Sport

Benedikt eftir stórsigur á Hetti: Átti ekki von á svona stórum sigri hérna

Njarðvík og Höttur áttust við í Ljónagryfjunni í Njarðvík þegar 3. umferð Subway deildar lauk í kvöld. Bæði lið voru taplaus fyrir leikinn í kvöld svo það var ljóst að eitthvað varð að gefa eftir hjá öðru liðinu. Á endanum voru það Njarðvíkingar sem höfðu betur en þeir kjöldrógu Hattarmenn og höfðu 36 stiga sigur 107-71, Benedikt Guðmundsson var að vonum stoltur af sínum mönnum.

Körfubolti

Guð­laugur Victor skoraði í stóru tapi

Belgíska knattspyrnufélagið Eupen tapaði 4-1 á útivelli gegn Royale Union í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá gestunum og skoraði eina mark þeirra.

Fótbolti

Magnaður Viggó tryggði Leipzig stig

Viggó Kristjánsson var ein helsta ástæða þess að Leipzig náði í stig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þá var Oddur Gretarsson markahæstur í tapi Balingen-Weilstetten.

Handbolti

Andri Rúnar snýr heim

Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason mun spila með Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Þessu greindi félagið frá í kvöld.

Íslenski boltinn

Hans Viktor í KA

Miðvörðurinn Hans Viktor Guðmundsson er genginn í raðir KA og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Samningur hans á Akureyri gildir til 2025.

Íslenski boltinn

Robertson undir hnífinn og verður lengi frá

Skotinn Andrew Robertson, vinstri bakvörður Liverpool á Englandi, þarf að fara í aðgerð á öxl og verður frá í um þrjá mánuði. Þetta staðfesti Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool á blaðamannafundi í dag.

Enski boltinn

Kane komið vel inn í hlutina í Grinda­vík: „Þurfum að gera þetta með honum“

Grinda­vík tekur á móti ríkjandi Ís­lands­meisturum Tinda­stóls í kvöld. Grind­víkingar eru á heima­velli en koma inn í leik kvöldsins án sigurs í fyrstu tveimur um­ferðunum. And­stæðingur kvöldsins gæti ekki verið stærri. Ís­lands­meistararnir frá Sauð­ár­króki hafa unnið báða leiki sína til þessa í deildinni en Ólafur Ólafs­son, fyrir­liði Grind­víkinga er spenntur fyrir á­skorun kvöldsins og fer fögrum orðum um nýjustu við­bót liðsins.

Körfubolti