hafi sam­band við Jenni Her­mos­o, leik­mann spænska kvenna­lands­liðsins, hefur verið samþykkt

Fótbolti

Bjarna Fel bregður fyrir í færslu Liver­pool

Í færslu sem birtist á sam­fé­lags­miðla­reikningi enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Liver­pool, á dánar­degi í­þrótta­frétta­mannsins og knatt­spyrnu­kapans fyrr­verandi Bjarna Felixs­sonar, má sjá Bjarna bregða fyrir.

Enski boltinn

Bale í golftölvuleik

Gareth Bale, einn besti fótboltamaður sinnar kynslóðar, virðist ætla að öðlast nýtt líf eftir ferilinn sem kylfingur.

Golf

Valur mætir austurrísku meisturunum

Íslandsmeistarar Vals mæta St. Pölten frá Austurríki í 2. umferð Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Sigurvegarinn í einvíginu kemst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Fótbolti

„Ekki ná­lægt því að vera sá Michael sem við öll þekktum“

Johnny Her­bert, náinn vinur og fyrrum liðs­fé­lagi For­múlu 1 goð­sagnarinnar Michael Schumacher, segir aldrei neinar já­kvæðar fréttir berast af líðan þýsku goð­sagnarinnar sem lenti í al­var­legu skíða­slysi árið 2013 og lítið hefur spurst til síðan þá. Á­standið hafi skiljan­lega tekið sinn toll á yngri bróðir Michaels, Ralf Schumacher.

Formúla 1

Fékk sparkið eftir að­eins tvo mánuði í starfi

Ian Marko Fog hefur verið rekinn úr starfi þjálfara danska meistara­liðsins GOG í hand­bolta eftir að­eins tvo mánuði og fimm leiki í starfi. Frá þessu er greint á vef danska ríkis­út­varpsins en Snorri Steinn Guð­jóns­son, nú­verandi lands­liðs­þjálfari Ís­lands var á sínum tíma orðaður við starfið.

Handbolti

„Eitthvað sem má alveg tala meira um“

Valur varð í fyrrakvöld Íslandsmeistari kvenna í fótbolta þriðja árið í röð. Tvöföld gleði er fyrir Elísu Viðarsdóttur, fyrirliða liðsins, sem fagnar ekki aðeins titli heldur á von á sínu öðru barni. Þá hvarflar ekki að henni að hætta knattspyrnuiðkun á næstunni, sem hún þakkar brautryðjendum sem á undan komu.

Íslenski boltinn