Sport

Bene­dikt í bann

Þjálfari Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta, Benedikt Guðmundsson, hefur verið dæmdur í eins leiks bann.

Körfubolti

„Við vorum sjálfum okkur verstir“

Óskar Bjarni Óskarsson og lærisveinar hans í Val fóru tómhentir heim úr Mosfellsbæ en liðið tapaði með fjórum mörkum á móti Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld. Þetta er annar leikurinn sem liðið tapar í röð í deildinni og Óskar Bjarni viðurkennir að það hafi ekki mikið gengið upp í Mosfellsbæ í kvöld.

Handbolti

Stelpurnar hans Þóris unnu Dani

Noregur hefur unnið alla fjóra leiki sína á Evrópumóti kvenna í handbolta. Í kvöld sigruðu Norðmenn Dani, 24-27, í fyrsta leik sínum í milliriðli 2.

Handbolti

„Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“

„Þetta er frábær tilfinning, ég er ánægður að vera mættur aftur til Íslands eftir smá tíma í burtu. Þetta var sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti. Mér líður eins og við Þór þurftum á hvorum öðrum að halda,“ sagði Nikolas Tomsick, sem er snúinn aftur til Þórs Þorlákshafnar og lék með liðinu í 106-84 heimasigri gegn Hetti í kvöld.

Körfubolti

Emil: Stundum þarf breytingar

Emil Barja er í afleysingavinnu hjá meistaraflokki Hauka í körfuknattleik og það hefur haft góð áhrif á liðið sem vann Val í hörkuleik í 9. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Hann var mjög ánægður með sína menn en mun ekki vera í umræðunni um að taka starfið að sér.

Körfubolti

Upp­gjörið: Aftur­elding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn

Afturelding sigraði Val með fjórum mörkum í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Mosfellsbæ og var sigurinn nokkuð þægilegur fyrir heimamenn þrátt fyrir jafnan fyrri hálfleik.Það var jafnræði með liðunum í upphafi leiks og voru hornamenn liðanna atkvæðamiklir í upphafi leiks. Liðin skiptust á að skora og var staðan 9-9 um miðbik fyrri hálfleiks.

Handbolti

Haukur kom að níu mörkum gegn PSG

Dinamo Búkarest, lið Hauks Þrastarsonar, tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 33-40, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Þetta var þriðja tap rúmenska liðsins í Meistaradeildinni í röð.

Handbolti

Gauti komst á pall á Ítalíu

Skíðamaðurinn Gauti Guðmundsson náði sínum besta árangri á ferlinum þegar hann endaði í 2. sæti á svigmóti á Ítalíu í gær.

Sport

Hver snjó­bolti kostaði fimm­tíu þúsund

Stuðningsmenn dönsku knattspyrnuliðanna AGF og Nordsjælland köstuðu snjóboltum inn á völlinn í leik liðanna í nóvember, og það hefur nú leitt til þess að hvort félag þarf að greiða 5.000 danskar krónur í sekt.

Fótbolti