Sport

Jóhann: Brotnuðum auð­veld­lega

Þjálfari Grindvíkinga þótti sínir menn slakir og var það varnarfærslurnar sem voru ekki góðar þegar hans menn lutu í gras fyrir Val í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Lokatölur 89-79 og Grindvíkingar þurfa að kvitta fyrir frammistöðuna í næsta leik.

Körfubolti

Kristinn: Varnar­leikur, varnar­leikur og varnar­leikur

Valur leiðir einvígið um Íslandsmeistaratitilinn og stigahæsti leikmaður þeirra Kristinn Pálsson var að sjálfsögðu ánægður með sína menn. Hann sagði tímabært að einhver vinni í Smáranum. Lokastaðan 89-79 fyrir Val og átti Kristinn 18 stig af þeim.

Körfubolti

Vals­menn endur­heimta Kára á besta tíma

Deildarmeisturum Vals hefur borist gríðarlegur liðsstyrkur fyrir úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta sem hefst nú í kvöld. Kári Jónsson, sem hefur verið meiddur undanfarna mánuði, er snúinn aftur í leikmannahóp liðsins.

Körfubolti

Slot stað­festir að hann taki við Liverpool

Hollendingurinn Arne Slot stað­festi í dag að hann myndi taka við knatt­spyrnu­stjóra­stöðunni hjá enska úr­vals­deildar­fé­laginu Liver­pool af Þjóð­verjanum Jur­gen Klopp sem lætur af störfum eftir loka­um­ferð deildarinnar á sunnu­daginn kemur.

Enski boltinn

Vill komast hjá því að af­henda City bikarinn

Richard Masters, fram­kvæmda­stjóri ensku úr­vals­deildarinnar mun vera við­staddur leik Arsenal og E­ver­ton á Emira­tes leik­vanginum í Lundúnum í komandi loka­um­ferð deildarinnar þar sem að bar­áttan um Eng­lands­meistara­titilinn ræðst. Það gerir Masters þrátt fyrir að lík­legra þyki að Eng­lands­meistara­titillinn verði af­hentur í Manchester­borg.

Enski boltinn

Efsti kylfingur á heims­lista á yfir höfði sér fjórar á­kærur

Kylfingurinn Scotti­e Schef­fler, efsti maður á heims­lista, á yfir höfði sér fjórar á­kærur í kjöl­far þess að hann var hand­tekinn á vett­vangi bana­slyss í morgun eftir að hafa virt lokanir lög­reglunnar að vettugi. Bana­slysið átti sér stað rétt hjá Val­halla vellinum í Ken­tuk­cy þar sem að PGA meistara­mótið í golfi er nú haldið.

Golf

Jafnaði met mömmu sinnar 29 árum síðar

Björg Hafsteinsdóttir varð fyrsta íslenska konan til að skora bæði fimm og sex þrista í einum leik í lokaúrslitum kvenna í körfubolta. Hún hefur átt metið hjá íslenskum leikmanni frá árinu 1993 en í gær bættist fjölskyldumeðlimur í hópinn.

Körfubolti

Fremstu blakarar Ísraels leika listir sínar í Digra­nesi

Karla- og kvennalandslið Íslands í blaki taka í fyrsta sinn þátt í CEV Silver deildinni um helgina. Keppt er í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi og er karlalandslið Ísraels á meðal gesta. Hávær krafa hefur verið hjá hluta Íslendinga að sniðganga allar keppnir þar sem Ísrael er á meðal keppenda.

Sport